Æ algengara að Íslendingar fari út að borða á jólunum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. desember 2019 17:00 Þótt erlendir ferðamenn séu flestir meðal gesta hótela og veitingahúsa á jólunum hefur nokkuð færst í aukana að Íslendingar fari út að borða á jólunum. Vísir/Vilhelm Veruleg breyting hefur orðið á undanförnum árum hvað varðar opnunartíma gisti- og veitingahúsa. Formaður fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu segir töluvert minna um bókanir í desembermánuði í ár en í fyrra. Þá hafi færst í aukana að Íslendingar fari út að borða á jólunum. Kristofer Oliversson, formaður fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu, segir að heldur rólegra hafi verið yfir í ár en í fyrra í hótelgeiranum. „Desember í heild er lakari en í fyrra, þónokkuð lakari, en bókanir yfir jól og áramót eru þokkalegar en það eru ennþá laus herbergi yfir jólin held ég og eitthvað laust yfir áramótin ansi víða,“ segir Kristófer sem jafnframt rekur hótelkeðjuna Center Hotels. Þetta eigi fyrst og fremst um höfuðborgarsvæðið, almennt sé minna um bókanir á landsbyggðinni. Hann segir opnunartíma gistihúsa og veitingastaða jafnframt hafa breyst nokkuð undanfarin ár. Kristófer Oliversson, formaður Fyrirtækja í hótel og gistiþjónustu.vísir/eyþór „Það eru ekkert mörg ár síðan allt var hreinlega lokað og við lokuðum yfir jólin. Svo hefur þetta smám saman verið að aukast sem er mjög gott. Hjálpar okkur svolítið að áður fyrr voru eingöngu Íslendingar að vinna á hótelunum, núna erum við með erlent starfsfólk sem er kannski ekki eins viðkvæmt fyrir því að vinna um jólin,“ segir Kristófer. Hann kveðst þó skynja nokkuð þyngra hljóð meðal kollega sinna hvað varðar launakostnað. „Menn hafa svolítið áhyggjur af því núna heyri ég að það er erfiðara, því nú hefur kaup hækkað svo mikið að það er erfiðara að halda veitingastöðum opnum en það var áður en það er samt verulega mikið opið, ég held að það sé ekki mikil breyting frá því í fyrra,“ segir Kristófer. Þótt erlendir ferðamenn séu lunginn af gestunum sé nokkuð um Íslendinga einnig. „Svo hefur farið svolítið vaxandi að Íslendingar fari út að fá sér að borða um jólin. Sérstaklega þegar fólk hefur vanist á þetta erlendis. Fólk er að átta sig á þessu hvað þetta getur í raun og veru jafnvel verið ódýrara þegar allt er tekið. Þó það sé dýrt að fara út að borða á þessum tíma þá er líka dýrt að hafa til jólamat fyrir tvo,“ segir Kristófer. Áramót Ferðamennska á Íslandi Jól Veitingastaðir Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
Veruleg breyting hefur orðið á undanförnum árum hvað varðar opnunartíma gisti- og veitingahúsa. Formaður fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu segir töluvert minna um bókanir í desembermánuði í ár en í fyrra. Þá hafi færst í aukana að Íslendingar fari út að borða á jólunum. Kristofer Oliversson, formaður fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu, segir að heldur rólegra hafi verið yfir í ár en í fyrra í hótelgeiranum. „Desember í heild er lakari en í fyrra, þónokkuð lakari, en bókanir yfir jól og áramót eru þokkalegar en það eru ennþá laus herbergi yfir jólin held ég og eitthvað laust yfir áramótin ansi víða,“ segir Kristófer sem jafnframt rekur hótelkeðjuna Center Hotels. Þetta eigi fyrst og fremst um höfuðborgarsvæðið, almennt sé minna um bókanir á landsbyggðinni. Hann segir opnunartíma gistihúsa og veitingastaða jafnframt hafa breyst nokkuð undanfarin ár. Kristófer Oliversson, formaður Fyrirtækja í hótel og gistiþjónustu.vísir/eyþór „Það eru ekkert mörg ár síðan allt var hreinlega lokað og við lokuðum yfir jólin. Svo hefur þetta smám saman verið að aukast sem er mjög gott. Hjálpar okkur svolítið að áður fyrr voru eingöngu Íslendingar að vinna á hótelunum, núna erum við með erlent starfsfólk sem er kannski ekki eins viðkvæmt fyrir því að vinna um jólin,“ segir Kristófer. Hann kveðst þó skynja nokkuð þyngra hljóð meðal kollega sinna hvað varðar launakostnað. „Menn hafa svolítið áhyggjur af því núna heyri ég að það er erfiðara, því nú hefur kaup hækkað svo mikið að það er erfiðara að halda veitingastöðum opnum en það var áður en það er samt verulega mikið opið, ég held að það sé ekki mikil breyting frá því í fyrra,“ segir Kristófer. Þótt erlendir ferðamenn séu lunginn af gestunum sé nokkuð um Íslendinga einnig. „Svo hefur farið svolítið vaxandi að Íslendingar fari út að fá sér að borða um jólin. Sérstaklega þegar fólk hefur vanist á þetta erlendis. Fólk er að átta sig á þessu hvað þetta getur í raun og veru jafnvel verið ódýrara þegar allt er tekið. Þó það sé dýrt að fara út að borða á þessum tíma þá er líka dýrt að hafa til jólamat fyrir tvo,“ segir Kristófer.
Áramót Ferðamennska á Íslandi Jól Veitingastaðir Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira