Biskup þakkaði björgunarsveitunum Sylvía Hall skrifar 25. desember 2019 12:27 Agnes M. Sigurðardóttir biskup predikaði í Dómkirkjunni í dag. Vísir Agnes M. Sigurðardóttir biskup fór yfir víðan völl í predikun sinni í Dómkirkjunni í morgun. Hún sagði samheldni og samhjálp ríkja hér á landi og þakkaði sérstaklega sjálfboðaliðum björgunarsveita ásamt vinnuveitendum þeirra sem leyfa þeim að sinna störfum sínum. Þá þakkaði biskup einnig starfsfólki RARIK og Landsvirkjunar fyrir störf þeirra við það að hreinsa línur og koma rafmagni aftur á í kjölfar óveðursins sem gekk yfir landið fyrr í mánuðinum. Sagðist hún skilja vel þá áskorun að búa við rafmagnsleysi, komandi frá Vestfjörðum. Hún sagði þó mannfólkið ekki vera eitt um það að fá að vita af vondum veðrum, snjókomu og hríð. Skepnur fyndu einnig fyrir veðurfarinu og gætu sér enga björg veitt. Bændur norðan heiða væru ekki öfundsverðir af því að hafa þurft að bjarga þeim frá kulda og jafnvel dauða. Agnes sagði þá samhjálp og samheldni sem ríkir hér á landi vera í samræmi við þann boðskap sem Jesú boðaði í lífi og starfi. Kærleiksboðskapur hans væri ofar hefðum og reglum þegar fólk væri hjálparþurfi. Hann hafi einnig staðið með þeim sem samfélagið hafnaði og unnið gegn fordómum. Þá sagði hún jólin boða von og hugrekki til þess að bæta það sem bæta þarf. Þau vandamál sem heimsbyggðin væri að glíma við væru ekki ný af nálinni fyrir utan hlýnun jarðar. Í dag hefðum við fjölbreyttari aðferðir og tæki til þess að bæta það sem bæta þarf. Að lokum vakti hún athygli á því að hælisleitendur fluttu bænir í helgistund á jólanótt Ríkisútvarpsins. Þó það gæti hafa komið einhverjum á óvart að heyra bænir á erlendu tungumáli á „helgasta tíma þjóðarinnar“ eins og hún komst að orði, þá væri það hlutverk kirkjunnar að opna faðminn og þjóna öllum af kærleika, mannúð og mildi. Björgunarsveitir Jól Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Agnes M. Sigurðardóttir biskup fór yfir víðan völl í predikun sinni í Dómkirkjunni í morgun. Hún sagði samheldni og samhjálp ríkja hér á landi og þakkaði sérstaklega sjálfboðaliðum björgunarsveita ásamt vinnuveitendum þeirra sem leyfa þeim að sinna störfum sínum. Þá þakkaði biskup einnig starfsfólki RARIK og Landsvirkjunar fyrir störf þeirra við það að hreinsa línur og koma rafmagni aftur á í kjölfar óveðursins sem gekk yfir landið fyrr í mánuðinum. Sagðist hún skilja vel þá áskorun að búa við rafmagnsleysi, komandi frá Vestfjörðum. Hún sagði þó mannfólkið ekki vera eitt um það að fá að vita af vondum veðrum, snjókomu og hríð. Skepnur fyndu einnig fyrir veðurfarinu og gætu sér enga björg veitt. Bændur norðan heiða væru ekki öfundsverðir af því að hafa þurft að bjarga þeim frá kulda og jafnvel dauða. Agnes sagði þá samhjálp og samheldni sem ríkir hér á landi vera í samræmi við þann boðskap sem Jesú boðaði í lífi og starfi. Kærleiksboðskapur hans væri ofar hefðum og reglum þegar fólk væri hjálparþurfi. Hann hafi einnig staðið með þeim sem samfélagið hafnaði og unnið gegn fordómum. Þá sagði hún jólin boða von og hugrekki til þess að bæta það sem bæta þarf. Þau vandamál sem heimsbyggðin væri að glíma við væru ekki ný af nálinni fyrir utan hlýnun jarðar. Í dag hefðum við fjölbreyttari aðferðir og tæki til þess að bæta það sem bæta þarf. Að lokum vakti hún athygli á því að hælisleitendur fluttu bænir í helgistund á jólanótt Ríkisútvarpsins. Þó það gæti hafa komið einhverjum á óvart að heyra bænir á erlendu tungumáli á „helgasta tíma þjóðarinnar“ eins og hún komst að orði, þá væri það hlutverk kirkjunnar að opna faðminn og þjóna öllum af kærleika, mannúð og mildi.
Björgunarsveitir Jól Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira