Alríkislögregla Rússlands leitar á skrifstofu Navalny Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. desember 2019 15:45 Húsleitin á skrifstofu Navalny var gerð í Moskvu í dag. epa/SERGEI ILNITSKY Rússnesk lögregluyfirvöld gerðu húsleit á skrifstofu Alexei Navalny, eins helsta leiðtoga stjórnarandstöðunnar þar í landi, í Moskvu í dag. Dyrnar að skrifstofunni voru brotnar niður til að lögreglan kæmist inn og Navalny var dreginn út með valdi áður en lögreglan lagði hald á raftæki skrifstofunnar. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Reuters. Húsleitin var gerð í skrifstofu samtaka sem Navalny stofnaði sem vinna gegn spillingu. Þá segja stuðningsmenn Navalny að hún hafi verið gerð vegna þess að hann hafi neitað að farga upptökum sem tengjast rannsókn samtakanna á spillingarásökunum gegn Dmitry Medvedev, forsætisráðherra Rússlands, og Alisher Usmanov, viðskiptajöfri. Sjá einnig: Ekki útilokað að eitrað hafi verið fyrir NavalnyAlríkislögregla Rússlands, sem framkvæmdi húsleitina, sagði í samtali við Reuters að verið væri að rannsaka hvort samtök Navalny, FBK, hefðu gerst sek um sakhæft athæfi. Þá hafi enginn verið tekinn höndum í húsleitinni. Viðskiptajöfurinn og milljarðamæringurinn Usmanov vann dómsmál gegn Navalny árið 2017 vegna spillingarmálsins og var Navalny skikkaður til að farga öllum myndbandsgögnum um málið innan tíu daga. Bæði Usmanov og Medvedev þverneituðu fyrir að nokkur fótur væri fyrir ásökununum. Sjá einnig: Navalny sleppt úr haldiNavalny sagði í dag að hann myndi ekki farga myndbandinu umrædda, sem hefur verið skoðað meira en 32 milljón sinnum á YouTube síðan það var birt í mars 2017. Í öryggismyndavélaupptöku frá húsleitinni sjást menn nota einhverskonar kraftmikla sög til að saga í gegn um framhurðina á skrifstofu FBK. Þá sáust mennirnir, sem sumir hverjir voru klæddir svörtum einkennisbúningum og með svartar lambhúshettur, leita á skrifstofunni áður en einn þeirra huldi öryggismyndavélina með límbandi. Í gær sakaði Navalny rússneska herinn um að hafa rænt samstarfsmanni sínum og neytt hann til að sinna herskyldu ólöglega á afskekktri herstöð við norðuríshafið. Rússland Tengdar fréttir Navalní segir að eitrað hafi verið fyrir sér í fangelsinu Lögmaður stjórnarandstöðuleiðtogans hefur sent inn formlegra kvörtun til yfirvalda. 1. ágúst 2019 16:36 Navalní verður ekki látinn laus fyrr vegna heilsubrests Lögmaður leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar færði rök fyrir því að klefinn í fangelsinu væri uppruni skyndilega veikinda Navalní um helgina. 30. júlí 2019 13:24 Stjórnarflokkur Putin missir þrettán sæti í borgarstjórnarkosningum í Moskvu Stjórnarflokkur Rússlands, flokkurinn Sameinað Rússland, beið mikinn ósigur í kosningum til borgarstjórnar Moskvu sem fóru fram á sunnudag. 9. september 2019 18:09 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Rússnesk lögregluyfirvöld gerðu húsleit á skrifstofu Alexei Navalny, eins helsta leiðtoga stjórnarandstöðunnar þar í landi, í Moskvu í dag. Dyrnar að skrifstofunni voru brotnar niður til að lögreglan kæmist inn og Navalny var dreginn út með valdi áður en lögreglan lagði hald á raftæki skrifstofunnar. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Reuters. Húsleitin var gerð í skrifstofu samtaka sem Navalny stofnaði sem vinna gegn spillingu. Þá segja stuðningsmenn Navalny að hún hafi verið gerð vegna þess að hann hafi neitað að farga upptökum sem tengjast rannsókn samtakanna á spillingarásökunum gegn Dmitry Medvedev, forsætisráðherra Rússlands, og Alisher Usmanov, viðskiptajöfri. Sjá einnig: Ekki útilokað að eitrað hafi verið fyrir NavalnyAlríkislögregla Rússlands, sem framkvæmdi húsleitina, sagði í samtali við Reuters að verið væri að rannsaka hvort samtök Navalny, FBK, hefðu gerst sek um sakhæft athæfi. Þá hafi enginn verið tekinn höndum í húsleitinni. Viðskiptajöfurinn og milljarðamæringurinn Usmanov vann dómsmál gegn Navalny árið 2017 vegna spillingarmálsins og var Navalny skikkaður til að farga öllum myndbandsgögnum um málið innan tíu daga. Bæði Usmanov og Medvedev þverneituðu fyrir að nokkur fótur væri fyrir ásökununum. Sjá einnig: Navalny sleppt úr haldiNavalny sagði í dag að hann myndi ekki farga myndbandinu umrædda, sem hefur verið skoðað meira en 32 milljón sinnum á YouTube síðan það var birt í mars 2017. Í öryggismyndavélaupptöku frá húsleitinni sjást menn nota einhverskonar kraftmikla sög til að saga í gegn um framhurðina á skrifstofu FBK. Þá sáust mennirnir, sem sumir hverjir voru klæddir svörtum einkennisbúningum og með svartar lambhúshettur, leita á skrifstofunni áður en einn þeirra huldi öryggismyndavélina með límbandi. Í gær sakaði Navalny rússneska herinn um að hafa rænt samstarfsmanni sínum og neytt hann til að sinna herskyldu ólöglega á afskekktri herstöð við norðuríshafið.
Rússland Tengdar fréttir Navalní segir að eitrað hafi verið fyrir sér í fangelsinu Lögmaður stjórnarandstöðuleiðtogans hefur sent inn formlegra kvörtun til yfirvalda. 1. ágúst 2019 16:36 Navalní verður ekki látinn laus fyrr vegna heilsubrests Lögmaður leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar færði rök fyrir því að klefinn í fangelsinu væri uppruni skyndilega veikinda Navalní um helgina. 30. júlí 2019 13:24 Stjórnarflokkur Putin missir þrettán sæti í borgarstjórnarkosningum í Moskvu Stjórnarflokkur Rússlands, flokkurinn Sameinað Rússland, beið mikinn ósigur í kosningum til borgarstjórnar Moskvu sem fóru fram á sunnudag. 9. september 2019 18:09 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Navalní segir að eitrað hafi verið fyrir sér í fangelsinu Lögmaður stjórnarandstöðuleiðtogans hefur sent inn formlegra kvörtun til yfirvalda. 1. ágúst 2019 16:36
Navalní verður ekki látinn laus fyrr vegna heilsubrests Lögmaður leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar færði rök fyrir því að klefinn í fangelsinu væri uppruni skyndilega veikinda Navalní um helgina. 30. júlí 2019 13:24
Stjórnarflokkur Putin missir þrettán sæti í borgarstjórnarkosningum í Moskvu Stjórnarflokkur Rússlands, flokkurinn Sameinað Rússland, beið mikinn ósigur í kosningum til borgarstjórnar Moskvu sem fóru fram á sunnudag. 9. september 2019 18:09