Lestur barna og ábyrgð foreldra Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar 21. desember 2019 11:00 Eftir niðurstöðurnar úr PISA könnuninni hafa skapast umræður í samfélaginu um lestur og lesskilning barna. Það er vel. Góðar umræður eiga rétt á sér. Sitt sýnist hverjum um niðurstöðurnar eða fyrirlagningu PISA yfirleitt. Læt það liggja milli hluta hér. Höfundur skrifaði grein fyrir tæpum þremur árum um ábyrgð foreldra meðal annars á skólagöngu barna sinna. Greinin á við í dag eins og þá. Í henni vitna ég til þingmanns á danska þinginu, Anni Mattihiesen, en í greininni segir: „Anni segir ákvörðunina um að eiga barn sé foreldranna, ekki samfélagsins og uppeldið sé þeirra. Þegar ákvörðun um að eiga barn sé tekin fylgir því ábyrgð. Hún bendir á að það sé foreldranna að finna út hvernig heimilislífið gangi fyrir sig og hvernig það hangir allt saman. Forgangsröðun verkefna á að vera barni í hag og samvistir við barnið ætti að setja í forgang. Allt of mörgum börnum, í Danmörku, er plantað fyrir framan viðtæki, snjalltæki eða spjaldtölvu þegar heim er komið eftir vinnudag og dagsviðveru á leikskóla/grunnskóla.“ Sömu sögu má segja um mörg börn hér á landi. Höfundur telur að íslenskir foreldrar séu að því leyti ekki öðruvísi en þeir dönsku. Börn horfa í auknu mæli á efni frá alls konar rásum sem streymt er gegnum Internetið. Má þar nefna Netflix og Youtube. Á Youtube er efnið búið til af öðrum notendum, oft óvandað og engin ritskoðun. Hér áður fyrr var barnaefni í sjónvarpi talsett, á góðri íslensku, en nú er öldin önnur. Börnum er plantað fyrir framan Netflix til að horfa á barnaefni, með ensku tali, án þess að foreldrar geri sér far um að þýða yfir á íslensku fyrir börnin. Allir eru meðvitaðir um að börn læra af þeirri tungu sem þau heyra. Börn fara á mis við mikið, úr því þeim er plantað fyrir framan skjá, að heyra ekki íslensku. Hermundur Sigmundsson, prófessor í lífeðlislegri sálfræði, segir í grein sem birtist í Kjarnanum: „Lestur er lykilinn að öllum öðrum lyklum hvað varðar nám og þekkingarleit. Lestur gefur okkur einnig möguleika á að öðlast gleði við að lesa bækur af ýmsum toga.“ Á meðan barn lærir að lesa og er læst þarf að þjálfa það. Þar liggur ábyrgð foreldra, sjá um þjálfununa. Foreldrar verða að leggja það á sig, barni til heilla. Vel læsu barni gengur betur í öðrum fögum eins og Hermundur bendir á, því þekkingarleit og öflun upplýsinga krefst góðrar lestrarkunnáttu og skilnings á því sem lesið er. Nauðsynlegt er að þjálfa barn daglega í lestri og ekki síður að ræða orðin sem það þekkir ekki. Kennarar eru allir af vilja gerðir og reyna sitt besta til að auka lesskilning nemenda en meira þarf til. Foreldrana. Þegar foreldrar lesa fyrir börnin (það eiga allir foredrar að gera), eða hlusta á barnið lesa, þarf að staldra við orð sem það skilur ekki. Barn sem rekst á orð eins rekkja, röðull, vanmáttugur, daglega, askur, ráfar, meinilla, reikar o.s.frv. þarf útskýringar á merkingu orðsins. Með útskýringum og notkun orða eykst orðaforði og skilningur. Mikilvægt er að tala mikið við börn og nota fjölbreytileika tungumálsins, það er hlutverk foreldra meðal annars. Anni segist vilja sjá meiri ábyrgð foreldra því þau velji að eiga barn, það sé ekki á vegum stjórnvalda. Að setja barn í heiminn fylgir ábyrgð. Hún segir jafnframt það hlutverk foreldra að aga barn sitt og kenna því að segja, takk, afsakið og bjóða góðan daginn. Það er líka hlutverk foreldra að kenna barni sínu heiðarleika, að ljúga ekki og stela, mæta á réttum tíma og bera virðingu fyrir öðrum. Samfélagsmiðlar taka í auknu mæli mikinn tíma frá foreldrum rétt eins og hjá börnum. Aldur þeirra sem nota samfélagsmiðla og fara reglulega á netið lækkar. Foreldrar eru fyrirmyndir og börn gera það sem fyrir þeim er haft. Hugsið ykkur um áður en þið takið tækin framyfir barnið ykkar. Umfram allt mundu, þú átt barnið og því fylgir ábyrgð segir Anni og undir það má taka. Hvert barn upplifir æskuár einu sinni og því er mikilvægt að foreldrar haldi rétt á spilunum og séu til staðar fyrir barnið.Höfundur er grunnskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Eftir niðurstöðurnar úr PISA könnuninni hafa skapast umræður í samfélaginu um lestur og lesskilning barna. Það er vel. Góðar umræður eiga rétt á sér. Sitt sýnist hverjum um niðurstöðurnar eða fyrirlagningu PISA yfirleitt. Læt það liggja milli hluta hér. Höfundur skrifaði grein fyrir tæpum þremur árum um ábyrgð foreldra meðal annars á skólagöngu barna sinna. Greinin á við í dag eins og þá. Í henni vitna ég til þingmanns á danska þinginu, Anni Mattihiesen, en í greininni segir: „Anni segir ákvörðunina um að eiga barn sé foreldranna, ekki samfélagsins og uppeldið sé þeirra. Þegar ákvörðun um að eiga barn sé tekin fylgir því ábyrgð. Hún bendir á að það sé foreldranna að finna út hvernig heimilislífið gangi fyrir sig og hvernig það hangir allt saman. Forgangsröðun verkefna á að vera barni í hag og samvistir við barnið ætti að setja í forgang. Allt of mörgum börnum, í Danmörku, er plantað fyrir framan viðtæki, snjalltæki eða spjaldtölvu þegar heim er komið eftir vinnudag og dagsviðveru á leikskóla/grunnskóla.“ Sömu sögu má segja um mörg börn hér á landi. Höfundur telur að íslenskir foreldrar séu að því leyti ekki öðruvísi en þeir dönsku. Börn horfa í auknu mæli á efni frá alls konar rásum sem streymt er gegnum Internetið. Má þar nefna Netflix og Youtube. Á Youtube er efnið búið til af öðrum notendum, oft óvandað og engin ritskoðun. Hér áður fyrr var barnaefni í sjónvarpi talsett, á góðri íslensku, en nú er öldin önnur. Börnum er plantað fyrir framan Netflix til að horfa á barnaefni, með ensku tali, án þess að foreldrar geri sér far um að þýða yfir á íslensku fyrir börnin. Allir eru meðvitaðir um að börn læra af þeirri tungu sem þau heyra. Börn fara á mis við mikið, úr því þeim er plantað fyrir framan skjá, að heyra ekki íslensku. Hermundur Sigmundsson, prófessor í lífeðlislegri sálfræði, segir í grein sem birtist í Kjarnanum: „Lestur er lykilinn að öllum öðrum lyklum hvað varðar nám og þekkingarleit. Lestur gefur okkur einnig möguleika á að öðlast gleði við að lesa bækur af ýmsum toga.“ Á meðan barn lærir að lesa og er læst þarf að þjálfa það. Þar liggur ábyrgð foreldra, sjá um þjálfununa. Foreldrar verða að leggja það á sig, barni til heilla. Vel læsu barni gengur betur í öðrum fögum eins og Hermundur bendir á, því þekkingarleit og öflun upplýsinga krefst góðrar lestrarkunnáttu og skilnings á því sem lesið er. Nauðsynlegt er að þjálfa barn daglega í lestri og ekki síður að ræða orðin sem það þekkir ekki. Kennarar eru allir af vilja gerðir og reyna sitt besta til að auka lesskilning nemenda en meira þarf til. Foreldrana. Þegar foreldrar lesa fyrir börnin (það eiga allir foredrar að gera), eða hlusta á barnið lesa, þarf að staldra við orð sem það skilur ekki. Barn sem rekst á orð eins rekkja, röðull, vanmáttugur, daglega, askur, ráfar, meinilla, reikar o.s.frv. þarf útskýringar á merkingu orðsins. Með útskýringum og notkun orða eykst orðaforði og skilningur. Mikilvægt er að tala mikið við börn og nota fjölbreytileika tungumálsins, það er hlutverk foreldra meðal annars. Anni segist vilja sjá meiri ábyrgð foreldra því þau velji að eiga barn, það sé ekki á vegum stjórnvalda. Að setja barn í heiminn fylgir ábyrgð. Hún segir jafnframt það hlutverk foreldra að aga barn sitt og kenna því að segja, takk, afsakið og bjóða góðan daginn. Það er líka hlutverk foreldra að kenna barni sínu heiðarleika, að ljúga ekki og stela, mæta á réttum tíma og bera virðingu fyrir öðrum. Samfélagsmiðlar taka í auknu mæli mikinn tíma frá foreldrum rétt eins og hjá börnum. Aldur þeirra sem nota samfélagsmiðla og fara reglulega á netið lækkar. Foreldrar eru fyrirmyndir og börn gera það sem fyrir þeim er haft. Hugsið ykkur um áður en þið takið tækin framyfir barnið ykkar. Umfram allt mundu, þú átt barnið og því fylgir ábyrgð segir Anni og undir það má taka. Hvert barn upplifir æskuár einu sinni og því er mikilvægt að foreldrar haldi rétt á spilunum og séu til staðar fyrir barnið.Höfundur er grunnskólakennari.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun