Lögmaður fórnarlamba Weinstein fær hærri greiðslu en fórnarlömbin Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. desember 2019 14:43 Weinstein á leið út úr dómshúsi í New York borg. getty/Scott Heins Lögmaður meintra fórnarlamba Harvey Weinstein gæti fengið allt að tíu sinnum hærri greiðslu en fórnarlömbin sjálf ef að umdeilt samkomulag um sáttagreiðslur verður samþykkt. Þetta kemur fram hjá fréttastofu Guardian. Í síðustu viku var greint frá því að þær rúmlega þrjátíu leikkonur og fyrrverandi samstarfskonur Weinstein munu deila með sér 25 milljónum Bandaríkjadala samkvæmt samningnum. Weinstein hefur ítrekað verið sakaður um að beita konur kynferðislegu ofbeldi og áreitni. Hann hefur neitað sök en gæti átt yfir sér lífstíðarfangelsi. Samningurinn hefur verið harðlega gagnrýndur bæði af lögmönnum og sumum kvennanna sem kærðu hann. Einhverjar þeirra íhuga það að afþakka samninginn en meira en tveggja ára vinna og samningagerð er að baki samningnum. Elizabeth Fegan, aðallögmaður kvennanna, gæti fengið allt að 25% heildargreiðslunnar ef samningurinn er samþykktur segja lögspekingar. Þá hafa þeir bent á að greiðslan til Fegan gæti verið allt að tíu sinnum hærri en til hvers og eins fórnarlambs, sérstaklega ef fleiri konur bætast í hóp kærenda og minnka þar með greiðslu sem hver og ein fær. Douglas Widgor, lögmaður tveggja kvennanna sem eru mótfallnar samkomulaginu, segir þetta eina ástæðuna fyrir því að hann hefur barist gegn þessu samkomulagi. Hann sagði að greiðsla Fegan gæti orðið töluvert hærri en tíu sinnum greiðsla til kvennanna. „Það lítur út fyrir að hún. Samningurinn sem lagður hefur verið til hljóðar upp á 47 milljónir dala, sem samsvarar rúmum 5,7 milljörðum íslenskra króna, og á meðal annars að borga niður skuldir fyrirtækis Weinstein. Af þessari upphæð myndu 6,2 milljónir dala, eða 755 milljónir króna, fara til átján kærenda sem kærðu í Bandaríkjunum, Kanada og Bretlandi. Um 18,5 milljónir dala, um 2,2 milljarðar króna, myndu fara í greiðslu til þeirra sem taka þátt í hópmálsókninni og er búist við að fleiri bætist við í hóp þeirra kærenda. John Clune lögmaður sem hefur verið ráðgjafi nokkurra kvennanna sem eru ósáttar með samningsskilyrðin, sagði að það væri alls ekki sanngjarnt að lögmaðurinn fengi meira en skjólstæðingar hans. Hollywood Bandaríkin Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir Weinstein nær samkomulagi við þær sem bera hann sökum Samkomulagið sagt 44 milljóna dollara virði. 24. maí 2019 13:56 Fjölmiðlar berjast fyrir því að réttarhöldin yfir Weinstein verði opin almenningi Associated Press og New York Times eru á meðal þeirra fjölmiðla sem berjast nú fyrir því að réttarhöldin yfir kvikmyndamógúlnum Harvey Weinstein verði opin almenningi. 26. apríl 2019 08:30 Hróp gerð að gagnrýnendum Weinstein á viðburði í New York Tveimur konum var vísað af viðburðinum og gestir bauluðu á aðra eftir að þær vöktu athygli á að Weinstein væri á meðal gesta. 25. október 2019 12:51 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Sjá meira
Lögmaður meintra fórnarlamba Harvey Weinstein gæti fengið allt að tíu sinnum hærri greiðslu en fórnarlömbin sjálf ef að umdeilt samkomulag um sáttagreiðslur verður samþykkt. Þetta kemur fram hjá fréttastofu Guardian. Í síðustu viku var greint frá því að þær rúmlega þrjátíu leikkonur og fyrrverandi samstarfskonur Weinstein munu deila með sér 25 milljónum Bandaríkjadala samkvæmt samningnum. Weinstein hefur ítrekað verið sakaður um að beita konur kynferðislegu ofbeldi og áreitni. Hann hefur neitað sök en gæti átt yfir sér lífstíðarfangelsi. Samningurinn hefur verið harðlega gagnrýndur bæði af lögmönnum og sumum kvennanna sem kærðu hann. Einhverjar þeirra íhuga það að afþakka samninginn en meira en tveggja ára vinna og samningagerð er að baki samningnum. Elizabeth Fegan, aðallögmaður kvennanna, gæti fengið allt að 25% heildargreiðslunnar ef samningurinn er samþykktur segja lögspekingar. Þá hafa þeir bent á að greiðslan til Fegan gæti verið allt að tíu sinnum hærri en til hvers og eins fórnarlambs, sérstaklega ef fleiri konur bætast í hóp kærenda og minnka þar með greiðslu sem hver og ein fær. Douglas Widgor, lögmaður tveggja kvennanna sem eru mótfallnar samkomulaginu, segir þetta eina ástæðuna fyrir því að hann hefur barist gegn þessu samkomulagi. Hann sagði að greiðsla Fegan gæti orðið töluvert hærri en tíu sinnum greiðsla til kvennanna. „Það lítur út fyrir að hún. Samningurinn sem lagður hefur verið til hljóðar upp á 47 milljónir dala, sem samsvarar rúmum 5,7 milljörðum íslenskra króna, og á meðal annars að borga niður skuldir fyrirtækis Weinstein. Af þessari upphæð myndu 6,2 milljónir dala, eða 755 milljónir króna, fara til átján kærenda sem kærðu í Bandaríkjunum, Kanada og Bretlandi. Um 18,5 milljónir dala, um 2,2 milljarðar króna, myndu fara í greiðslu til þeirra sem taka þátt í hópmálsókninni og er búist við að fleiri bætist við í hóp þeirra kærenda. John Clune lögmaður sem hefur verið ráðgjafi nokkurra kvennanna sem eru ósáttar með samningsskilyrðin, sagði að það væri alls ekki sanngjarnt að lögmaðurinn fengi meira en skjólstæðingar hans.
Hollywood Bandaríkin Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir Weinstein nær samkomulagi við þær sem bera hann sökum Samkomulagið sagt 44 milljóna dollara virði. 24. maí 2019 13:56 Fjölmiðlar berjast fyrir því að réttarhöldin yfir Weinstein verði opin almenningi Associated Press og New York Times eru á meðal þeirra fjölmiðla sem berjast nú fyrir því að réttarhöldin yfir kvikmyndamógúlnum Harvey Weinstein verði opin almenningi. 26. apríl 2019 08:30 Hróp gerð að gagnrýnendum Weinstein á viðburði í New York Tveimur konum var vísað af viðburðinum og gestir bauluðu á aðra eftir að þær vöktu athygli á að Weinstein væri á meðal gesta. 25. október 2019 12:51 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Sjá meira
Weinstein nær samkomulagi við þær sem bera hann sökum Samkomulagið sagt 44 milljóna dollara virði. 24. maí 2019 13:56
Fjölmiðlar berjast fyrir því að réttarhöldin yfir Weinstein verði opin almenningi Associated Press og New York Times eru á meðal þeirra fjölmiðla sem berjast nú fyrir því að réttarhöldin yfir kvikmyndamógúlnum Harvey Weinstein verði opin almenningi. 26. apríl 2019 08:30
Hróp gerð að gagnrýnendum Weinstein á viðburði í New York Tveimur konum var vísað af viðburðinum og gestir bauluðu á aðra eftir að þær vöktu athygli á að Weinstein væri á meðal gesta. 25. október 2019 12:51