Æ algengara að Íslendingar fari út að borða á jólunum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. desember 2019 17:00 Þótt erlendir ferðamenn séu flestir meðal gesta hótela og veitingahúsa á jólunum hefur nokkuð færst í aukana að Íslendingar fari út að borða á jólunum. Vísir/Vilhelm Veruleg breyting hefur orðið á undanförnum árum hvað varðar opnunartíma gisti- og veitingahúsa. Formaður fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu segir töluvert minna um bókanir í desembermánuði í ár en í fyrra. Þá hafi færst í aukana að Íslendingar fari út að borða á jólunum. Kristofer Oliversson, formaður fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu, segir að heldur rólegra hafi verið yfir í ár en í fyrra í hótelgeiranum. „Desember í heild er lakari en í fyrra, þónokkuð lakari, en bókanir yfir jól og áramót eru þokkalegar en það eru ennþá laus herbergi yfir jólin held ég og eitthvað laust yfir áramótin ansi víða,“ segir Kristófer sem jafnframt rekur hótelkeðjuna Center Hotels. Þetta eigi fyrst og fremst um höfuðborgarsvæðið, almennt sé minna um bókanir á landsbyggðinni. Hann segir opnunartíma gistihúsa og veitingastaða jafnframt hafa breyst nokkuð undanfarin ár. Kristófer Oliversson, formaður Fyrirtækja í hótel og gistiþjónustu.vísir/eyþór „Það eru ekkert mörg ár síðan allt var hreinlega lokað og við lokuðum yfir jólin. Svo hefur þetta smám saman verið að aukast sem er mjög gott. Hjálpar okkur svolítið að áður fyrr voru eingöngu Íslendingar að vinna á hótelunum, núna erum við með erlent starfsfólk sem er kannski ekki eins viðkvæmt fyrir því að vinna um jólin,“ segir Kristófer. Hann kveðst þó skynja nokkuð þyngra hljóð meðal kollega sinna hvað varðar launakostnað. „Menn hafa svolítið áhyggjur af því núna heyri ég að það er erfiðara, því nú hefur kaup hækkað svo mikið að það er erfiðara að halda veitingastöðum opnum en það var áður en það er samt verulega mikið opið, ég held að það sé ekki mikil breyting frá því í fyrra,“ segir Kristófer. Þótt erlendir ferðamenn séu lunginn af gestunum sé nokkuð um Íslendinga einnig. „Svo hefur farið svolítið vaxandi að Íslendingar fari út að fá sér að borða um jólin. Sérstaklega þegar fólk hefur vanist á þetta erlendis. Fólk er að átta sig á þessu hvað þetta getur í raun og veru jafnvel verið ódýrara þegar allt er tekið. Þó það sé dýrt að fara út að borða á þessum tíma þá er líka dýrt að hafa til jólamat fyrir tvo,“ segir Kristófer. Áramót Ferðamennska á Íslandi Jól Veitingastaðir Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Sjá meira
Veruleg breyting hefur orðið á undanförnum árum hvað varðar opnunartíma gisti- og veitingahúsa. Formaður fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu segir töluvert minna um bókanir í desembermánuði í ár en í fyrra. Þá hafi færst í aukana að Íslendingar fari út að borða á jólunum. Kristofer Oliversson, formaður fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu, segir að heldur rólegra hafi verið yfir í ár en í fyrra í hótelgeiranum. „Desember í heild er lakari en í fyrra, þónokkuð lakari, en bókanir yfir jól og áramót eru þokkalegar en það eru ennþá laus herbergi yfir jólin held ég og eitthvað laust yfir áramótin ansi víða,“ segir Kristófer sem jafnframt rekur hótelkeðjuna Center Hotels. Þetta eigi fyrst og fremst um höfuðborgarsvæðið, almennt sé minna um bókanir á landsbyggðinni. Hann segir opnunartíma gistihúsa og veitingastaða jafnframt hafa breyst nokkuð undanfarin ár. Kristófer Oliversson, formaður Fyrirtækja í hótel og gistiþjónustu.vísir/eyþór „Það eru ekkert mörg ár síðan allt var hreinlega lokað og við lokuðum yfir jólin. Svo hefur þetta smám saman verið að aukast sem er mjög gott. Hjálpar okkur svolítið að áður fyrr voru eingöngu Íslendingar að vinna á hótelunum, núna erum við með erlent starfsfólk sem er kannski ekki eins viðkvæmt fyrir því að vinna um jólin,“ segir Kristófer. Hann kveðst þó skynja nokkuð þyngra hljóð meðal kollega sinna hvað varðar launakostnað. „Menn hafa svolítið áhyggjur af því núna heyri ég að það er erfiðara, því nú hefur kaup hækkað svo mikið að það er erfiðara að halda veitingastöðum opnum en það var áður en það er samt verulega mikið opið, ég held að það sé ekki mikil breyting frá því í fyrra,“ segir Kristófer. Þótt erlendir ferðamenn séu lunginn af gestunum sé nokkuð um Íslendinga einnig. „Svo hefur farið svolítið vaxandi að Íslendingar fari út að fá sér að borða um jólin. Sérstaklega þegar fólk hefur vanist á þetta erlendis. Fólk er að átta sig á þessu hvað þetta getur í raun og veru jafnvel verið ódýrara þegar allt er tekið. Þó það sé dýrt að fara út að borða á þessum tíma þá er líka dýrt að hafa til jólamat fyrir tvo,“ segir Kristófer.
Áramót Ferðamennska á Íslandi Jól Veitingastaðir Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Sjá meira