Fjölga þarf fjárfestum Birgir Olgeirsson skrifar 30. desember 2019 21:00 Heildar arðgreiðslur fyrirtækja í Kauphöllinni jukust um tæpan milljarð frá fyrra ári. Forstjórinn segir veltuna í Kauphöllinni hafa verið prýðilega en fjölga þurfi fjárfestum. Velta ársins í Kauphöllinni jókst um 20,5 prósent á árinu sem er að líða. Í fyrra dróst hún saman um fimmtung. Niðurstaðan er prýðileg að mati forstjóra Kauphallarinnar, úrvalsvísitalan fór upp um þriðjung á ári sem einkenndist af bölsýni. „Árið var prýðilegt. Við sjáum uppgang í viðskiptum frá fyrra ári um fimmtung. Það voru þrár skráningar á árinu, tvö félög sem komu yfir á aðalmarkaðinn af First North-markaðinum og eitt sem kom inn á First North. Við sjáum aukinn áhuga erlendra fjárfesta markaðinum sem er jákvætt. Við viljum rekja það til þess að við fórum inn í alþjóðlegar vísitölur á árinu og innflæðishöftum var aflétt af skuldabréfum í apríl. Árið í heild var prýðilegt. Við horfum sæmilega bjartsýn fram á veginn. Við höfum verið með í skóla hjá okkur þrjátíu félög sem hafa numið hvernig á að koma inn á First North-markaðinn fyrir smærri félög. Og við vonumst til að sjá einhver þeirra á nýju ári,“ segir Magnús Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar. Hann segir bölsýnina mega rekja til þess hversu fáir fjárfestar eru á markaðinum en engu að síður hafa viðskipti verið prýðileg. Tvö af hverjum þremur félögum í Kauphöllinni hafa hækkað í verði. Á árinu greiddu fyrirtæki sem skráð eru í Kauphöllinni út 26,4 milljarða í arð, samanborið við 25,5 milljarða árið á undan. Munar þar mest um 10 milljarða arðgreiðslu Arion banka. Þeir sem keyptu í Marel á réttum tímum fengu góða ávöxtun því virði hlutabréfa Marels fór upp um 65,9 prósent á árinu. Á eftir komu Síminn og TM. Verð í hlutabréfum Icelandair Group lækkaði mest á árinu, um 21,2 prósent. Forstjóri Kauphallarinnar segir Verkefni næsta árs að fjölga fjárfestum. „Og við vonumst til þess að okkur takist sæmilega upp þar á næsta ári. Til þess þarf að bæta nokkur atriði í umgjörðinni til að fjölga erlendum fjárfestum. Einnig væri óskandi að frumvarp sem liggur fyrir um skattaívilnanir til handa einstaklingum nái framgangi á Alþingi á næsta ári. Það held ég að muni skila miklu varðandi þátttöku einstaklinga á markaðinum.“ Hann býst við að áhugi erlendra fjárfesta á markaðinum muni halda áfram að aukast á næsta ári. Varðandi nýskráningar segir hann það velta á efnahagsástandinu. Horfurnar í efnahagslífinu eru ekki góðar nú undir lok ársins en Magnús býst við mjúkri lendingu. „Það er erfitt að spá en ef maður vísar í spár sérfræðinga reikna ég með að þetta verði mjúk lending. Við erum í lendingunni og hún mun vara eitthvað fram á næsta ár. En þegar líður á árið munum við taka á loft á ný þó ég telji að það verði ekki með miklum látum.“ Markaðir Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Heildar arðgreiðslur fyrirtækja í Kauphöllinni jukust um tæpan milljarð frá fyrra ári. Forstjórinn segir veltuna í Kauphöllinni hafa verið prýðilega en fjölga þurfi fjárfestum. Velta ársins í Kauphöllinni jókst um 20,5 prósent á árinu sem er að líða. Í fyrra dróst hún saman um fimmtung. Niðurstaðan er prýðileg að mati forstjóra Kauphallarinnar, úrvalsvísitalan fór upp um þriðjung á ári sem einkenndist af bölsýni. „Árið var prýðilegt. Við sjáum uppgang í viðskiptum frá fyrra ári um fimmtung. Það voru þrár skráningar á árinu, tvö félög sem komu yfir á aðalmarkaðinn af First North-markaðinum og eitt sem kom inn á First North. Við sjáum aukinn áhuga erlendra fjárfesta markaðinum sem er jákvætt. Við viljum rekja það til þess að við fórum inn í alþjóðlegar vísitölur á árinu og innflæðishöftum var aflétt af skuldabréfum í apríl. Árið í heild var prýðilegt. Við horfum sæmilega bjartsýn fram á veginn. Við höfum verið með í skóla hjá okkur þrjátíu félög sem hafa numið hvernig á að koma inn á First North-markaðinn fyrir smærri félög. Og við vonumst til að sjá einhver þeirra á nýju ári,“ segir Magnús Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar. Hann segir bölsýnina mega rekja til þess hversu fáir fjárfestar eru á markaðinum en engu að síður hafa viðskipti verið prýðileg. Tvö af hverjum þremur félögum í Kauphöllinni hafa hækkað í verði. Á árinu greiddu fyrirtæki sem skráð eru í Kauphöllinni út 26,4 milljarða í arð, samanborið við 25,5 milljarða árið á undan. Munar þar mest um 10 milljarða arðgreiðslu Arion banka. Þeir sem keyptu í Marel á réttum tímum fengu góða ávöxtun því virði hlutabréfa Marels fór upp um 65,9 prósent á árinu. Á eftir komu Síminn og TM. Verð í hlutabréfum Icelandair Group lækkaði mest á árinu, um 21,2 prósent. Forstjóri Kauphallarinnar segir Verkefni næsta árs að fjölga fjárfestum. „Og við vonumst til þess að okkur takist sæmilega upp þar á næsta ári. Til þess þarf að bæta nokkur atriði í umgjörðinni til að fjölga erlendum fjárfestum. Einnig væri óskandi að frumvarp sem liggur fyrir um skattaívilnanir til handa einstaklingum nái framgangi á Alþingi á næsta ári. Það held ég að muni skila miklu varðandi þátttöku einstaklinga á markaðinum.“ Hann býst við að áhugi erlendra fjárfesta á markaðinum muni halda áfram að aukast á næsta ári. Varðandi nýskráningar segir hann það velta á efnahagsástandinu. Horfurnar í efnahagslífinu eru ekki góðar nú undir lok ársins en Magnús býst við mjúkri lendingu. „Það er erfitt að spá en ef maður vísar í spár sérfræðinga reikna ég með að þetta verði mjúk lending. Við erum í lendingunni og hún mun vara eitthvað fram á næsta ár. En þegar líður á árið munum við taka á loft á ný þó ég telji að það verði ekki með miklum látum.“
Markaðir Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira