Steingrímur hellti sér yfir Halldóru Mogensen í hliðarsal þingsins Jakob Bjarnar skrifar 12. desember 2019 12:00 Steingrímur hellti sér yfir Halldóru í vitna viðurvist. Hann hefur nú beðið Halldóru afsökunar en þau á þinginu velta fyrir sér hvað valdi hinu grama geði forsetans. visir/vilhelm Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, veittist í vikunni að Halldóru Mogensen, þingflokksformanni Pírata, með ókvæðisorðum. Hann hreytti út úr sér reiður mjög einhverju á þessa leið; hvernig er það eiginlega með þig manneskja, er ekki hægt að eiga við þig orðastað undir fjögur augu án þess að það leki út um allt? Ef þú ætlar að haga þér svona hef ég ekkert meira við þig að ræða. Halldóru var brugðið að þurfa að sitja undir öðrum eins skömmum og þessum en vitni sem Vísir hefur rætt við fylgdust forviða með hinum vanstillta og reiða forseta þingsins sýna framgöngu sem þeir sem sáu vilja kenna við fautaskap. Vísir bar þetta undir Halldóru sem segir þetta rétt. „Hann er reyndar búinn að biðja mig afsökunar og ég tók það gott og gilt,“ segir Halldóra og útskýrir tildrög þessa upphlaups. Það var sameiginlegur skilningur þingmanna að slíta ætti þingfundi klukkan fimm vegna óveðursins. Öskraði á Halldóru í vitna viðurvist „Það var stefnt að því en svo fengum við þær fregnir af skrifstofunni að það væri ekki frágengið. Þá fór ég að spyrja forseta frammi í matsal og hann útskýrði þar eins og ég sagði þegar ég fór uppí pontu eftir á, að það væri útlit fyrir að við yrðum lengur. Þetta var ekkert einkasamtal, margir sem heyrðu það sem forseti sagði. Við ákváðum að fara í fundarstjórn; um hvenær við fengjum að fara heim, meðal annars í ljósi þess að forsætisráðherra var búinn að setja status á Facebook-síðu sína og biðja fólk að vera heima,“ útskýrir Halldóra. Í þingsal. Forseti þingsins hefur verið geðstirður að undanförnu og átt erfitt með að sýna þá stillingu sem hæfir hinu virðulega embætti sem hann gegnir.visir/vilhelm „Hann öskraði á mig fyrir framan alla þarna í hliðarherberginu. Helga Vala [Helgadóttir þingmaður Samfylkingar] var þarna líka og krafðist þess að fá að vita hvenær hann ætlaði að slíta fundi?“ Þá rauk Steingrímur inn í þingsal og hreytti út úr sér við Willum Þór Þórsson varaforseta: „Slíttu fundi!“ Væringar milli Pírata og Steingríms Vísir hefur þegar greint frá væringum milli Pírata og Steingríms en Halldóra sagði úr ræðustóli þingsins að Steingrímur væri stöðugt að trufla þingmenn Pírata í þeirra ræðum og ávíta fyrir að fara út fyrir umræðuefnið. Píratar kvörtuðu undan þess, töldu hann mismuna þingmönnum; stjórnarþingmenn þyrftu ekki að búa við annað eins og þetta. „Þá varð hann mjög reiður,“ segir Halldóra. Þeir sem Vísir hefur rætt við vilja tengja hið stirða skap Steingríms við undirliggjandi vanda innan stjórnarsamstarfsins að þar eigi flokkarnir erfitt með að koma sér saman um nokkurn skapaðan hlut og er til dæmis fjölmiðlafrumvarp Lilju D. Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra haft til marks um þetta. Í kjölfarið þessa hefur reynst erfitt að láta störf þingsins ganga fram með eðlilegum hætti, eins og Vísir greindi frá í vikunni. Alþingi Tengdar fréttir Upp úr sauð á Alþingi: Þingmenn sakaðir um ómerkilegheit og skítlega framkomu Það var mikill hasar og læti við upphaf þingfundar í dag þegar rætt var um fundarstjórn forseta og um atkvæðagreiðslu um afbrigði. 10. desember 2019 14:44 Stormasamt milli Pírata og Steingríms í þingsal Halldóra Mogensen telur forseta þingsins mismuna þingmönnum með bjölluslætti sínum. 