Rússneskum stjórnarandstæðingi rænt af hernum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. desember 2019 10:25 Shaveddinov (f.m.) með Navalny (t.v.). instagram Leiðtogi rússnesku stjórnarandstöðunnar, Alexei Navalny, hefur gagnrýnt rússnesk yfirvöld harðlega vegna fangelsunar eins samflokksmanns hans í herstöð við norðurhafsstrendur í Rússlandi. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Ruslan Shaveddinov var handtekinn á heimili sínu í Moskvu á mánudag og flogið var með hann rúma tvö þúsund kílómetra norður á Novaya Zemlya eyjaklasann. Navalny, sem var fangelsaður í sumar fyrir að hafa hvatt til mótmæla, sakaði yfirvöld um að hafa rænt aðgerðasinnanum sem hann segir að hafi verið undanþeginn herþjónustu. Talsmaður hersins hefur hins vegar sakað Shaveddinov um að hafa svikist undan herþjónustu.Sjá einnig: Navalny sleppt úr haldiTólf mánaða herþjónusta er skyldug fyrir alla rússneska menn á aldrinum 18 til 27 ára en undanþágur eru veittar meðal annars vegna heilsu. Shaveddinov hefur unnið sem verkefnisstjóri hjá samtökum sem vinna gegn spillingu (FBK) sem Navalny stofnaði undanfarin misseri. Segir Shaveddinov hafa svikist undan herþjónustu Á mánudaginn var áfrýjun Shaveddinov um að sleppa undan herþjónustu vegna heilsu neitað hjá dómstólum í Moskvu. Sama kvöld var hann handtekinn í íbúð sinni og sími hans aftengdur samkvæmt rússneskum fjölmiðlum. Hvarf hans var tilkynnt af FBK. Samkvæmt Navalny fékk Shaveddinov lánaðan síma á miðvikudag og segir Navalny að hann hafi hringt í sig og sagt að honum væri haldið í herstöð 33. herdeildar flughersins sem er staðsett í Rogachovo á Novaya Zemlya. Þá hafi hann sagt að hann væri undir stöðugu eftirliti og að honum fylgdi hermaður hvert sem hann færi, þar á meðal á salernið. Sími Shaveddinov var tekinn af honum þrátt fyrir að hermenn mættu vera með síma svo lengi sem þeir væru ekki nettengdir. Þá væri Shaveddinov frjáls ferða sinna innan herstöðvarinnar en að 27 gráðu frost væri þar. Samkvæmt Navalny vinna lögmenn nú að því að frýja hann undan hernaðarskildu og segir Navalny að honum hafi verið rænt og honum sé haldið ólöglega. Þá sé Shaveddinov með sjúkdóm sem undanskilji hann frá herþjónustu. Maxim Loktev, herofursti í Moskvu, sagði í samtali við rússnesku fréttastofuna Itar-Tass að aðgerðasinninn hafi lengi vel svikist undan herþjónustu og hafi verið sóttur til þjónustu löglega. Þá bætti hann við að staðsetning hans hafi verið ákveðin í samræmi við læknisgreiningu. Fjölmiðlafulltrúi helsta stjórnarandstöðuleiðtogans Auk þess að vera verkefnisstjóri sér Shaveddinov um YouTube síðu Navalny. Hann starfaði einnig sem fjölmiðlafulltrúi fyrir Navalny þegar hann reyndi að bjóða sig fram til forseta í fyrra þegar Vladimir Putin var endurkjörinn. Navalny, einn helsti stjórnarandstöðuleiðtogi Rússlands hefur í meira en áratug unnið gegn spillingu í Rússlandi og er einn helsti gagnrýnandi stjórnar Putin. Rússland Tengdar fréttir Navalní segir að eitrað hafi verið fyrir sér í fangelsinu Lögmaður stjórnarandstöðuleiðtogans hefur sent inn formlegra kvörtun til yfirvalda. 1. ágúst 2019 16:36 Navalny sleppt úr haldi Rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny hefur verið sleppt úr haldi en hann hefur setið inni í þrjátíu daga eftir að hafa hvatt til mótmæla til þess að krefjast kosninga í Rússlandi. 23. ágúst 2019 10:32 Stjórnarflokkur Putin missir þrettán sæti í borgarstjórnarkosningum í Moskvu Stjórnarflokkur Rússlands, flokkurinn Sameinað Rússland, beið mikinn ósigur í kosningum til borgarstjórnar Moskvu sem fóru fram á sunnudag. 9. september 2019 18:09 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira
Leiðtogi rússnesku stjórnarandstöðunnar, Alexei Navalny, hefur gagnrýnt rússnesk yfirvöld harðlega vegna fangelsunar eins samflokksmanns hans í herstöð við norðurhafsstrendur í Rússlandi. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Ruslan Shaveddinov var handtekinn á heimili sínu í Moskvu á mánudag og flogið var með hann rúma tvö þúsund kílómetra norður á Novaya Zemlya eyjaklasann. Navalny, sem var fangelsaður í sumar fyrir að hafa hvatt til mótmæla, sakaði yfirvöld um að hafa rænt aðgerðasinnanum sem hann segir að hafi verið undanþeginn herþjónustu. Talsmaður hersins hefur hins vegar sakað Shaveddinov um að hafa svikist undan herþjónustu.Sjá einnig: Navalny sleppt úr haldiTólf mánaða herþjónusta er skyldug fyrir alla rússneska menn á aldrinum 18 til 27 ára en undanþágur eru veittar meðal annars vegna heilsu. Shaveddinov hefur unnið sem verkefnisstjóri hjá samtökum sem vinna gegn spillingu (FBK) sem Navalny stofnaði undanfarin misseri. Segir Shaveddinov hafa svikist undan herþjónustu Á mánudaginn var áfrýjun Shaveddinov um að sleppa undan herþjónustu vegna heilsu neitað hjá dómstólum í Moskvu. Sama kvöld var hann handtekinn í íbúð sinni og sími hans aftengdur samkvæmt rússneskum fjölmiðlum. Hvarf hans var tilkynnt af FBK. Samkvæmt Navalny fékk Shaveddinov lánaðan síma á miðvikudag og segir Navalny að hann hafi hringt í sig og sagt að honum væri haldið í herstöð 33. herdeildar flughersins sem er staðsett í Rogachovo á Novaya Zemlya. Þá hafi hann sagt að hann væri undir stöðugu eftirliti og að honum fylgdi hermaður hvert sem hann færi, þar á meðal á salernið. Sími Shaveddinov var tekinn af honum þrátt fyrir að hermenn mættu vera með síma svo lengi sem þeir væru ekki nettengdir. Þá væri Shaveddinov frjáls ferða sinna innan herstöðvarinnar en að 27 gráðu frost væri þar. Samkvæmt Navalny vinna lögmenn nú að því að frýja hann undan hernaðarskildu og segir Navalny að honum hafi verið rænt og honum sé haldið ólöglega. Þá sé Shaveddinov með sjúkdóm sem undanskilji hann frá herþjónustu. Maxim Loktev, herofursti í Moskvu, sagði í samtali við rússnesku fréttastofuna Itar-Tass að aðgerðasinninn hafi lengi vel svikist undan herþjónustu og hafi verið sóttur til þjónustu löglega. Þá bætti hann við að staðsetning hans hafi verið ákveðin í samræmi við læknisgreiningu. Fjölmiðlafulltrúi helsta stjórnarandstöðuleiðtogans Auk þess að vera verkefnisstjóri sér Shaveddinov um YouTube síðu Navalny. Hann starfaði einnig sem fjölmiðlafulltrúi fyrir Navalny þegar hann reyndi að bjóða sig fram til forseta í fyrra þegar Vladimir Putin var endurkjörinn. Navalny, einn helsti stjórnarandstöðuleiðtogi Rússlands hefur í meira en áratug unnið gegn spillingu í Rússlandi og er einn helsti gagnrýnandi stjórnar Putin.
Rússland Tengdar fréttir Navalní segir að eitrað hafi verið fyrir sér í fangelsinu Lögmaður stjórnarandstöðuleiðtogans hefur sent inn formlegra kvörtun til yfirvalda. 1. ágúst 2019 16:36 Navalny sleppt úr haldi Rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny hefur verið sleppt úr haldi en hann hefur setið inni í þrjátíu daga eftir að hafa hvatt til mótmæla til þess að krefjast kosninga í Rússlandi. 23. ágúst 2019 10:32 Stjórnarflokkur Putin missir þrettán sæti í borgarstjórnarkosningum í Moskvu Stjórnarflokkur Rússlands, flokkurinn Sameinað Rússland, beið mikinn ósigur í kosningum til borgarstjórnar Moskvu sem fóru fram á sunnudag. 9. september 2019 18:09 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira
Navalní segir að eitrað hafi verið fyrir sér í fangelsinu Lögmaður stjórnarandstöðuleiðtogans hefur sent inn formlegra kvörtun til yfirvalda. 1. ágúst 2019 16:36
Navalny sleppt úr haldi Rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny hefur verið sleppt úr haldi en hann hefur setið inni í þrjátíu daga eftir að hafa hvatt til mótmæla til þess að krefjast kosninga í Rússlandi. 23. ágúst 2019 10:32
Stjórnarflokkur Putin missir þrettán sæti í borgarstjórnarkosningum í Moskvu Stjórnarflokkur Rússlands, flokkurinn Sameinað Rússland, beið mikinn ósigur í kosningum til borgarstjórnar Moskvu sem fóru fram á sunnudag. 9. september 2019 18:09