Ennþá vantar svæði fyrir tuttugu smáhýsi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 26. desember 2019 19:00 Heiða Björg Hilmisdóttir formaður velferðarráðs segir að verið sé að skoða nokkrar staðsetningar fyrir smáhýsi. Ekki er búið að finna stað fyrir tuttugu smáhýsi sem borgin hefur látið hanna fyrir fólk með sértækar þarfir. Heiða Björg Hilmisdóttir formaður velferðarráðs segir að verið sé að skoða nokkrar staðsetningar. Deiliskipulagsferli hafi tafið fyrir og þá hafi komið fram áhyggjur hjá íbúum. Tæplega sjötíu heimilislausir einstaklingar með miklar og flóknar þjónustuþarfir bíða eftir að komast að í smáhýsum sem borgin hefur sérstaklega látið hanna. Tvö slík eru á Granda og þá verða tuttugu hús sett upp en þau eru væntanleg til landsins á næstu dögum. „Það hefur ekki gengið eins vel og við vonuðum. Ferlið var aðeins flóknara en við töldum og við þurftum að fara í deiliskipulagsferli sem tekur langan tíma. Okkur finnst mikilvægt að gera þetta rólega og í sátt við íbúa og þá viljum við að öll helsta þjónusta sé í nágrenninu,“ segir Heiða. Deiliskipulag hefur verið auglýst á Héðinsgötu, Höfðabakka, Borgartúnsreit, Skógarhlíð og á Veðurstofuhæð. Heiða Björg segir að sumir hafi tekið hugmyndum um slíkt vel meðan aðrir hafi lýst yfir áhyggjum. „Við erum nú þegar með tugi íbúða fyrir fólk í þessum aðstæðum sem búa út um alla borg. Það er ekki ógn við friðhelgi eða öryggi okkar,“ segir Heiða. Hún segir að borgin líti til Árósa þar sem sambærilegt húsnæði sé og þar sé reynslan góð. „Reynslan af slíkum smáhýsum þar hefur verið góð. Sumum hentar betur að vera í litlum einingum og út af fyrir sig og við þurfum að virða það,“ segir Heiða. Félagsmál Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent Fleiri fréttir Tilnefnir nýjan þingflokksformann á morgun Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Sjá meira
Ekki er búið að finna stað fyrir tuttugu smáhýsi sem borgin hefur látið hanna fyrir fólk með sértækar þarfir. Heiða Björg Hilmisdóttir formaður velferðarráðs segir að verið sé að skoða nokkrar staðsetningar. Deiliskipulagsferli hafi tafið fyrir og þá hafi komið fram áhyggjur hjá íbúum. Tæplega sjötíu heimilislausir einstaklingar með miklar og flóknar þjónustuþarfir bíða eftir að komast að í smáhýsum sem borgin hefur sérstaklega látið hanna. Tvö slík eru á Granda og þá verða tuttugu hús sett upp en þau eru væntanleg til landsins á næstu dögum. „Það hefur ekki gengið eins vel og við vonuðum. Ferlið var aðeins flóknara en við töldum og við þurftum að fara í deiliskipulagsferli sem tekur langan tíma. Okkur finnst mikilvægt að gera þetta rólega og í sátt við íbúa og þá viljum við að öll helsta þjónusta sé í nágrenninu,“ segir Heiða. Deiliskipulag hefur verið auglýst á Héðinsgötu, Höfðabakka, Borgartúnsreit, Skógarhlíð og á Veðurstofuhæð. Heiða Björg segir að sumir hafi tekið hugmyndum um slíkt vel meðan aðrir hafi lýst yfir áhyggjum. „Við erum nú þegar með tugi íbúða fyrir fólk í þessum aðstæðum sem búa út um alla borg. Það er ekki ógn við friðhelgi eða öryggi okkar,“ segir Heiða. Hún segir að borgin líti til Árósa þar sem sambærilegt húsnæði sé og þar sé reynslan góð. „Reynslan af slíkum smáhýsum þar hefur verið góð. Sumum hentar betur að vera í litlum einingum og út af fyrir sig og við þurfum að virða það,“ segir Heiða.
Félagsmál Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent Fleiri fréttir Tilnefnir nýjan þingflokksformann á morgun Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Sjá meira