Handbolti

Topp­liðið tapaði stigum og Ís­lendingarnir höfðu hægt um sig

Anton Ingi Leifsson skrifar
Janus í leik með Álaborg.
Janus í leik með Álaborg. vísir/getty

Topplið Álaborgar varð af stigi í dag er liðið gerði jafntefli, 30-30 við Skanderborg á útivelli í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta.

Þrátt fyrir jafnteflið er Álaborg með sjö stiga forskot á toppi deildarinnar en Janus Daði Smárson gerði fjögur mörk og lagði upp sex önnur mörk.

Fjögur íslensk mörk litu dagsins ljós er SönderjyskE tapaði fyrir Nordsjælland, 28-26. Sveinn Jóhannsson skoraði tvö mörk og Arnar Birkir Hálfdánsson bætti við tveimur.

SönderjyskE er í 8. sæti deildarinnar með 18 stig en liðið hefur einungis unnið einn af síðustu fimm leikjum sínum í deildinni.

Ribe-Esbjerg vann eins marks sigur á Mors-Thy, 23-22, en eftir fyrstu sautján umferðirnar er Ribe-Esbjerg í 3. sæti deildarinnar með 21 stig.

Rúnar Kárason gerði eitt mark og gaf fjórar stoðsendingar, Gunnar Steinn Jónsson skoraði eitt mark og gaf tvær stoðsendingar en Daníel Þór Ingason stóð vaktina í varnarleiknum.

Bjerringbro-Silkeborg gerði jafntefli við Holsebro, 26-26, en Þráinn Orri Jónsson komst ekki á blað hjá Bjerringbro sem er í 5. sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×