Telur að niðurskurðurinn hafi aldrei verið lagfærður Lillý Valgerður Pétursdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 20. desember 2019 22:17 Stéttarfélagið Efling hefur slitið kjaraviðræðum sínum við Reykjavíkurborg. Bréf þess efnis var sent ríkissáttasemjara og Reykjavíkurborg eftir hádegi í dag. Um níu mánuðir eru frá því að kjarasamningar losnuðu og hófust viðræður aðilanna fljótlega upp úr því en lítið hefur miðað í átt að samkomulagi. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að viðræðurnar strandi á fjölmörgum atriðum. „Því miður eftir allan þennan tíma þá höfum við ekki náð að koma okkar skilaboðum áleiðis til samninganefndarinnar um það að fólkið okkar, Eflingarstarfsmenn sem starfa hjá borginni sem eru hátt í tvö þúsund í gríðarlega mikilvægum störfum, meðal annars manna stóran hluta af þeim leikskólastörfum sem hér eru unnin, það bara verður einfaldlega að lagfæra kjör þessa fólks.“ Sólveig sagði að þar eigi Efling ekki einungis við um launakjör heldur líka starfsaðstæður. „Borgin fór í stórkostlegan niðurskurð eftir hrun, að okkar mati hefur sá niðurskurður til dæmis ekki verið lagfærður. Það virðast vera til endalausir fjármunir í þessari borg til að setja bara í hitt og þetta en ekki til að lagfæra kjör þessa fólks, þannig að það hryggir mig að segja frá því að við höfum ekki upplifað það að á okkur væri hlustað að eiginlega neinu leyti.“ Reiknað er með því að Ríkissáttasemjari boði til fundar í deilu Reykjavíkurborgar og Eflingar á næstunni. Sólveig segist hafa rætt við sitt fólk og segir það vera tilbúið í átök ef til þess kemur. Kjaramál Reykjavík Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fleiri fréttir Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Forsætisráðherra segir engum hyglað með breyttu plani „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Sjá meira
Stéttarfélagið Efling hefur slitið kjaraviðræðum sínum við Reykjavíkurborg. Bréf þess efnis var sent ríkissáttasemjara og Reykjavíkurborg eftir hádegi í dag. Um níu mánuðir eru frá því að kjarasamningar losnuðu og hófust viðræður aðilanna fljótlega upp úr því en lítið hefur miðað í átt að samkomulagi. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að viðræðurnar strandi á fjölmörgum atriðum. „Því miður eftir allan þennan tíma þá höfum við ekki náð að koma okkar skilaboðum áleiðis til samninganefndarinnar um það að fólkið okkar, Eflingarstarfsmenn sem starfa hjá borginni sem eru hátt í tvö þúsund í gríðarlega mikilvægum störfum, meðal annars manna stóran hluta af þeim leikskólastörfum sem hér eru unnin, það bara verður einfaldlega að lagfæra kjör þessa fólks.“ Sólveig sagði að þar eigi Efling ekki einungis við um launakjör heldur líka starfsaðstæður. „Borgin fór í stórkostlegan niðurskurð eftir hrun, að okkar mati hefur sá niðurskurður til dæmis ekki verið lagfærður. Það virðast vera til endalausir fjármunir í þessari borg til að setja bara í hitt og þetta en ekki til að lagfæra kjör þessa fólks, þannig að það hryggir mig að segja frá því að við höfum ekki upplifað það að á okkur væri hlustað að eiginlega neinu leyti.“ Reiknað er með því að Ríkissáttasemjari boði til fundar í deilu Reykjavíkurborgar og Eflingar á næstunni. Sólveig segist hafa rætt við sitt fólk og segir það vera tilbúið í átök ef til þess kemur.
Kjaramál Reykjavík Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fleiri fréttir Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Forsætisráðherra segir engum hyglað með breyttu plani „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Sjá meira