Bábiljan um íslenzka hestinn Ole Anton Bieltvedt skrifar 23. desember 2019 13:00 Það eru mörg dæmi um það, að meðferð útigangshrossa hefur verið misjöfn, eftir bændum, og oft aðfinnsluverð. Ekki veit ég, hversu oft ég hef heyrt og lesið um vanrækslu, vanhald og illa meðferð á þarfasta þjóninum í gegnum áratugina. Það er því ekki eins og að þetta vandamál sé að koma upp fyrst nú, í hamförunum á dögunum, þó að sumir reyni að rugla umræðuna og réttlæta langvarandi vanrækslu og vanhald útigangshrossa með því fárviðri, sem nú varð, og illviðráðanlegum afleiðingum þess; um 100 dýr, líka folöld og trippi, fórust með kvalafullum hætti. Þó að ill meðferð sumra bænda á útigangshrossum sínum, síðustu ár og áratugi, sé það mál, sem mér liggur helzt á hjarta, breytir það ekki því, að ýmsir bændur hefðu sennilega geta varið og verndað sína hrossahjörð betur, en þeir gerðu, nú í fárviðrinu. Haustið 2014 undirritaði landbúnaðarráðherra reglugerð nr. 910/2014. Í henni segir m.a. í gr. 10: „Hross skulu hafa aðgang að fóðri a.m.k. tvisvar á sólarhring...“, og, „óheimilt er að hafa hross án vatns lengur en 6 klst. og án fóðurs lengur en 14 klst.“. Ennfremur: „Fóðrun skal hagað þannig að öll hross í hverjum hópi komist að fóðrinu samtímis“. Í sömu reglugerð, gr. 18, segir um „Útiganga“. „Hross sem ganga úti skulu geta leitað skjóls fyrir veðri og vindum. Þar sem fullnægjandi náttúrulegt skjól, svo sem skjólbelti, klettar eða hæðir, eru ekki fyrir hendi, skulu hross hafa aðgang að manngerðum skjólveggjum sem mynda skjól úr helstu áttum. Hver skjólveggur skal að lágmarki vera 2 metrar á hæð og svo langur að öll hross hjarðarinnar fái notið skjóls“. Grundvöllur framangreindrar reglugerðar eru lög nr. 55/2013, en markmið þeirra hljóðar svo: „Markmið laga þessara er að stuðla að velferð dýra, þ.e. að þau séu laus við vanlíðan, hungur og þorsta, ótta og þjáningu, sársauka, meiðsli og sjúkdóma, í ljósi þess að dýr eru skyni gæddar verur“. Þessi lög og ofannefnd regulgerð mynda þann ramma, sem bændum ber að fylgja í sínu hrossa- og dýrahaldi. Þeir, sem geta sagt við sjálfan sig: Ég reyndi eftir megni að fylgja þessum ramma, bæði í gegnum tíðina og nú, geta haft góða samvizku. Hinir ekki. Það eru um 75 þúsund hestar í landinu, en aðeins húsaskjól fyrir um fimmtung þeirra, 15 þúsund dýr. Þá má spyrja, hversu víða eru varnarveggir fyrir hin 60 þúsund greyin, sem vernda þau fyrir helztu vind- og veðuráttum, þegar veðurhamfarir geysa ? Má bara setja þau út á Guð og gaddinn? Ýmsir, sem eiga að bera ábyrgð á velferð dýra - hér útigangshrossa - bæði dýralæknar, starfsmenn og sérfræðingar MAST og líka þeir, sem eiga að vera í forystu í dýraverndarmálum, eins og formaður Dýraverndarsambands Íslands - sem virðist hafa hrokkið óvart eða viljandi úr því að vera dýraverndari í það að vera bændaverndari - eru að halda því fram, að íslenzki hesturinn séu svo illu vanur frá landnámstíð - útigangi í öllum veðrum, beljandi rigningar- eða slyddustormi, hörkufrosti ofan í það, ískaldri bleytu, sem blindar og smýgur inn í merg og bein, jökulkaldri klakabrynju á baki – að honum líki þjáningin vel. Sé orðinn vanur henni. Vilji þetta endilega. – Þessu fólki finnst þetta bara fínt og sjálfsagt að halda því áfram. Það er almennt vafasamt, að vitna í eitthvað, sem gerzt hefur frá landnámstíð - í meira en þúsund ár - og nánast með ólíkindum, að vel menntað, upplýst og siðmenntað fólki, skuli reyna að réttlæta ömurlegt dýraníð okkar tíma með því, að það hafi gerzt í þúsund ár. Hér skiptir auðvitað líka máli, að, annars vegar, var veðrátta mun mildari á landnámstíma, en nú er, og, hins vegar, var landið skógi vaxið „milli fjalls og fjöru“. Þessi skógur var 8 -12 m hár, þakti fjórðung landsins, að því talið er, og bættust runnar við. Auðvitað skapaði þessi skógur og gróður, auk mildari veðráttu, allt annað og betra lífsumhverfi fyrir útigangshrossin, en nú er, og er því út í hött, að nefna útihrossahald þá, í sama orðinu og útihrossahald nú. Það væri fróðlegt að heyra, hvað hrossahaldssérfræðingar og dýrsaftirlitsmenn MAST, útihrossabændur og formaður Dýraverndarsambands Íslands myndu segja, ef þeim væri gert, að dveljast næturlangt í útihrossahópi, í dæmigerðu íslenzku vetrarillviðri, þó undir tveimur eða þremur hrosshúðum væru!Höfundur er formaður Jarðarvina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dýr Ole Anton Bieltvedt Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Það eru mörg dæmi um það, að meðferð útigangshrossa hefur verið misjöfn, eftir bændum, og oft aðfinnsluverð. Ekki veit ég, hversu oft ég hef heyrt og lesið um vanrækslu, vanhald og illa meðferð á þarfasta þjóninum í gegnum áratugina. Það er því ekki eins og að þetta vandamál sé að koma upp fyrst nú, í hamförunum á dögunum, þó að sumir reyni að rugla umræðuna og réttlæta langvarandi vanrækslu og vanhald útigangshrossa með því fárviðri, sem nú varð, og illviðráðanlegum afleiðingum þess; um 100 dýr, líka folöld og trippi, fórust með kvalafullum hætti. Þó að ill meðferð sumra bænda á útigangshrossum sínum, síðustu ár og áratugi, sé það mál, sem mér liggur helzt á hjarta, breytir það ekki því, að ýmsir bændur hefðu sennilega geta varið og verndað sína hrossahjörð betur, en þeir gerðu, nú í fárviðrinu. Haustið 2014 undirritaði landbúnaðarráðherra reglugerð nr. 910/2014. Í henni segir m.a. í gr. 10: „Hross skulu hafa aðgang að fóðri a.m.k. tvisvar á sólarhring...“, og, „óheimilt er að hafa hross án vatns lengur en 6 klst. og án fóðurs lengur en 14 klst.“. Ennfremur: „Fóðrun skal hagað þannig að öll hross í hverjum hópi komist að fóðrinu samtímis“. Í sömu reglugerð, gr. 18, segir um „Útiganga“. „Hross sem ganga úti skulu geta leitað skjóls fyrir veðri og vindum. Þar sem fullnægjandi náttúrulegt skjól, svo sem skjólbelti, klettar eða hæðir, eru ekki fyrir hendi, skulu hross hafa aðgang að manngerðum skjólveggjum sem mynda skjól úr helstu áttum. Hver skjólveggur skal að lágmarki vera 2 metrar á hæð og svo langur að öll hross hjarðarinnar fái notið skjóls“. Grundvöllur framangreindrar reglugerðar eru lög nr. 55/2013, en markmið þeirra hljóðar svo: „Markmið laga þessara er að stuðla að velferð dýra, þ.e. að þau séu laus við vanlíðan, hungur og þorsta, ótta og þjáningu, sársauka, meiðsli og sjúkdóma, í ljósi þess að dýr eru skyni gæddar verur“. Þessi lög og ofannefnd regulgerð mynda þann ramma, sem bændum ber að fylgja í sínu hrossa- og dýrahaldi. Þeir, sem geta sagt við sjálfan sig: Ég reyndi eftir megni að fylgja þessum ramma, bæði í gegnum tíðina og nú, geta haft góða samvizku. Hinir ekki. Það eru um 75 þúsund hestar í landinu, en aðeins húsaskjól fyrir um fimmtung þeirra, 15 þúsund dýr. Þá má spyrja, hversu víða eru varnarveggir fyrir hin 60 þúsund greyin, sem vernda þau fyrir helztu vind- og veðuráttum, þegar veðurhamfarir geysa ? Má bara setja þau út á Guð og gaddinn? Ýmsir, sem eiga að bera ábyrgð á velferð dýra - hér útigangshrossa - bæði dýralæknar, starfsmenn og sérfræðingar MAST og líka þeir, sem eiga að vera í forystu í dýraverndarmálum, eins og formaður Dýraverndarsambands Íslands - sem virðist hafa hrokkið óvart eða viljandi úr því að vera dýraverndari í það að vera bændaverndari - eru að halda því fram, að íslenzki hesturinn séu svo illu vanur frá landnámstíð - útigangi í öllum veðrum, beljandi rigningar- eða slyddustormi, hörkufrosti ofan í það, ískaldri bleytu, sem blindar og smýgur inn í merg og bein, jökulkaldri klakabrynju á baki – að honum líki þjáningin vel. Sé orðinn vanur henni. Vilji þetta endilega. – Þessu fólki finnst þetta bara fínt og sjálfsagt að halda því áfram. Það er almennt vafasamt, að vitna í eitthvað, sem gerzt hefur frá landnámstíð - í meira en þúsund ár - og nánast með ólíkindum, að vel menntað, upplýst og siðmenntað fólki, skuli reyna að réttlæta ömurlegt dýraníð okkar tíma með því, að það hafi gerzt í þúsund ár. Hér skiptir auðvitað líka máli, að, annars vegar, var veðrátta mun mildari á landnámstíma, en nú er, og, hins vegar, var landið skógi vaxið „milli fjalls og fjöru“. Þessi skógur var 8 -12 m hár, þakti fjórðung landsins, að því talið er, og bættust runnar við. Auðvitað skapaði þessi skógur og gróður, auk mildari veðráttu, allt annað og betra lífsumhverfi fyrir útigangshrossin, en nú er, og er því út í hött, að nefna útihrossahald þá, í sama orðinu og útihrossahald nú. Það væri fróðlegt að heyra, hvað hrossahaldssérfræðingar og dýrsaftirlitsmenn MAST, útihrossabændur og formaður Dýraverndarsambands Íslands myndu segja, ef þeim væri gert, að dveljast næturlangt í útihrossahópi, í dæmigerðu íslenzku vetrarillviðri, þó undir tveimur eða þremur hrosshúðum væru!Höfundur er formaður Jarðarvina.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun