Óboðlegt að íbúar verði innlyksa án rafmagns og hita sólarhringum saman Samúel Karl Ólason skrifar 21. desember 2019 10:00 Stjórn SSNV segir ljóst að tjónið vegna óveðursins sé verulegt en raunverulegt umfang þess muni ekki koma strax í ljós. Verið sé að meta stöðuna og greina hvaða úrbóta sé þörf. Vísir/Haukurinn Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, eða SSNV, segir það ástand sem hafi skapast í landshlutanum í óveðrinu fyrr í mánuðinum, vera óviðunandi. Stjórnvöld, stofnanir og aðrir sem eigi hlut að máli verði að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja ástand sem þetta skapist ekki aftur. Tekur stjórnin heilshugar undir bókanir sveitarfélaga á svæðinu. „Það er óboðlegt á árinu 2019 að í kjölfar óveðurs skuli íbúar verða innlyksa án rafmagns og hita sólarhringum saman, auk þess að njóta bágborinna fjarskipta og upplýsinga um hvað endurbótum og lagfæringum líður. Það er sömuleiðis óviðunandi að stefna hundruðum manna út í mannskaðaveður, með tilheyrandi hættu, til að ráðast í lagfæringar á innviðum sem hefði þegar átt að vera búið að byggja upp með því öryggi sem tilheyrir 21. öldinni,“ segir í yfirlýsingu frá stjórninni sem finna má á vef samtakanna.Sjá einnig: Um ellefu þúsund íbúar voru án rafmagnsÞar segir einnig að ljóst sé að tjónið vegna óveðursins sé verulegt en raunverulegt umfang þess muni ekki koma strax í ljós. Verið sé að meta stöðuna og greina hvaða úrbóta sé þörf. „Það er hins vegar alveg ljóst að ráðast verður í verulegar endurbætur innviða. Tryggja verður afhendingu raforku, nauðsynlegt varaafl og fjarskipti svo sú hætta sem skapaðist á meðan á veðrinu stóð skapist ekki aftur. Stöðug fækkun starfsmanna á landsbyggðinni hjá þeim stofunum sem reka framangreind kerfi gerir það að verkum að ekki er hægt að hægt að tryggja virkni þeirra við hættuástand eins og meðan á veðrinu stóð og í kjölfar þess.“ Auk þessa að segja að fjölga þurfi starfsfólki þessa stofnanna segir stjórnin að brýnt sé að þegar gefnar séu út veðurviðvaranir sem gefa tilefni til að ætla að hættuástand gæti skapast, þurfi að gera ráðstafanir með því að senda mannafla með nauðsynlegan tækjabúnað á staðinn áður en veðrið skellur á. „Stjórn SSNV vill koma á framfæri þakklæti til björgunarsveita og annarra viðbragðsaðila á starfssvæðinu. Allir þeir sem vaktina stóðu unnu þrekvirki og er þakkað fyrir ómetanleg störf. Þessir aðilar voru tilbúnir undir veðurofsann sem því miður er ekki hægt að segja um þær stofnanir sem reka innviðakerfin sem við reiðum okkur á.“ Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Segir ráðamenn og stjórnendur orkufyrirtækja á flótta undan ábyrgðinni Ekki sé hægt að kenna kærum landeigenda eða náttúruverndarsinna um rafmagnsleysið í vikunni. 14. desember 2019 18:30 Öryggi íbúa ógnað með bresti innviða Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar harmar að innviðir hafi brugðist í óveðri síðustu viku og segir að á stórum hluta landsins hafi öryggi íbúa verið raunverulega ógnað. Öryggi íbúa þurfi að vera forgangsmál þjóðarinnar. 17. desember 2019 09:34 Viðkvæm staða á flutningskerfinu og slæm veðurspá Staðan á flutningskerfi Landsnets í dag, níu dögum eftir að óveðrið skall á sem olli viðamiklu tjóni á raforkukerfinu, er víða viðkvæm. Þá er veðurspáin fyrir austan ekki góð. 19. desember 2019 10:05 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, eða SSNV, segir það ástand sem hafi skapast í landshlutanum í óveðrinu fyrr í mánuðinum, vera óviðunandi. Stjórnvöld, stofnanir og aðrir sem eigi hlut að máli verði að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja ástand sem þetta skapist ekki aftur. Tekur stjórnin heilshugar undir bókanir sveitarfélaga á svæðinu. „Það er óboðlegt á árinu 2019 að í kjölfar óveðurs skuli íbúar verða innlyksa án rafmagns og hita sólarhringum saman, auk þess að njóta bágborinna fjarskipta og upplýsinga um hvað endurbótum og lagfæringum líður. Það er sömuleiðis óviðunandi að stefna hundruðum manna út í mannskaðaveður, með tilheyrandi hættu, til að ráðast í lagfæringar á innviðum sem hefði þegar átt að vera búið að byggja upp með því öryggi sem tilheyrir 21. öldinni,“ segir í yfirlýsingu frá stjórninni sem finna má á vef samtakanna.Sjá einnig: Um ellefu þúsund íbúar voru án rafmagnsÞar segir einnig að ljóst sé að tjónið vegna óveðursins sé verulegt en raunverulegt umfang þess muni ekki koma strax í ljós. Verið sé að meta stöðuna og greina hvaða úrbóta sé þörf. „Það er hins vegar alveg ljóst að ráðast verður í verulegar endurbætur innviða. Tryggja verður afhendingu raforku, nauðsynlegt varaafl og fjarskipti svo sú hætta sem skapaðist á meðan á veðrinu stóð skapist ekki aftur. Stöðug fækkun starfsmanna á landsbyggðinni hjá þeim stofunum sem reka framangreind kerfi gerir það að verkum að ekki er hægt að hægt að tryggja virkni þeirra við hættuástand eins og meðan á veðrinu stóð og í kjölfar þess.“ Auk þessa að segja að fjölga þurfi starfsfólki þessa stofnanna segir stjórnin að brýnt sé að þegar gefnar séu út veðurviðvaranir sem gefa tilefni til að ætla að hættuástand gæti skapast, þurfi að gera ráðstafanir með því að senda mannafla með nauðsynlegan tækjabúnað á staðinn áður en veðrið skellur á. „Stjórn SSNV vill koma á framfæri þakklæti til björgunarsveita og annarra viðbragðsaðila á starfssvæðinu. Allir þeir sem vaktina stóðu unnu þrekvirki og er þakkað fyrir ómetanleg störf. Þessir aðilar voru tilbúnir undir veðurofsann sem því miður er ekki hægt að segja um þær stofnanir sem reka innviðakerfin sem við reiðum okkur á.“
Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Segir ráðamenn og stjórnendur orkufyrirtækja á flótta undan ábyrgðinni Ekki sé hægt að kenna kærum landeigenda eða náttúruverndarsinna um rafmagnsleysið í vikunni. 14. desember 2019 18:30 Öryggi íbúa ógnað með bresti innviða Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar harmar að innviðir hafi brugðist í óveðri síðustu viku og segir að á stórum hluta landsins hafi öryggi íbúa verið raunverulega ógnað. Öryggi íbúa þurfi að vera forgangsmál þjóðarinnar. 17. desember 2019 09:34 Viðkvæm staða á flutningskerfinu og slæm veðurspá Staðan á flutningskerfi Landsnets í dag, níu dögum eftir að óveðrið skall á sem olli viðamiklu tjóni á raforkukerfinu, er víða viðkvæm. Þá er veðurspáin fyrir austan ekki góð. 19. desember 2019 10:05 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Segir ráðamenn og stjórnendur orkufyrirtækja á flótta undan ábyrgðinni Ekki sé hægt að kenna kærum landeigenda eða náttúruverndarsinna um rafmagnsleysið í vikunni. 14. desember 2019 18:30
Öryggi íbúa ógnað með bresti innviða Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar harmar að innviðir hafi brugðist í óveðri síðustu viku og segir að á stórum hluta landsins hafi öryggi íbúa verið raunverulega ógnað. Öryggi íbúa þurfi að vera forgangsmál þjóðarinnar. 17. desember 2019 09:34
Viðkvæm staða á flutningskerfinu og slæm veðurspá Staðan á flutningskerfi Landsnets í dag, níu dögum eftir að óveðrið skall á sem olli viðamiklu tjóni á raforkukerfinu, er víða viðkvæm. Þá er veðurspáin fyrir austan ekki góð. 19. desember 2019 10:05