Ráðherra lofar að brugðist verði við veikleikum í kerfum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. desember 2019 11:51 Jökull Brjánsson hjá Hjálparsveit Skáta í Kópavogi tók þessa mynd við björgunarstörf norður í landi þar sem rafmagnslaust hafði verið í 28 klukkustundir. @hjalparsveitskataikopavogi Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir óveðrið sem gekk yfir landið hafa minnt landsmenn illilega á hvað maðurinn á sér lítils gagnvart náttúruöflunum. Veðrið hafi dregið fram fram veikleika í kerfum, eitthvað sem þurfi að bregðast við hratt og örugglega, bæði hvað varðar uppbyggingu og viðbúnað. Vísar Sigurður Ingi til rafmangsleysis sem fólk á Norðurlandi vestra og yfir á austfirði hefur fundið verulega fyrir auk þess sem fjarskiptakerfi hafa legið niðri.Vinnuflokkar hjá Landsneti voru í nótt að hreinsa ís og seltu af Sauðárkrókslínu. Myndskeiðið sýnir vel hvernig aðstæður voru við þessa vinnu. „Það er mikilvægt að það sé nægjanleg orka á hverjum stað. Það er nauðsynlegt að flutningskerfið sé þannig byggt upp að fólk geti treyst því og að einstaklingar geti ekki komið í veg fyrir lagningu raforkulína þegar líf og öryggi samborgaranna er í húfi,“ segir Sigurður Ingi. „Við verðum að fara vel yfir þann viðbúnað sem þarf að vera fyrir hendi, bæði hvað varðar raforkukerfið, þjónustulið Vegagerðarinnar og öryggi fjarskiptakerfisins. Það er hagsmunamál landsins alls en ekki síður stórkostlegt lífsgæðamál fyrir íbúa byggðanna.“ Hann segir að ríkisstjórnin taki málin föstum tökum og ræði ástandið á ríkisstjórnarfundi á morgun. „Ég mun sem byggðamálaráðherra leggja alla áherslu á að allir íbúar landsins búi við öryggi.“ Tuttugu stæður brotnar á Dalvíkurlínu Eftir mikla vinnu í nótt við að hreinsa tengivirkið í Hrútatungu tókst að spennusetja virkið um klukkan fimm í morgun og fá notendur á norðvesturlandi nú rafmagn frá flutningskerfinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsneti. Tengivirkið hafði verið úr rekstri frá því um klukkan hálf ellefu á þriðjudagskvöld. Einnig tókst að koma rafmagni á Vesturlínu til Mjólkár, notendur á norðanverðum Vestfjörðum fá enn rafmagn í gegnum varafl. Sauðárkrókslína kom í rekstur klukkan 7:38 í morgun og notendur á Sauðárkróki og nærsveitum fengu rafmagn í kjölfarið. Mikil ísing og selta hafði safnast fyrir bæði í tengivirkinu á Sauðárkrók og á línum. