Hætta á frekari rafmagnstruflunum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 22. desember 2019 14:00 Frá rafmagnsviðgerðum á Norðurlandi í liðinni viku. vísir/egill Hætta er á frekari rafmagnstruflunum á Norðausturlandi og hluta Austurlands. Hátt þrjú hundruð manns á vegum RARIK hafa nú í tæpan hálfan mánuð unnið dag og nótt við að reyna að halda dreifikerfinu gangandi. Mikill viðbúnaður hefur verið hjá RARIK um helgina vegna veðursins. „Það urðu engar truflanir hjá okkur í nótt þrátt fyrir nokkuð slæma ísingarveðurspá en þetta er ekki alveg gengið yfir þannig að við vonum auðvitað að við sleppum,“ segir Helga Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri rekstrarsviðs RARIKS. Helga segir enn mikla hættu á ísingu á Norðausturlandi og á hluta Austurlands. Því sé hætta á rafmagnstruflunum á þessum svæðum á meðan að ástandið vari. „Við erum bara með fólk á vakt auðvitað þangað til þetta klárast og í rauninni erum við alltaf með fólk á vaktinni, allan sólarhringinn, allt árið,“ segir Helga. Helga segir mikið hafa mætt á starfsfólki undanfarið. „Þetta er búið að vera gífurlegt álag á RARIK og við erum búin að vera með allt okkar starfsfólk í vinnu síðan veðrið skall á og í rauninni áður þegar við fórum að undirbúa okkur og svo höfum við fengið aðstoð frá fjölda mörgum. Þannig við metum að það sé hátt í þrjú hundruð manns sem hafa komið að þessu á einn eða annan hátt,“ segir Helga Fólkið hefur unnið dag og nótt síðan óveðrið skall á 10. desember. „Það hafa allir lagst á eitt og stemmingin hefur verið góð en fólk er auðvitað orðið mjög þreytt,“ segir Helga. Hún segist loks sjá fyrir endann á ástandinu sem varað hefur verið síðustu tvær vikurnar. „Það virðist vera betri veðurspá núna fram undan og ef við sleppum í dag þá erum við að vonast til að komast inn í jólin bara í friði og ró,“ segir Helga. Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Stórhríð vel fram á morgundaginn fyrir norðan Mikið óveður hefur gengið yfir landið í dag sem hefur valdið lokunum á vegum og rafmagnstruflunum. Búast má við stórhríð í kvöld og á morgun. 21. desember 2019 20:15 Viðgerðum loks lokið á Dalvíkurlínu Er nú unnið að því að færa álag frá díselvaravélum um borð í varðskipinu Þór yfir á Dalvíkurlínu. Klukkan níu í kvöld hófst vinna við að taka álag af bænum og má búast við allt að klukkutíma straumleysi og rafmagntruflunum frá þeim tíma. 18. desember 2019 21:54 Búist við frekari rafmagnstruflunum - ástandið viðkvæmt Mikill viðbúnaður er bæði hjá Landsneti og RARIK vegna versnandi veðurs en rafmagn fór af um tíma á Húsavík og þar um kring í morgun. Búast má við frekari truflunum á rafmagni í dag. 21. desember 2019 12:03 Afar erfiðar aðstæður fyrir austan Viðgerð á mastri Fljótsdalslínu 4 sem skemmdist var undirbúin í gær og efni til viðgerðar flutt á staðinn. 20. desember 2019 09:27 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira
Hætta er á frekari rafmagnstruflunum á Norðausturlandi og hluta Austurlands. Hátt þrjú hundruð manns á vegum RARIK hafa nú í tæpan hálfan mánuð unnið dag og nótt við að reyna að halda dreifikerfinu gangandi. Mikill viðbúnaður hefur verið hjá RARIK um helgina vegna veðursins. „Það urðu engar truflanir hjá okkur í nótt þrátt fyrir nokkuð slæma ísingarveðurspá en þetta er ekki alveg gengið yfir þannig að við vonum auðvitað að við sleppum,“ segir Helga Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri rekstrarsviðs RARIKS. Helga segir enn mikla hættu á ísingu á Norðausturlandi og á hluta Austurlands. Því sé hætta á rafmagnstruflunum á þessum svæðum á meðan að ástandið vari. „Við erum bara með fólk á vakt auðvitað þangað til þetta klárast og í rauninni erum við alltaf með fólk á vaktinni, allan sólarhringinn, allt árið,“ segir Helga. Helga segir mikið hafa mætt á starfsfólki undanfarið. „Þetta er búið að vera gífurlegt álag á RARIK og við erum búin að vera með allt okkar starfsfólk í vinnu síðan veðrið skall á og í rauninni áður þegar við fórum að undirbúa okkur og svo höfum við fengið aðstoð frá fjölda mörgum. Þannig við metum að það sé hátt í þrjú hundruð manns sem hafa komið að þessu á einn eða annan hátt,“ segir Helga Fólkið hefur unnið dag og nótt síðan óveðrið skall á 10. desember. „Það hafa allir lagst á eitt og stemmingin hefur verið góð en fólk er auðvitað orðið mjög þreytt,“ segir Helga. Hún segist loks sjá fyrir endann á ástandinu sem varað hefur verið síðustu tvær vikurnar. „Það virðist vera betri veðurspá núna fram undan og ef við sleppum í dag þá erum við að vonast til að komast inn í jólin bara í friði og ró,“ segir Helga.
Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Stórhríð vel fram á morgundaginn fyrir norðan Mikið óveður hefur gengið yfir landið í dag sem hefur valdið lokunum á vegum og rafmagnstruflunum. Búast má við stórhríð í kvöld og á morgun. 21. desember 2019 20:15 Viðgerðum loks lokið á Dalvíkurlínu Er nú unnið að því að færa álag frá díselvaravélum um borð í varðskipinu Þór yfir á Dalvíkurlínu. Klukkan níu í kvöld hófst vinna við að taka álag af bænum og má búast við allt að klukkutíma straumleysi og rafmagntruflunum frá þeim tíma. 18. desember 2019 21:54 Búist við frekari rafmagnstruflunum - ástandið viðkvæmt Mikill viðbúnaður er bæði hjá Landsneti og RARIK vegna versnandi veðurs en rafmagn fór af um tíma á Húsavík og þar um kring í morgun. Búast má við frekari truflunum á rafmagni í dag. 21. desember 2019 12:03 Afar erfiðar aðstæður fyrir austan Viðgerð á mastri Fljótsdalslínu 4 sem skemmdist var undirbúin í gær og efni til viðgerðar flutt á staðinn. 20. desember 2019 09:27 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira
Stórhríð vel fram á morgundaginn fyrir norðan Mikið óveður hefur gengið yfir landið í dag sem hefur valdið lokunum á vegum og rafmagnstruflunum. Búast má við stórhríð í kvöld og á morgun. 21. desember 2019 20:15
Viðgerðum loks lokið á Dalvíkurlínu Er nú unnið að því að færa álag frá díselvaravélum um borð í varðskipinu Þór yfir á Dalvíkurlínu. Klukkan níu í kvöld hófst vinna við að taka álag af bænum og má búast við allt að klukkutíma straumleysi og rafmagntruflunum frá þeim tíma. 18. desember 2019 21:54
Búist við frekari rafmagnstruflunum - ástandið viðkvæmt Mikill viðbúnaður er bæði hjá Landsneti og RARIK vegna versnandi veðurs en rafmagn fór af um tíma á Húsavík og þar um kring í morgun. Búast má við frekari truflunum á rafmagni í dag. 21. desember 2019 12:03
Afar erfiðar aðstæður fyrir austan Viðgerð á mastri Fljótsdalslínu 4 sem skemmdist var undirbúin í gær og efni til viðgerðar flutt á staðinn. 20. desember 2019 09:27