Fjölga þarf fjárfestum Birgir Olgeirsson skrifar 30. desember 2019 21:00 Heildar arðgreiðslur fyrirtækja í Kauphöllinni jukust um tæpan milljarð frá fyrra ári. Forstjórinn segir veltuna í Kauphöllinni hafa verið prýðilega en fjölga þurfi fjárfestum. Velta ársins í Kauphöllinni jókst um 20,5 prósent á árinu sem er að líða. Í fyrra dróst hún saman um fimmtung. Niðurstaðan er prýðileg að mati forstjóra Kauphallarinnar, úrvalsvísitalan fór upp um þriðjung á ári sem einkenndist af bölsýni. „Árið var prýðilegt. Við sjáum uppgang í viðskiptum frá fyrra ári um fimmtung. Það voru þrár skráningar á árinu, tvö félög sem komu yfir á aðalmarkaðinn af First North-markaðinum og eitt sem kom inn á First North. Við sjáum aukinn áhuga erlendra fjárfesta markaðinum sem er jákvætt. Við viljum rekja það til þess að við fórum inn í alþjóðlegar vísitölur á árinu og innflæðishöftum var aflétt af skuldabréfum í apríl. Árið í heild var prýðilegt. Við horfum sæmilega bjartsýn fram á veginn. Við höfum verið með í skóla hjá okkur þrjátíu félög sem hafa numið hvernig á að koma inn á First North-markaðinn fyrir smærri félög. Og við vonumst til að sjá einhver þeirra á nýju ári,“ segir Magnús Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar. Hann segir bölsýnina mega rekja til þess hversu fáir fjárfestar eru á markaðinum en engu að síður hafa viðskipti verið prýðileg. Tvö af hverjum þremur félögum í Kauphöllinni hafa hækkað í verði. Á árinu greiddu fyrirtæki sem skráð eru í Kauphöllinni út 26,4 milljarða í arð, samanborið við 25,5 milljarða árið á undan. Munar þar mest um 10 milljarða arðgreiðslu Arion banka. Þeir sem keyptu í Marel á réttum tímum fengu góða ávöxtun því virði hlutabréfa Marels fór upp um 65,9 prósent á árinu. Á eftir komu Síminn og TM. Verð í hlutabréfum Icelandair Group lækkaði mest á árinu, um 21,2 prósent. Forstjóri Kauphallarinnar segir Verkefni næsta árs að fjölga fjárfestum. „Og við vonumst til þess að okkur takist sæmilega upp þar á næsta ári. Til þess þarf að bæta nokkur atriði í umgjörðinni til að fjölga erlendum fjárfestum. Einnig væri óskandi að frumvarp sem liggur fyrir um skattaívilnanir til handa einstaklingum nái framgangi á Alþingi á næsta ári. Það held ég að muni skila miklu varðandi þátttöku einstaklinga á markaðinum.“ Hann býst við að áhugi erlendra fjárfesta á markaðinum muni halda áfram að aukast á næsta ári. Varðandi nýskráningar segir hann það velta á efnahagsástandinu. Horfurnar í efnahagslífinu eru ekki góðar nú undir lok ársins en Magnús býst við mjúkri lendingu. „Það er erfitt að spá en ef maður vísar í spár sérfræðinga reikna ég með að þetta verði mjúk lending. Við erum í lendingunni og hún mun vara eitthvað fram á næsta ár. En þegar líður á árið munum við taka á loft á ný þó ég telji að það verði ekki með miklum látum.“ Markaðir Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira
Heildar arðgreiðslur fyrirtækja í Kauphöllinni jukust um tæpan milljarð frá fyrra ári. Forstjórinn segir veltuna í Kauphöllinni hafa verið prýðilega en fjölga þurfi fjárfestum. Velta ársins í Kauphöllinni jókst um 20,5 prósent á árinu sem er að líða. Í fyrra dróst hún saman um fimmtung. Niðurstaðan er prýðileg að mati forstjóra Kauphallarinnar, úrvalsvísitalan fór upp um þriðjung á ári sem einkenndist af bölsýni. „Árið var prýðilegt. Við sjáum uppgang í viðskiptum frá fyrra ári um fimmtung. Það voru þrár skráningar á árinu, tvö félög sem komu yfir á aðalmarkaðinn af First North-markaðinum og eitt sem kom inn á First North. Við sjáum aukinn áhuga erlendra fjárfesta markaðinum sem er jákvætt. Við viljum rekja það til þess að við fórum inn í alþjóðlegar vísitölur á árinu og innflæðishöftum var aflétt af skuldabréfum í apríl. Árið í heild var prýðilegt. Við horfum sæmilega bjartsýn fram á veginn. Við höfum verið með í skóla hjá okkur þrjátíu félög sem hafa numið hvernig á að koma inn á First North-markaðinn fyrir smærri félög. Og við vonumst til að sjá einhver þeirra á nýju ári,“ segir Magnús Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar. Hann segir bölsýnina mega rekja til þess hversu fáir fjárfestar eru á markaðinum en engu að síður hafa viðskipti verið prýðileg. Tvö af hverjum þremur félögum í Kauphöllinni hafa hækkað í verði. Á árinu greiddu fyrirtæki sem skráð eru í Kauphöllinni út 26,4 milljarða í arð, samanborið við 25,5 milljarða árið á undan. Munar þar mest um 10 milljarða arðgreiðslu Arion banka. Þeir sem keyptu í Marel á réttum tímum fengu góða ávöxtun því virði hlutabréfa Marels fór upp um 65,9 prósent á árinu. Á eftir komu Síminn og TM. Verð í hlutabréfum Icelandair Group lækkaði mest á árinu, um 21,2 prósent. Forstjóri Kauphallarinnar segir Verkefni næsta árs að fjölga fjárfestum. „Og við vonumst til þess að okkur takist sæmilega upp þar á næsta ári. Til þess þarf að bæta nokkur atriði í umgjörðinni til að fjölga erlendum fjárfestum. Einnig væri óskandi að frumvarp sem liggur fyrir um skattaívilnanir til handa einstaklingum nái framgangi á Alþingi á næsta ári. Það held ég að muni skila miklu varðandi þátttöku einstaklinga á markaðinum.“ Hann býst við að áhugi erlendra fjárfesta á markaðinum muni halda áfram að aukast á næsta ári. Varðandi nýskráningar segir hann það velta á efnahagsástandinu. Horfurnar í efnahagslífinu eru ekki góðar nú undir lok ársins en Magnús býst við mjúkri lendingu. „Það er erfitt að spá en ef maður vísar í spár sérfræðinga reikna ég með að þetta verði mjúk lending. Við erum í lendingunni og hún mun vara eitthvað fram á næsta ár. En þegar líður á árið munum við taka á loft á ný þó ég telji að það verði ekki með miklum látum.“
Markaðir Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira