„Getur dottið í að verða alveg snarbrjálað hérna seinnipartinn“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. desember 2019 16:19 Rauð viðvörun er í gildi fyrir Norðurland vestra og Strandir. Mynd/Veðurstofa Ísland „Það þýðir ekkert annað en gera það sem maður þarf að gera og sem minnst meira en það,“ segir Guðlaugur Agnar Ágústsson, bóndi á Steinstúni í Norðurfirði á Ströndum, þar sem spáð hefur verið hvað verstu veðri í dag í því óviðri sem nú gengur yfir landið. Þegar Vísir náði tali af Guðlaugi var hann nýkominn úr fjárhúsinu að vitja kindanna sem þar dvelja. Aðspurður um veðrið segir hann það í raun ekki vera svo slæmt í augnablikinu. „Mér finnst það ekkert rosalega slæmt en það getur alltaf átt eftir að versna. Ég er inn í Norðurfiðri og ekkert nema fjöll í kringum mig. Það er rosalega misvindasamt úr flestum áttum,“ segir Guðlaugur. Rauð viðvörun er í gildi fyrir Strandir og miðað við spá Veðurstofu Íslands er reiknað með að veður fari versnandi nú síðdegis fram til miðnættis, eitthvað sem Guðlaugur reiknar fastlega með að gerist. „Þetta getur dottið í að verða alveg snarbrjálað hérna seinnipartinn,“ segir hann. Guðlaugur Ágústsson, bóndi og hreppsnefndarmaður í Steinstúni.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Undirbúningur fyrir veðrið fólst í því að binda niður lauslega hluti og bátinn í höfninni. Heyra má á Guðlaugi að hann er ekki spenntur fyrir veðrinu en að hann muni mæta því af æðruleysi. Það þýði ekki mikið að vera eitthvað taugaóstyrkur. „Það er það eina ef að eitthvað kemur fyrir þá erum við svo fá hérna. Það eru ekki nema tólf manneskjur í sveitinni akkúrat núna. Ef að eitthvað kemur fyrir þá erum við rosalega fá til að gera eitthvað en við eigum góða nágranna á Hólmavík,“ segir Guðlaugur. Hann reiknar með að flestir í sveitinni séu vel undirbúnir fyrir óveðrið látið það kræla á sér, vopnaðir vararafstöðvum og fleira verði rafmagnslaust. Annars þýði lítið að ætla að reyna að berjast eitthvað við veðrið fari allt á versta veg. „Þegar veðri slotar þá er kannski fyrst hægt að gera ef þessir húskofar fara að þyrlast um. Þá er eins gott að koma sér bara í skjól. Það er bara svoleiðis.“ Árneshreppur Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Rauðum viðvörunum fjölgar Veðurstofa Íslands hefur ákveðið að flýta gildistöku rauðrar veðurviðvörunar fyrir Norðurland vestra. 10. desember 2019 15:45 Óveðurspárnar lítið sem ekkert breyst Landsmenn búa sig nú undir aftakaveður sem ganga á yfir landiðí dag. 10. desember 2019 07:15 Þakplötur fuku á Ólafsfirði Eftir bjartan morgunn á Ólafsfirði er farið að hvessa allhressilega með mikilli ofankomu. 10. desember 2019 13:37 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Fleiri fréttir Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Sjá meira
„Það þýðir ekkert annað en gera það sem maður þarf að gera og sem minnst meira en það,“ segir Guðlaugur Agnar Ágústsson, bóndi á Steinstúni í Norðurfirði á Ströndum, þar sem spáð hefur verið hvað verstu veðri í dag í því óviðri sem nú gengur yfir landið. Þegar Vísir náði tali af Guðlaugi var hann nýkominn úr fjárhúsinu að vitja kindanna sem þar dvelja. Aðspurður um veðrið segir hann það í raun ekki vera svo slæmt í augnablikinu. „Mér finnst það ekkert rosalega slæmt en það getur alltaf átt eftir að versna. Ég er inn í Norðurfiðri og ekkert nema fjöll í kringum mig. Það er rosalega misvindasamt úr flestum áttum,“ segir Guðlaugur. Rauð viðvörun er í gildi fyrir Strandir og miðað við spá Veðurstofu Íslands er reiknað með að veður fari versnandi nú síðdegis fram til miðnættis, eitthvað sem Guðlaugur reiknar fastlega með að gerist. „Þetta getur dottið í að verða alveg snarbrjálað hérna seinnipartinn,“ segir hann. Guðlaugur Ágústsson, bóndi og hreppsnefndarmaður í Steinstúni.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Undirbúningur fyrir veðrið fólst í því að binda niður lauslega hluti og bátinn í höfninni. Heyra má á Guðlaugi að hann er ekki spenntur fyrir veðrinu en að hann muni mæta því af æðruleysi. Það þýði ekki mikið að vera eitthvað taugaóstyrkur. „Það er það eina ef að eitthvað kemur fyrir þá erum við svo fá hérna. Það eru ekki nema tólf manneskjur í sveitinni akkúrat núna. Ef að eitthvað kemur fyrir þá erum við rosalega fá til að gera eitthvað en við eigum góða nágranna á Hólmavík,“ segir Guðlaugur. Hann reiknar með að flestir í sveitinni séu vel undirbúnir fyrir óveðrið látið það kræla á sér, vopnaðir vararafstöðvum og fleira verði rafmagnslaust. Annars þýði lítið að ætla að reyna að berjast eitthvað við veðrið fari allt á versta veg. „Þegar veðri slotar þá er kannski fyrst hægt að gera ef þessir húskofar fara að þyrlast um. Þá er eins gott að koma sér bara í skjól. Það er bara svoleiðis.“
Árneshreppur Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Rauðum viðvörunum fjölgar Veðurstofa Íslands hefur ákveðið að flýta gildistöku rauðrar veðurviðvörunar fyrir Norðurland vestra. 10. desember 2019 15:45 Óveðurspárnar lítið sem ekkert breyst Landsmenn búa sig nú undir aftakaveður sem ganga á yfir landiðí dag. 10. desember 2019 07:15 Þakplötur fuku á Ólafsfirði Eftir bjartan morgunn á Ólafsfirði er farið að hvessa allhressilega með mikilli ofankomu. 10. desember 2019 13:37 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Fleiri fréttir Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Sjá meira
Rauðum viðvörunum fjölgar Veðurstofa Íslands hefur ákveðið að flýta gildistöku rauðrar veðurviðvörunar fyrir Norðurland vestra. 10. desember 2019 15:45
Óveðurspárnar lítið sem ekkert breyst Landsmenn búa sig nú undir aftakaveður sem ganga á yfir landiðí dag. 10. desember 2019 07:15
Þakplötur fuku á Ólafsfirði Eftir bjartan morgunn á Ólafsfirði er farið að hvessa allhressilega með mikilli ofankomu. 10. desember 2019 13:37