Ráðherra lofar að brugðist verði við veikleikum í kerfum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. desember 2019 11:51 Jökull Brjánsson hjá Hjálparsveit Skáta í Kópavogi tók þessa mynd við björgunarstörf norður í landi þar sem rafmagnslaust hafði verið í 28 klukkustundir. @hjalparsveitskataikopavogi Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir óveðrið sem gekk yfir landið hafa minnt landsmenn illilega á hvað maðurinn á sér lítils gagnvart náttúruöflunum. Veðrið hafi dregið fram fram veikleika í kerfum, eitthvað sem þurfi að bregðast við hratt og örugglega, bæði hvað varðar uppbyggingu og viðbúnað. Vísar Sigurður Ingi til rafmangsleysis sem fólk á Norðurlandi vestra og yfir á austfirði hefur fundið verulega fyrir auk þess sem fjarskiptakerfi hafa legið niðri.Vinnuflokkar hjá Landsneti voru í nótt að hreinsa ís og seltu af Sauðárkrókslínu. Myndskeiðið sýnir vel hvernig aðstæður voru við þessa vinnu. „Það er mikilvægt að það sé nægjanleg orka á hverjum stað. Það er nauðsynlegt að flutningskerfið sé þannig byggt upp að fólk geti treyst því og að einstaklingar geti ekki komið í veg fyrir lagningu raforkulína þegar líf og öryggi samborgaranna er í húfi,“ segir Sigurður Ingi. „Við verðum að fara vel yfir þann viðbúnað sem þarf að vera fyrir hendi, bæði hvað varðar raforkukerfið, þjónustulið Vegagerðarinnar og öryggi fjarskiptakerfisins. Það er hagsmunamál landsins alls en ekki síður stórkostlegt lífsgæðamál fyrir íbúa byggðanna.“ Hann segir að ríkisstjórnin taki málin föstum tökum og ræði ástandið á ríkisstjórnarfundi á morgun. „Ég mun sem byggðamálaráðherra leggja alla áherslu á að allir íbúar landsins búi við öryggi.“ Tuttugu stæður brotnar á Dalvíkurlínu Eftir mikla vinnu í nótt við að hreinsa tengivirkið í Hrútatungu tókst að spennusetja virkið um klukkan fimm í morgun og fá notendur á norðvesturlandi nú rafmagn frá flutningskerfinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsneti. Tengivirkið hafði verið úr rekstri frá því um klukkan hálf ellefu á þriðjudagskvöld. Einnig tókst að koma rafmagni á Vesturlínu til Mjólkár, notendur á norðanverðum Vestfjörðum fá enn rafmagn í gegnum varafl. Sauðárkrókslína kom í rekstur klukkan 7:38 í morgun og notendur á Sauðárkróki og nærsveitum fengu rafmagn í kjölfarið. Mikil ísing og selta hafði safnast fyrir bæði í tengivirkinu á Sauðárkrók og á línum. Var unnið við hreinsun á þeim í alla nótt. Um 20 stæður eru brotnar á Dalvíkurlínu, sem tengir Akureyri við Dalvík. Notendur Dalvík og þar fyrir norðan eru án rafmagns frá flutningskerfinu. Allt tiltækt lið frá Landsneti, Rarik, Veitum og verktökum og varaefni er beint á svæðið og viðgerðir eru að hefjast. Notendur fá rafmagn frá varaaflsvélum Rarik á svæðinu. Vitað er um 14 stæður brotnar á Kópaskerslínu, sem tengir Húsavík við Kópasker. Eitthvað er um straumleysi í Kelduhverfi. Sjónskoðun er í gangi úr lofti með Landhelgisgæslunni til að meta tjón á línum norðanlands. Breiðadalslína, sem liggur frá Mjólká í Breiðadal ekki í rekstri. Tilraunir til að setja línuna í rekstur hafa ekki gengið eftir. Verið er að kanna hvort skemmdir séu á línunni. Notendur á norðanverðum Vestfjörðum fá rafmagn frá varaaflsstöðinni í Bolungarvík á meðan línan er ekki í rekstri. Stæður eru brotnar á að lágmarki tveimur stöðum í Láxárlínu, sem liggur frá Akureyri að Laxárstöð. Notendur eru straumlausir í Aðaldal og nærsveitum þar sem rekstrarvandamál eru í Laxárstöð vegna krapastíflu. Unnið er að því að koma vélum í Laxárstöð í gang. Fjarskipti Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir óveðrið sem gekk yfir landið hafa minnt landsmenn illilega á hvað maðurinn á sér lítils gagnvart náttúruöflunum. Veðrið hafi dregið fram fram veikleika í kerfum, eitthvað sem þurfi að bregðast við hratt og örugglega, bæði hvað varðar uppbyggingu og viðbúnað. Vísar Sigurður Ingi til rafmangsleysis sem fólk á Norðurlandi vestra og yfir á austfirði hefur fundið verulega fyrir auk þess sem fjarskiptakerfi hafa legið niðri.Vinnuflokkar hjá Landsneti voru í nótt að hreinsa ís og seltu af Sauðárkrókslínu. Myndskeiðið sýnir vel hvernig aðstæður voru við þessa vinnu. „Það er mikilvægt að það sé nægjanleg orka á hverjum stað. Það er nauðsynlegt að flutningskerfið sé þannig byggt upp að fólk geti treyst því og að einstaklingar geti ekki komið í veg fyrir lagningu raforkulína þegar líf og öryggi samborgaranna er í húfi,“ segir Sigurður Ingi. „Við verðum að fara vel yfir þann viðbúnað sem þarf að vera fyrir hendi, bæði hvað varðar raforkukerfið, þjónustulið Vegagerðarinnar og öryggi fjarskiptakerfisins. Það er hagsmunamál landsins alls en ekki síður stórkostlegt lífsgæðamál fyrir íbúa byggðanna.“ Hann segir að ríkisstjórnin taki málin föstum tökum og ræði ástandið á ríkisstjórnarfundi á morgun. „Ég mun sem byggðamálaráðherra leggja alla áherslu á að allir íbúar landsins búi við öryggi.“ Tuttugu stæður brotnar á Dalvíkurlínu Eftir mikla vinnu í nótt við að hreinsa tengivirkið í Hrútatungu tókst að spennusetja virkið um klukkan fimm í morgun og fá notendur á norðvesturlandi nú rafmagn frá flutningskerfinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsneti. Tengivirkið hafði verið úr rekstri frá því um klukkan hálf ellefu á þriðjudagskvöld. Einnig tókst að koma rafmagni á Vesturlínu til Mjólkár, notendur á norðanverðum Vestfjörðum fá enn rafmagn í gegnum varafl. Sauðárkrókslína kom í rekstur klukkan 7:38 í morgun og notendur á Sauðárkróki og nærsveitum fengu rafmagn í kjölfarið. Mikil ísing og selta hafði safnast fyrir bæði í tengivirkinu á Sauðárkrók og á línum. Var unnið við hreinsun á þeim í alla nótt. Um 20 stæður eru brotnar á Dalvíkurlínu, sem tengir Akureyri við Dalvík. Notendur Dalvík og þar fyrir norðan eru án rafmagns frá flutningskerfinu. Allt tiltækt lið frá Landsneti, Rarik, Veitum og verktökum og varaefni er beint á svæðið og viðgerðir eru að hefjast. Notendur fá rafmagn frá varaaflsvélum Rarik á svæðinu. Vitað er um 14 stæður brotnar á Kópaskerslínu, sem tengir Húsavík við Kópasker. Eitthvað er um straumleysi í Kelduhverfi. Sjónskoðun er í gangi úr lofti með Landhelgisgæslunni til að meta tjón á línum norðanlands. Breiðadalslína, sem liggur frá Mjólká í Breiðadal ekki í rekstri. Tilraunir til að setja línuna í rekstur hafa ekki gengið eftir. Verið er að kanna hvort skemmdir séu á línunni. Notendur á norðanverðum Vestfjörðum fá rafmagn frá varaaflsstöðinni í Bolungarvík á meðan línan er ekki í rekstri. Stæður eru brotnar á að lágmarki tveimur stöðum í Láxárlínu, sem liggur frá Akureyri að Laxárstöð. Notendur eru straumlausir í Aðaldal og nærsveitum þar sem rekstrarvandamál eru í Laxárstöð vegna krapastíflu. Unnið er að því að koma vélum í Laxárstöð í gang.
Fjarskipti Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sjá meira