„Samfélagið er meira og minna lamað“ Jóhann K. Jóhannsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 11. desember 2019 20:00 Óveðrið sem gengið hefur yfir landið í gær og í dag hefur haft mjög mikil samfélagsleg áhrif, ekki hvað síst á Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra. Rafmagnstruflanir hafa verið mjög víða í landshlutunum og heilu þorpin jafnvel verið án rafmagns, eða með rafmagnstruflanir, í meira en sólarhring. Erfiðlega hefur gengið að koma rafmagni aftur á vegna veðurofsans og ófærðar. Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, segir samfélagið ekki þola þetta ástand mikið lengur. „Þetta er í raun og veru bara þannig að samfélagið er meira og minna lamað. Verkefni okkar núna er einfaldlega bara það að reyna að koma okkur af stað aftur. Það mun taka töluverðan tíma, allir vegir ófærir og annað eftir því þannig að það er langt í land,“ sagði Stefán í beinni útsendingu frá Sauðárkróki í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.Hversu alvarlegt er ástandið orðið og hversu lengi getur það varað svona? „Ekki mikið lengur og við erum alveg komin að þolmörkum þess. Við sjáum það best á því að verkefni dagsins í dag hefur verið það að reyna að tryggja að veiturnar haldi sér gangandi, keyra olíu á varageyminn þar, sömuleiðis símkerfin og fjarskiptakerfin. Verkefnið er bara að halda þessu gangandi því annars er allt komið á hliðina ef þetta fer,“ sagði Stefán. Gríðarleg áhrif á störf viðbragðsaðila Hann segir rafmagnsleysið hafa haft gríðarleg áhrif á störf björgunarsveita og lögreglu. „Þetta torveldar allar aðgerðir þessara viðbragðsaðila að vera ekki með þessa hluti áhrif á okkur þannig að við þolum þetta ekki mikið lengur.“ Ef ástandið verður svona áfram sagði Stefán viðbragðsaðila þurfa að grípa til einhverra annarra aðgerða. „Auðvitað munum við leysa það verkefni eins og önnur. En það mun gera verkefnið erfiðara en að sjálfsögðu munum við klóra okkur fram úr því.“ Hjúkrunardeildin á Hvammstanga án rafmagns Hvammstangi er einn þeirra bæja í umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi vestra sem hefur mátt þola rafmagnsleysi vegna veðursins. Þar er meðal annars rafmagnslaust á hjúkrunardeild Heilbrigðisstofnunar Vesturlands (HVE) sem er með útibú í bænum.Fjallað er um málið á vef RÚV en þar kemur fram að engin vararafstöð er fyrir deildina, þar sem sextán manns dvelja nú. Því þarf að nota ljós með rafhlöðum til að lýsa deildina upp. Jóhanna Fjóla Jóhannesdóttir, forstjóri HVE, segir í samtali við RÚV að engin bráðatilfelli hafi komið upp í dag. Þá hafi gengið ágætlega að sinna fólki þrátt fyrir aðstæðurnar. Hún segir það áhyggjuefni þegar rafmagnið fer svona lengi af. „„Við munum skoðum þessi mál. Ef þetta er veruleikinn að við getum lent í þessu svona lengi þá held ég að allir sem eru með svona rekstur þurfi að skoða þessa hluti. Eins og til að mynda að rafmagn sé sett í jörð. Ég sé ekki annað en að við verðum að koma upp vararafstöð fyrir Hvammstanga-deildina,“ segir Jóhanna Fjóla. Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir Þögn Alþingis í máli ríkisendurskoðanda ærandi Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Óveðrið sem gengið hefur yfir landið í gær og í dag hefur haft mjög mikil samfélagsleg áhrif, ekki hvað síst á Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra. Rafmagnstruflanir hafa verið mjög víða í landshlutunum og heilu þorpin jafnvel verið án rafmagns, eða með rafmagnstruflanir, í meira en sólarhring. Erfiðlega hefur gengið að koma rafmagni aftur á vegna veðurofsans og ófærðar. Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, segir samfélagið ekki þola þetta ástand mikið lengur. „Þetta er í raun og veru bara þannig að samfélagið er meira og minna lamað. Verkefni okkar núna er einfaldlega bara það að reyna að koma okkur af stað aftur. Það mun taka töluverðan tíma, allir vegir ófærir og annað eftir því þannig að það er langt í land,“ sagði Stefán í beinni útsendingu frá Sauðárkróki í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.Hversu alvarlegt er ástandið orðið og hversu lengi getur það varað svona? „Ekki mikið lengur og við erum alveg komin að þolmörkum þess. Við sjáum það best á því að verkefni dagsins í dag hefur verið það að reyna að tryggja að veiturnar haldi sér gangandi, keyra olíu á varageyminn þar, sömuleiðis símkerfin og fjarskiptakerfin. Verkefnið er bara að halda þessu gangandi því annars er allt komið á hliðina ef þetta fer,“ sagði Stefán. Gríðarleg áhrif á störf viðbragðsaðila Hann segir rafmagnsleysið hafa haft gríðarleg áhrif á störf björgunarsveita og lögreglu. „Þetta torveldar allar aðgerðir þessara viðbragðsaðila að vera ekki með þessa hluti áhrif á okkur þannig að við þolum þetta ekki mikið lengur.“ Ef ástandið verður svona áfram sagði Stefán viðbragðsaðila þurfa að grípa til einhverra annarra aðgerða. „Auðvitað munum við leysa það verkefni eins og önnur. En það mun gera verkefnið erfiðara en að sjálfsögðu munum við klóra okkur fram úr því.“ Hjúkrunardeildin á Hvammstanga án rafmagns Hvammstangi er einn þeirra bæja í umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi vestra sem hefur mátt þola rafmagnsleysi vegna veðursins. Þar er meðal annars rafmagnslaust á hjúkrunardeild Heilbrigðisstofnunar Vesturlands (HVE) sem er með útibú í bænum.Fjallað er um málið á vef RÚV en þar kemur fram að engin vararafstöð er fyrir deildina, þar sem sextán manns dvelja nú. Því þarf að nota ljós með rafhlöðum til að lýsa deildina upp. Jóhanna Fjóla Jóhannesdóttir, forstjóri HVE, segir í samtali við RÚV að engin bráðatilfelli hafi komið upp í dag. Þá hafi gengið ágætlega að sinna fólki þrátt fyrir aðstæðurnar. Hún segir það áhyggjuefni þegar rafmagnið fer svona lengi af. „„Við munum skoðum þessi mál. Ef þetta er veruleikinn að við getum lent í þessu svona lengi þá held ég að allir sem eru með svona rekstur þurfi að skoða þessa hluti. Eins og til að mynda að rafmagn sé sett í jörð. Ég sé ekki annað en að við verðum að koma upp vararafstöð fyrir Hvammstanga-deildina,“ segir Jóhanna Fjóla.
Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir Þögn Alþingis í máli ríkisendurskoðanda ærandi Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?