Sumarhúsið sem kviknaði í í Grímsnesi í kvöld er gjörónýtt. Talið er að húsið hafi verið mannlaust en það var alelda þegar slökkvilið bar að garði.
Slökkviliðsmenn frá Selfossi voru sendir á vettvang auk tankbíls frá Flúðum en vinna slökkviliðsmanna snerist einnig um að koma í veg fyrir að eldur bærist í nærliggjandi rét.
Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu segir að nú sé verið að slökkva í gæðum og að tekist hafi að koma í veg fyrir að eldur kviknaði í gróðrinum.
„Það eru tiltölulega há tré þarna en ekki gríðarlega mikill skógur,“ segir Pétur en vakt verður á staðnum eitthvað fram eftir nóttu til að tryggja að allar glæður séu slökktar.
Talið er að húsið hafi verið mannlaust er eldurinn kviknaði.
