Senda fimm jeppa norður í land til aðstoðar Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. desember 2019 12:51 Björgunarsveitarmenn að störfum í óveðrinu í gærkvöldi. Vísir/vilhelm Slysavarnarfélagið Landsbjörg hyggst senda fimm björgunarjeppa norður í land til að aðstoða viðbragðsaðila þar, sem enn glíma við sæg af verkefnum vegna veðurs. Davíð Már Björgvinsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir í samtali við Vísi að miðað sé við að jepparnir, sem eru mikið breyttir, leggi af stað frá höfuðborginni nú upp úr hádegi. Verið sé að manna bílana. Fjölbreytt verkefni hafa komið upp hjá viðbragðsaðilum á Norðurlandi í dag, þar sem enn er afar slæmt veður. Flest snúast þau nú um að halda innviðunum gangandi en víða hefur verið rafmagnslaust fyrir norðan síðan í gær, til dæmis á Siglufirði, Ólafsfirði og Sauðárkróki. Nú skömmu eftir hádegi tilkynnti Landhelgisgæslan að varðskipið Þór væri nú á leið til Siglufjarðar með rafstöð. „Óskað var eftir aðstoð varðskipsins í morgun og hélt skipið til Ísafjarðar þar sem rafstöðin var sótt. Þór á um 130 sjómílur til stefnu en það ræðst af veðri hvenær skipið verður komið til Siglufjarðar. Það gæti orðið seint í kvöld eða nótt. Áhöfn varðskipsins verður svo til taks við Norðurland ef á þarf að halda,“ segir í tilkynningu Landhelgisgæslunnar. Það var rafmagnslaust á Sauðárkróki í gærkvöldi og myrkur eftir því, eins og sést á þessari mynd fréttamanns Stöðvar 2 frá vettvangi í gær.Vísir/Jói K. Davíð segir að miðað sé við að jepparnir geti aðstoðað viðbragðsaðila á Norðurlandi nær þveru og endilöngu. Fyrsta stopp hjá jeppunum verður á Hvammstanga og þá verður förinni líklega einnig heitið lengra í austur, út í Eyjafjörð og á Húsavík. Þá bendir Davíð á að enn séu í gildi viðvaranir veðurstofu á Norðurlandi. Það sem af er degi hafa björgunarsveitarmenn þurft að sinna þökum sem fjúka af útihúsum á Norðausturlandi og við Húnaflóa. Veðrið sé nú verst á Norðausturlandi og einkum á Melrakkasléttu. Þá hafi einnig borist tilkynningar um fok á Suðurnesjum og í Árnessýslu. Hins vegar virðist sem veður á Austurlandi verði mildara en svörtustu spár gerðu ráð fyrir. „Við ítrekum það að fólk fylgist með tilkynningum og haldi áfram að taka mark á þeim,“ segir Davíð. Björgunarsveitir Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Mokuðu úr bátum í þrjá tíma og komu berskjölduðum kindum til hjálpar Það skipti sköpum að ákveðið var að senda snjóbíla frá Suðvesturhorninu á lykilstaði á Norðurlandi vestra í óveðrinu í gær. Snjóbílarnir auðvelduðu störf björgunarmanna sem þurftu að glíma við ýmis verkefni í krefjandi aðstæðum. 11. desember 2019 11:45 Ísilagðar raflínur, brotnir rafmagnsstaurar og foktjón sem ekki er hægt að sinna vegna veðurofsans Það hefur verið mikill erill hjá viðbragðsaðilum á Norðurlandi eystra í kvöld vegna ofsaveðursins sem gengið hefur yfir landið. 11. desember 2019 01:00 Rafmagn úti eða stopult víða á Norður- og Austurlandi Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK, segir ástandið í rafmagnsmálum á Norðurlandi slæmt og sömuleiðis miklir erfiðleikar á Austfjörðum. 11. desember 2019 12:15 Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Fleiri fréttir Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Sjá meira
Slysavarnarfélagið Landsbjörg hyggst senda fimm björgunarjeppa norður í land til að aðstoða viðbragðsaðila þar, sem enn glíma við sæg af verkefnum vegna veðurs. Davíð Már Björgvinsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir í samtali við Vísi að miðað sé við að jepparnir, sem eru mikið breyttir, leggi af stað frá höfuðborginni nú upp úr hádegi. Verið sé að manna bílana. Fjölbreytt verkefni hafa komið upp hjá viðbragðsaðilum á Norðurlandi í dag, þar sem enn er afar slæmt veður. Flest snúast þau nú um að halda innviðunum gangandi en víða hefur verið rafmagnslaust fyrir norðan síðan í gær, til dæmis á Siglufirði, Ólafsfirði og Sauðárkróki. Nú skömmu eftir hádegi tilkynnti Landhelgisgæslan að varðskipið Þór væri nú á leið til Siglufjarðar með rafstöð. „Óskað var eftir aðstoð varðskipsins í morgun og hélt skipið til Ísafjarðar þar sem rafstöðin var sótt. Þór á um 130 sjómílur til stefnu en það ræðst af veðri hvenær skipið verður komið til Siglufjarðar. Það gæti orðið seint í kvöld eða nótt. Áhöfn varðskipsins verður svo til taks við Norðurland ef á þarf að halda,“ segir í tilkynningu Landhelgisgæslunnar. Það var rafmagnslaust á Sauðárkróki í gærkvöldi og myrkur eftir því, eins og sést á þessari mynd fréttamanns Stöðvar 2 frá vettvangi í gær.Vísir/Jói K. Davíð segir að miðað sé við að jepparnir geti aðstoðað viðbragðsaðila á Norðurlandi nær þveru og endilöngu. Fyrsta stopp hjá jeppunum verður á Hvammstanga og þá verður förinni líklega einnig heitið lengra í austur, út í Eyjafjörð og á Húsavík. Þá bendir Davíð á að enn séu í gildi viðvaranir veðurstofu á Norðurlandi. Það sem af er degi hafa björgunarsveitarmenn þurft að sinna þökum sem fjúka af útihúsum á Norðausturlandi og við Húnaflóa. Veðrið sé nú verst á Norðausturlandi og einkum á Melrakkasléttu. Þá hafi einnig borist tilkynningar um fok á Suðurnesjum og í Árnessýslu. Hins vegar virðist sem veður á Austurlandi verði mildara en svörtustu spár gerðu ráð fyrir. „Við ítrekum það að fólk fylgist með tilkynningum og haldi áfram að taka mark á þeim,“ segir Davíð.
Björgunarsveitir Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Mokuðu úr bátum í þrjá tíma og komu berskjölduðum kindum til hjálpar Það skipti sköpum að ákveðið var að senda snjóbíla frá Suðvesturhorninu á lykilstaði á Norðurlandi vestra í óveðrinu í gær. Snjóbílarnir auðvelduðu störf björgunarmanna sem þurftu að glíma við ýmis verkefni í krefjandi aðstæðum. 11. desember 2019 11:45 Ísilagðar raflínur, brotnir rafmagnsstaurar og foktjón sem ekki er hægt að sinna vegna veðurofsans Það hefur verið mikill erill hjá viðbragðsaðilum á Norðurlandi eystra í kvöld vegna ofsaveðursins sem gengið hefur yfir landið. 11. desember 2019 01:00 Rafmagn úti eða stopult víða á Norður- og Austurlandi Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK, segir ástandið í rafmagnsmálum á Norðurlandi slæmt og sömuleiðis miklir erfiðleikar á Austfjörðum. 11. desember 2019 12:15 Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Fleiri fréttir Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Sjá meira
Mokuðu úr bátum í þrjá tíma og komu berskjölduðum kindum til hjálpar Það skipti sköpum að ákveðið var að senda snjóbíla frá Suðvesturhorninu á lykilstaði á Norðurlandi vestra í óveðrinu í gær. Snjóbílarnir auðvelduðu störf björgunarmanna sem þurftu að glíma við ýmis verkefni í krefjandi aðstæðum. 11. desember 2019 11:45
Ísilagðar raflínur, brotnir rafmagnsstaurar og foktjón sem ekki er hægt að sinna vegna veðurofsans Það hefur verið mikill erill hjá viðbragðsaðilum á Norðurlandi eystra í kvöld vegna ofsaveðursins sem gengið hefur yfir landið. 11. desember 2019 01:00
Rafmagn úti eða stopult víða á Norður- og Austurlandi Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK, segir ástandið í rafmagnsmálum á Norðurlandi slæmt og sömuleiðis miklir erfiðleikar á Austfjörðum. 11. desember 2019 12:15