10. desember 2019 14:35 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fleiri fréttir Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, veittist í vikunni að Halldóru Mogensen, þingflokksformanni Pírata, með ókvæðisorðum. Hann hreytti út úr sér reiður mjög einhverju á þessa leið; hvernig er það eiginlega með þig manneskja, er ekki hægt að eiga við þig orðastað undir fjögur augu án þess að það leki út um allt? Ef þú ætlar að haga þér svona hef ég ekkert meira við þig að ræða. Halldóru var brugðið að þurfa að sitja undir öðrum eins skömmum og þessum en vitni sem Vísir hefur rætt við fylgdust forviða með hinum vanstillta og reiða forseta þingsins sýna framgöngu sem þeir sem sáu vilja kenna við fautaskap. Vísir bar þetta undir Halldóru sem segir þetta rétt. „Hann er reyndar búinn að biðja mig afsökunar og ég tók það gott og gilt,“ segir Halldóra og útskýrir tildrög þessa upphlaups. Það var sameiginlegur skilningur þingmanna að slíta ætti þingfundi klukkan fimm vegna óveðursins. Öskraði á Halldóru í vitna viðurvist „Það var stefnt að því en svo fengum við þær fregnir af skrifstofunni að það væri ekki frágengið. Þá fór ég að spyrja forseta frammi í matsal og hann útskýrði þar eins og ég sagði þegar ég fór uppí pontu eftir á, að það væri útlit fyrir að við yrðum lengur. Þetta var ekkert einkasamtal, margir sem heyrðu það sem forseti sagði. Við ákváðum að fara í fundarstjórn; um hvenær við fengjum að fara heim, meðal annars í ljósi þess að forsætisráðherra var búinn að setja status á Facebook-síðu sína og biðja fólk að vera heima,“ útskýrir Halldóra. Í þingsal. Forseti þingsins hefur verið geðstirður að undanförnu og átt erfitt með að sýna þá stillingu sem hæfir hinu virðulega embætti sem hann gegnir.visir/vilhelm „Hann öskraði á mig fyrir framan alla þarna í hliðarherberginu. Helga Vala [Helgadóttir þingmaður Samfylkingar] var þarna líka og krafðist þess að fá að vita hvenær hann ætlaði að slíta fundi?“ Þá rauk Steingrímur inn í þingsal og hreytti út úr sér við Willum Þór Þórsson varaforseta: „Slíttu fundi!“ Væringar milli Pírata og Steingríms Vísir hefur þegar greint frá væringum milli Pírata og Steingríms en Halldóra sagði úr ræðustóli þingsins að Steingrímur væri stöðugt að trufla þingmenn Pírata í þeirra ræðum og ávíta fyrir að fara út fyrir umræðuefnið. Píratar kvörtuðu undan þess, töldu hann mismuna þingmönnum; stjórnarþingmenn þyrftu ekki að búa við annað eins og þetta. „Þá varð hann mjög reiður,“ segir Halldóra. Þeir sem Vísir hefur rætt við vilja tengja hið stirða skap Steingríms við undirliggjandi vanda innan stjórnarsamstarfsins að þar eigi flokkarnir erfitt með að koma sér saman um nokkurn skapaðan hlut og er til dæmis fjölmiðlafrumvarp Lilju D. Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra haft til marks um þetta. Í kjölfarið þessa hefur reynst erfitt að láta störf þingsins ganga fram með eðlilegum hætti, eins og Vísir greindi frá í vikunni.
Alþingi Tengdar fréttir Upp úr sauð á Alþingi: Þingmenn sakaðir um ómerkilegheit og skítlega framkomu Það var mikill hasar og læti við upphaf þingfundar í dag þegar rætt var um fundarstjórn forseta og um atkvæðagreiðslu um afbrigði. 10. desember 2019 14:44 Stormasamt milli Pírata og Steingríms í þingsal Halldóra Mogensen telur forseta þingsins mismuna þingmönnum með bjölluslætti sínum. 10. desember 2019 14:35 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fleiri fréttir Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Sjá meira
Upp úr sauð á Alþingi: Þingmenn sakaðir um ómerkilegheit og skítlega framkomu Það var mikill hasar og læti við upphaf þingfundar í dag þegar rætt var um fundarstjórn forseta og um atkvæðagreiðslu um afbrigði. 10. desember 2019 14:44
Stormasamt milli Pírata og Steingríms í þingsal Halldóra Mogensen telur forseta þingsins mismuna þingmönnum með bjölluslætti sínum. 10. desember 2019 14:35
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent