Bábiljan um íslenzka hestinn Ole Anton Bieltvedt skrifar 23. desember 2019 13:00 Það eru mörg dæmi um það, að meðferð útigangshrossa hefur verið misjöfn, eftir bændum, og oft aðfinnsluverð. Ekki veit ég, hversu oft ég hef heyrt og lesið um vanrækslu, vanhald og illa meðferð á þarfasta þjóninum í gegnum áratugina. Það er því ekki eins og að þetta vandamál sé að koma upp fyrst nú, í hamförunum á dögunum, þó að sumir reyni að rugla umræðuna og réttlæta langvarandi vanrækslu og vanhald útigangshrossa með því fárviðri, sem nú varð, og illviðráðanlegum afleiðingum þess; um 100 dýr, líka folöld og trippi, fórust með kvalafullum hætti. Þó að ill meðferð sumra bænda á útigangshrossum sínum, síðustu ár og áratugi, sé það mál, sem mér liggur helzt á hjarta, breytir það ekki því, að ýmsir bændur hefðu sennilega geta varið og verndað sína hrossahjörð betur, en þeir gerðu, nú í fárviðrinu. Haustið 2014 undirritaði landbúnaðarráðherra reglugerð nr. 910/2014. Í henni segir m.a. í gr. 10: „Hross skulu hafa aðgang að fóðri a.m.k. tvisvar á sólarhring...“, og, „óheimilt er að hafa hross án vatns lengur en 6 klst. og án fóðurs lengur en 14 klst.“. Ennfremur: „Fóðrun skal hagað þannig að öll hross í hverjum hópi komist að fóðrinu samtímis“. Í sömu reglugerð, gr. 18, segir um „Útiganga“. „Hross sem ganga úti skulu geta leitað skjóls fyrir veðri og vindum. Þar sem fullnægjandi náttúrulegt skjól, svo sem skjólbelti, klettar eða hæðir, eru ekki fyrir hendi, skulu hross hafa aðgang að manngerðum skjólveggjum sem mynda skjól úr helstu áttum. Hver skjólveggur skal að lágmarki vera 2 metrar á hæð og svo langur að öll hross hjarðarinnar fái notið skjóls“. Grundvöllur framangreindrar reglugerðar eru lög nr. 55/2013, en markmið þeirra hljóðar svo: „Markmið laga þessara er að stuðla að velferð dýra, þ.e. að þau séu laus við vanlíðan, hungur og þorsta, ótta og þjáningu, sársauka, meiðsli og sjúkdóma, í ljósi þess að dýr eru skyni gæddar verur“. Þessi lög og ofannefnd regulgerð mynda þann ramma, sem bændum ber að fylgja í sínu hrossa- og dýrahaldi. Þeir, sem geta sagt við sjálfan sig: Ég reyndi eftir megni að fylgja þessum ramma, bæði í gegnum tíðina og nú, geta haft góða samvizku. Hinir ekki. Það eru um 75 þúsund hestar í landinu, en aðeins húsaskjól fyrir um fimmtung þeirra, 15 þúsund dýr. Þá má spyrja, hversu víða eru varnarveggir fyrir hin 60 þúsund greyin, sem vernda þau fyrir helztu vind- og veðuráttum, þegar veðurhamfarir geysa ? Má bara setja þau út á Guð og gaddinn? Ýmsir, sem eiga að bera ábyrgð á velferð dýra - hér útigangshrossa - bæði dýralæknar, starfsmenn og sérfræðingar MAST og líka þeir, sem eiga að vera í forystu í dýraverndarmálum, eins og formaður Dýraverndarsambands Íslands - sem virðist hafa hrokkið óvart eða viljandi úr því að vera dýraverndari í það að vera bændaverndari - eru að halda því fram, að íslenzki hesturinn séu svo illu vanur frá landnámstíð - útigangi í öllum veðrum, beljandi rigningar- eða slyddustormi, hörkufrosti ofan í það, ískaldri bleytu, sem blindar og smýgur inn í merg og bein, jökulkaldri klakabrynju á baki – að honum líki þjáningin vel. Sé orðinn vanur henni. Vilji þetta endilega. – Þessu fólki finnst þetta bara fínt og sjálfsagt að halda því áfram. Það er almennt vafasamt, að vitna í eitthvað, sem gerzt hefur frá landnámstíð - í meira en þúsund ár - og nánast með ólíkindum, að vel menntað, upplýst og siðmenntað fólki, skuli reyna að réttlæta ömurlegt dýraníð okkar tíma með því, að það hafi gerzt í þúsund ár. Hér skiptir auðvitað líka máli, að, annars vegar, var veðrátta mun mildari á landnámstíma, en nú er, og, hins vegar, var landið skógi vaxið „milli fjalls og fjöru“. Þessi skógur var 8 -12 m hár, þakti fjórðung landsins, að því talið er, og bættust runnar við. Auðvitað skapaði þessi skógur og gróður, auk mildari veðráttu, allt annað og betra lífsumhverfi fyrir útigangshrossin, en nú er, og er því út í hött, að nefna útihrossahald þá, í sama orðinu og útihrossahald nú. Það væri fróðlegt að heyra, hvað hrossahaldssérfræðingar og dýrsaftirlitsmenn MAST, útihrossabændur og formaður Dýraverndarsambands Íslands myndu segja, ef þeim væri gert, að dveljast næturlangt í útihrossahópi, í dæmigerðu íslenzku vetrarillviðri, þó undir tveimur eða þremur hrosshúðum væru!Höfundur er formaður Jarðarvina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dýr Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Það eru mörg dæmi um það, að meðferð útigangshrossa hefur verið misjöfn, eftir bændum, og oft aðfinnsluverð. Ekki veit ég, hversu oft ég hef heyrt og lesið um vanrækslu, vanhald og illa meðferð á þarfasta þjóninum í gegnum áratugina. Það er því ekki eins og að þetta vandamál sé að koma upp fyrst nú, í hamförunum á dögunum, þó að sumir reyni að rugla umræðuna og réttlæta langvarandi vanrækslu og vanhald útigangshrossa með því fárviðri, sem nú varð, og illviðráðanlegum afleiðingum þess; um 100 dýr, líka folöld og trippi, fórust með kvalafullum hætti. Þó að ill meðferð sumra bænda á útigangshrossum sínum, síðustu ár og áratugi, sé það mál, sem mér liggur helzt á hjarta, breytir það ekki því, að ýmsir bændur hefðu sennilega geta varið og verndað sína hrossahjörð betur, en þeir gerðu, nú í fárviðrinu. Haustið 2014 undirritaði landbúnaðarráðherra reglugerð nr. 910/2014. Í henni segir m.a. í gr. 10: „Hross skulu hafa aðgang að fóðri a.m.k. tvisvar á sólarhring...“, og, „óheimilt er að hafa hross án vatns lengur en 6 klst. og án fóðurs lengur en 14 klst.“. Ennfremur: „Fóðrun skal hagað þannig að öll hross í hverjum hópi komist að fóðrinu samtímis“. Í sömu reglugerð, gr. 18, segir um „Útiganga“. „Hross sem ganga úti skulu geta leitað skjóls fyrir veðri og vindum. Þar sem fullnægjandi náttúrulegt skjól, svo sem skjólbelti, klettar eða hæðir, eru ekki fyrir hendi, skulu hross hafa aðgang að manngerðum skjólveggjum sem mynda skjól úr helstu áttum. Hver skjólveggur skal að lágmarki vera 2 metrar á hæð og svo langur að öll hross hjarðarinnar fái notið skjóls“. Grundvöllur framangreindrar reglugerðar eru lög nr. 55/2013, en markmið þeirra hljóðar svo: „Markmið laga þessara er að stuðla að velferð dýra, þ.e. að þau séu laus við vanlíðan, hungur og þorsta, ótta og þjáningu, sársauka, meiðsli og sjúkdóma, í ljósi þess að dýr eru skyni gæddar verur“. Þessi lög og ofannefnd regulgerð mynda þann ramma, sem bændum ber að fylgja í sínu hrossa- og dýrahaldi. Þeir, sem geta sagt við sjálfan sig: Ég reyndi eftir megni að fylgja þessum ramma, bæði í gegnum tíðina og nú, geta haft góða samvizku. Hinir ekki. Það eru um 75 þúsund hestar í landinu, en aðeins húsaskjól fyrir um fimmtung þeirra, 15 þúsund dýr. Þá má spyrja, hversu víða eru varnarveggir fyrir hin 60 þúsund greyin, sem vernda þau fyrir helztu vind- og veðuráttum, þegar veðurhamfarir geysa ? Má bara setja þau út á Guð og gaddinn? Ýmsir, sem eiga að bera ábyrgð á velferð dýra - hér útigangshrossa - bæði dýralæknar, starfsmenn og sérfræðingar MAST og líka þeir, sem eiga að vera í forystu í dýraverndarmálum, eins og formaður Dýraverndarsambands Íslands - sem virðist hafa hrokkið óvart eða viljandi úr því að vera dýraverndari í það að vera bændaverndari - eru að halda því fram, að íslenzki hesturinn séu svo illu vanur frá landnámstíð - útigangi í öllum veðrum, beljandi rigningar- eða slyddustormi, hörkufrosti ofan í það, ískaldri bleytu, sem blindar og smýgur inn í merg og bein, jökulkaldri klakabrynju á baki – að honum líki þjáningin vel. Sé orðinn vanur henni. Vilji þetta endilega. – Þessu fólki finnst þetta bara fínt og sjálfsagt að halda því áfram. Það er almennt vafasamt, að vitna í eitthvað, sem gerzt hefur frá landnámstíð - í meira en þúsund ár - og nánast með ólíkindum, að vel menntað, upplýst og siðmenntað fólki, skuli reyna að réttlæta ömurlegt dýraníð okkar tíma með því, að það hafi gerzt í þúsund ár. Hér skiptir auðvitað líka máli, að, annars vegar, var veðrátta mun mildari á landnámstíma, en nú er, og, hins vegar, var landið skógi vaxið „milli fjalls og fjöru“. Þessi skógur var 8 -12 m hár, þakti fjórðung landsins, að því talið er, og bættust runnar við. Auðvitað skapaði þessi skógur og gróður, auk mildari veðráttu, allt annað og betra lífsumhverfi fyrir útigangshrossin, en nú er, og er því út í hött, að nefna útihrossahald þá, í sama orðinu og útihrossahald nú. Það væri fróðlegt að heyra, hvað hrossahaldssérfræðingar og dýrsaftirlitsmenn MAST, útihrossabændur og formaður Dýraverndarsambands Íslands myndu segja, ef þeim væri gert, að dveljast næturlangt í útihrossahópi, í dæmigerðu íslenzku vetrarillviðri, þó undir tveimur eða þremur hrosshúðum væru!Höfundur er formaður Jarðarvina.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun