Fótbolti

Genoa að skipta um þjálfara í annað sinn á tímabilinu

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Motta fékk ekki mikinn tíma í sínu fyrsta aðalþjálfarastarfi
Motta fékk ekki mikinn tíma í sínu fyrsta aðalþjálfarastarfi vísir/getty

Þjálfaraskipti eru tíð í ítalska boltanum og því ætti það kannski ekki að koma neinum á óvart að lið í Serie A sé að ráða sinn þriðja þjálfara á yfirstandandi leiktíð sem er ekki hálfnuð.

Það er raunin hjá Genoa þar sem Thiago Motta hefur verið látinn taka pokann sinn en hann stýrði liðinu í síðasta sinn í síðasta leik fyrir jólafrí þann 22.desember síðastliðinn þegar Genoa steinlág fyrir Inter.

Motta, sem er fyrrum leikmaður PSG og Barcelona meðal annars, tók við starfinu af Aurelio Andreazzoli í lok október á þessu ári en þá var liðið í næstneðsta sæti deildarinnar.

Genoa vann sinn fyrsta leik undir stjórn Motta en hefur svo ekki unnið deildarleik síðan; tapað fimm og gert þrjú jafntefli og er liðið nú eitt á botni deildarinnar.

Davide Nicola hefur verið ráðinn sem eftirmaður Motta en hann stýrði Udinese um stutt skeið á síðustu leiktíð.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×