Kúrekanir frá Dallas fóru langt með að klúðra endanlega tímabilinu sínu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. desember 2019 15:30 Dak Prescott og félagar í Dallas Cowboys geta ekki lengur treyst á sig sjálfa í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. Getty/Corey Perrine Það stefnir í að Dallas Cowboys verði ekki með í úrslitakeppni NFL-deildarinnar í ár eftir tap í gríðarlega mikilvægum leik á móti Philadelphia Eagles í gær. Baltimore Ravens hélt sigurgöngu sinni áfram sem og lið Kansas City Chiefs. Dallas Cowboys hefði tryggt sér sæti í úrslitakeppninni með sigri á Eagles en nú er Philadelphia Eagles komið í lykilstöðu þar sem sigur á New York Giants á sunnudaginn mun tryggja Philadelphia liðinu sæti í úrslitakeppninni á kostnað Dallas Cowboys. Philadelphia Eagles vann 17-9 sigur á Dallas Cowboys en þau berjast um sæti í Austurriðli Þjóðardeildarinnar þar sem þarf mun minna til að komast í úrslitakeppnina en í hinum riðlum NFL-deildarinnar. FINAL: The @Eagles move into first place in the NFC East! #FlyEaglesFly#DALvsPHIpic.twitter.com/6J5HulK5JA— NFL (@NFL) December 23, 2019 Dallas Cowboys komst lítið áleiðis á móti sterkri vörn Eagles en Kúrekarnir hafa lent hvað eftir annað í vandræðum með betri lið deildarinnar en vinna síðan stórsigra inn á milli. Það er mikið látið með og fjallað um þetta lið. Það má búast við því að það verði hraunað vel yfir þjálfarann Jason Garrett og Dallas liðið í íþróttaþáttum vikunnar í Bandaríkjunum. Philadelphia Eagles er nú með átta sigra og sjö töp en Dallas Cowboys er með sjö sigra og átta töp. Dallas burstaði fyrri leikinn (37–10) og er því enn betri innbyrðis stöðu. Dallas þarf því að treysta á það að Philadelphia Eagles tapi lokaleiknum á móti New York Giants á sama tíma og Kúrekarnir vinna sinn leik sem er á heimavelli á móti Washington Redskins. Lamar's really out there playing Madden@Lj_era8@EAMaddenNFLpic.twitter.com/hWKVkuKEGZ— The Checkdown (@thecheckdown) December 22, 2019 Baltimore Ravens vann sinn ellefta leik í röð og tryggði sér um leið frí í fyrst umferð úrslitakeppninnar. Ravens liðið vann 31-15 sigur á Cleveland Browns og verður því á heimavelli fram að Super Bowl leiknum komist liðið svo langt. Kansas City Chiefs vann sinn fimmta leik í röð, nú 26-3 sigur á Chicago Bears, en Patrick Mahomes og félagar eiga því enn möguleika á að taka annað sætið af New England Patriots. Annað sætið gefur liði frí í fyrstu umferð úrslitakeppninnar alveg eins og það fyrsta. Það verður líka spilað upp á efstu sætin í Þjóðardeildinni í lokaumferðinni. New Orleans Saints og San Francisco 49ers eru bæði með tóplf sigra en Green Bay Packers og Seattle Seahawks hafa bæði unnið ellefu leiki. Green Bay Packers getur unnið sinn tólfta leik á móti Minnesota Vikings í nótt. Miles Sanders seals the game for the @Eagles! #FlyEaglesFly#DALvsPHIpic.twitter.com/jYq4qkFcfo— NFL (@NFL) December 23, 2019 Úrslitin í NFL-deildinni í gær og nótt: Chicago Bears - Kansas City Chiefs 3-26 Philadelphia Eagles - Dallas Cowboys 17-9 Seattle Seahawks - Arizona Cardinals 13-27 Denver Broncos - Detroit Lions 27-17 Los Angeles Chargers - Oakland Raiders 17-24 Atlanta Falcons - Jacksonville Jaguars 24-12 Cleveland Browns - Baltimore Ravens 15-31 Indianapolis Colts - Carolina Panthers 38-6 Miami Dolphins - Cincinnati Bengals 38-35 (35-35) New York Jets - Pittsburgh Steelers 16-10 Tennessee Titans - New Orleans Saints 28-38 Washington Redskins - New York Giants 35-41 (35-35) San Francisco 49ers - Los Angeles Rams 34-31Staðan í deildunum tveimur:Ameríkudeildin - staðanAusturriðill New England Patriots 12-3 Buffalo Bills 10-5 New York Jets 6-9 Miami Dolphins 4-11Norðurriðill Baltimore Ravens 13-2 Pittsburgh Steelers 8-7 Cleveland Browns 6-9 Cincinnati Bengals 1-14Suðurriðill Houston Texans 10-5 Tennessee Titans 8-7 Indianapolis Colts 7-8 Jacksonville Jaguars 5-10Vesturriðill Kansas City Chiefs 11-4 Oakland Raiders 7-8 Denver Broncos 6-9 Los Angeles Chargers 5-10Þjóðardeildin - staðanAusturriðill Philadelphia Eagles 8-7 Dallas Cowboys 7-8 New York Giants 4-11 Washington Redskins 3-12Norðurriðill Green Bay Packers 11-3 Minnesota Vikings 10-4 Chicago Bears 7-8 Detroit Lions 3-11Suðurriðill New Orleans Saints 12-3 Tampa Bay Buccaneers 7-8 Atlanta Falcons 6-9 Carolina Panthers 5-10Vesturriðill Seattle Seahawks 12-3 San Francisco 49ers 11-4 Los Angeles Rams 8-7 Arizona Cardinals 5-9 NFL Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Fleiri fréttir „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjá meira
Það stefnir í að Dallas Cowboys verði ekki með í úrslitakeppni NFL-deildarinnar í ár eftir tap í gríðarlega mikilvægum leik á móti Philadelphia Eagles í gær. Baltimore Ravens hélt sigurgöngu sinni áfram sem og lið Kansas City Chiefs. Dallas Cowboys hefði tryggt sér sæti í úrslitakeppninni með sigri á Eagles en nú er Philadelphia Eagles komið í lykilstöðu þar sem sigur á New York Giants á sunnudaginn mun tryggja Philadelphia liðinu sæti í úrslitakeppninni á kostnað Dallas Cowboys. Philadelphia Eagles vann 17-9 sigur á Dallas Cowboys en þau berjast um sæti í Austurriðli Þjóðardeildarinnar þar sem þarf mun minna til að komast í úrslitakeppnina en í hinum riðlum NFL-deildarinnar. FINAL: The @Eagles move into first place in the NFC East! #FlyEaglesFly#DALvsPHIpic.twitter.com/6J5HulK5JA— NFL (@NFL) December 23, 2019 Dallas Cowboys komst lítið áleiðis á móti sterkri vörn Eagles en Kúrekarnir hafa lent hvað eftir annað í vandræðum með betri lið deildarinnar en vinna síðan stórsigra inn á milli. Það er mikið látið með og fjallað um þetta lið. Það má búast við því að það verði hraunað vel yfir þjálfarann Jason Garrett og Dallas liðið í íþróttaþáttum vikunnar í Bandaríkjunum. Philadelphia Eagles er nú með átta sigra og sjö töp en Dallas Cowboys er með sjö sigra og átta töp. Dallas burstaði fyrri leikinn (37–10) og er því enn betri innbyrðis stöðu. Dallas þarf því að treysta á það að Philadelphia Eagles tapi lokaleiknum á móti New York Giants á sama tíma og Kúrekarnir vinna sinn leik sem er á heimavelli á móti Washington Redskins. Lamar's really out there playing Madden@Lj_era8@EAMaddenNFLpic.twitter.com/hWKVkuKEGZ— The Checkdown (@thecheckdown) December 22, 2019 Baltimore Ravens vann sinn ellefta leik í röð og tryggði sér um leið frí í fyrst umferð úrslitakeppninnar. Ravens liðið vann 31-15 sigur á Cleveland Browns og verður því á heimavelli fram að Super Bowl leiknum komist liðið svo langt. Kansas City Chiefs vann sinn fimmta leik í röð, nú 26-3 sigur á Chicago Bears, en Patrick Mahomes og félagar eiga því enn möguleika á að taka annað sætið af New England Patriots. Annað sætið gefur liði frí í fyrstu umferð úrslitakeppninnar alveg eins og það fyrsta. Það verður líka spilað upp á efstu sætin í Þjóðardeildinni í lokaumferðinni. New Orleans Saints og San Francisco 49ers eru bæði með tóplf sigra en Green Bay Packers og Seattle Seahawks hafa bæði unnið ellefu leiki. Green Bay Packers getur unnið sinn tólfta leik á móti Minnesota Vikings í nótt. Miles Sanders seals the game for the @Eagles! #FlyEaglesFly#DALvsPHIpic.twitter.com/jYq4qkFcfo— NFL (@NFL) December 23, 2019 Úrslitin í NFL-deildinni í gær og nótt: Chicago Bears - Kansas City Chiefs 3-26 Philadelphia Eagles - Dallas Cowboys 17-9 Seattle Seahawks - Arizona Cardinals 13-27 Denver Broncos - Detroit Lions 27-17 Los Angeles Chargers - Oakland Raiders 17-24 Atlanta Falcons - Jacksonville Jaguars 24-12 Cleveland Browns - Baltimore Ravens 15-31 Indianapolis Colts - Carolina Panthers 38-6 Miami Dolphins - Cincinnati Bengals 38-35 (35-35) New York Jets - Pittsburgh Steelers 16-10 Tennessee Titans - New Orleans Saints 28-38 Washington Redskins - New York Giants 35-41 (35-35) San Francisco 49ers - Los Angeles Rams 34-31Staðan í deildunum tveimur:Ameríkudeildin - staðanAusturriðill New England Patriots 12-3 Buffalo Bills 10-5 New York Jets 6-9 Miami Dolphins 4-11Norðurriðill Baltimore Ravens 13-2 Pittsburgh Steelers 8-7 Cleveland Browns 6-9 Cincinnati Bengals 1-14Suðurriðill Houston Texans 10-5 Tennessee Titans 8-7 Indianapolis Colts 7-8 Jacksonville Jaguars 5-10Vesturriðill Kansas City Chiefs 11-4 Oakland Raiders 7-8 Denver Broncos 6-9 Los Angeles Chargers 5-10Þjóðardeildin - staðanAusturriðill Philadelphia Eagles 8-7 Dallas Cowboys 7-8 New York Giants 4-11 Washington Redskins 3-12Norðurriðill Green Bay Packers 11-3 Minnesota Vikings 10-4 Chicago Bears 7-8 Detroit Lions 3-11Suðurriðill New Orleans Saints 12-3 Tampa Bay Buccaneers 7-8 Atlanta Falcons 6-9 Carolina Panthers 5-10Vesturriðill Seattle Seahawks 12-3 San Francisco 49ers 11-4 Los Angeles Rams 8-7 Arizona Cardinals 5-9
NFL Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Fleiri fréttir „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti