Dómsmálaráðherra tjáir sig ekki um mál lektors Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. desember 2019 18:45 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra kemur ekki til með að tjá sig um rannsókn lögreglu eða gagnrýni á starfshætti lögreglu í máli Kristjáns Gunnars Valdimarssonar lektors, sem sakaður er um líkamsárás, kynferðisbrot og frelsisskerðingu gegn þremur konum. Þetta kemur fram á vef mbl.„Ég mun ekki tjá mig núna um viðbrögð lögreglu í þessu máli. Rannsókn er á viðkvæmu stigi og ég treysti því að faglega sé unnið af hálfu lögreglunnar,“ segir ráðherrann í skriflegu svari til fréttastofu mbl. Lögregla hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir starfshætti sína í málinu, en réttargæslumenn tveggja kvenna sem lagt hafa fram kærur á hendur Kristjáni telja hann hafa fengið sérmeðferð hjá lögreglu, og það hafi helgast af stöðu hans sem lektor við lagadeild Háskóla Íslands. Þá hefur faðir konu sem Kristján er sakaður um að hafa brotið gegn einnig gagnrýnt vinnubrögð lögreglu.Sjá einnig: Faðir ósáttur við vinnubrögð lögreglu í máli lektors við HÍ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi fyrr í dag frá sér tilkynningu þar sem fram kom að farið hefði verið yfir upptökur af vettvangi handtöku Kristjáns. Þar segir jafnframt að við yfirferð á upptökum hafi ekkert aðfinnsluvert komið í ljós. Gögnin verða engu að síður send til Nefndar um eftirlit með lögreglu, auk þess sem óháður aðili mun fara yfir allar upptökur og gögn, að því er fram kemur í tilkynningunni. Kristján Gunnar var á jóladag úrskurðaður í gæsluvarðhald til dagsins í dag, en lögreglan hefur farið fram á áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir honum. Dómari sem fer með gæsluvarðhaldskröfuna hefur tekið sér frest til morgundagsins til að ákvarða í málinu. Lektor handtekinn á Aragötu Lögreglumál Tengdar fréttir Nefnd mun fara yfir aðgerðir lögreglu í máli lektorsins "Það kæmi okkur ekki á óvart þótt það kæmu fleiri kærur, þær hafa hins vegar ekki komið. Það eru kærur frá þremur konum sem eru til rannsóknar í málinu. Svo verður tíminn bara að leiða það í ljós hvort að þeim fjölgi,“ segir Karl Steinar, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild. 29. desember 2019 17:04 Dómarinn tekur sér sólarhrings umhugsunarfrest Dómari ákvað að taka sér sólarhrings umhugsunarfrest til að ákveða hvort gæsluvarðhald yfir Kristjáni Gunnari veðri framlengt. 29. desember 2019 15:15 Kristján Gunnar leiddur fyrir dómara Kristján Gunnar Valdimarsson, lektor við Háskóla Íslands, sem grunaður er um brot gegn þremur konum, var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur rétt í þessu. 29. desember 2019 13:13 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra kemur ekki til með að tjá sig um rannsókn lögreglu eða gagnrýni á starfshætti lögreglu í máli Kristjáns Gunnars Valdimarssonar lektors, sem sakaður er um líkamsárás, kynferðisbrot og frelsisskerðingu gegn þremur konum. Þetta kemur fram á vef mbl.„Ég mun ekki tjá mig núna um viðbrögð lögreglu í þessu máli. Rannsókn er á viðkvæmu stigi og ég treysti því að faglega sé unnið af hálfu lögreglunnar,“ segir ráðherrann í skriflegu svari til fréttastofu mbl. Lögregla hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir starfshætti sína í málinu, en réttargæslumenn tveggja kvenna sem lagt hafa fram kærur á hendur Kristjáni telja hann hafa fengið sérmeðferð hjá lögreglu, og það hafi helgast af stöðu hans sem lektor við lagadeild Háskóla Íslands. Þá hefur faðir konu sem Kristján er sakaður um að hafa brotið gegn einnig gagnrýnt vinnubrögð lögreglu.Sjá einnig: Faðir ósáttur við vinnubrögð lögreglu í máli lektors við HÍ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi fyrr í dag frá sér tilkynningu þar sem fram kom að farið hefði verið yfir upptökur af vettvangi handtöku Kristjáns. Þar segir jafnframt að við yfirferð á upptökum hafi ekkert aðfinnsluvert komið í ljós. Gögnin verða engu að síður send til Nefndar um eftirlit með lögreglu, auk þess sem óháður aðili mun fara yfir allar upptökur og gögn, að því er fram kemur í tilkynningunni. Kristján Gunnar var á jóladag úrskurðaður í gæsluvarðhald til dagsins í dag, en lögreglan hefur farið fram á áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir honum. Dómari sem fer með gæsluvarðhaldskröfuna hefur tekið sér frest til morgundagsins til að ákvarða í málinu.
Lektor handtekinn á Aragötu Lögreglumál Tengdar fréttir Nefnd mun fara yfir aðgerðir lögreglu í máli lektorsins "Það kæmi okkur ekki á óvart þótt það kæmu fleiri kærur, þær hafa hins vegar ekki komið. Það eru kærur frá þremur konum sem eru til rannsóknar í málinu. Svo verður tíminn bara að leiða það í ljós hvort að þeim fjölgi,“ segir Karl Steinar, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild. 29. desember 2019 17:04 Dómarinn tekur sér sólarhrings umhugsunarfrest Dómari ákvað að taka sér sólarhrings umhugsunarfrest til að ákveða hvort gæsluvarðhald yfir Kristjáni Gunnari veðri framlengt. 29. desember 2019 15:15 Kristján Gunnar leiddur fyrir dómara Kristján Gunnar Valdimarsson, lektor við Háskóla Íslands, sem grunaður er um brot gegn þremur konum, var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur rétt í þessu. 29. desember 2019 13:13 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Nefnd mun fara yfir aðgerðir lögreglu í máli lektorsins "Það kæmi okkur ekki á óvart þótt það kæmu fleiri kærur, þær hafa hins vegar ekki komið. Það eru kærur frá þremur konum sem eru til rannsóknar í málinu. Svo verður tíminn bara að leiða það í ljós hvort að þeim fjölgi,“ segir Karl Steinar, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild. 29. desember 2019 17:04
Dómarinn tekur sér sólarhrings umhugsunarfrest Dómari ákvað að taka sér sólarhrings umhugsunarfrest til að ákveða hvort gæsluvarðhald yfir Kristjáni Gunnari veðri framlengt. 29. desember 2019 15:15
Kristján Gunnar leiddur fyrir dómara Kristján Gunnar Valdimarsson, lektor við Háskóla Íslands, sem grunaður er um brot gegn þremur konum, var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur rétt í þessu. 29. desember 2019 13:13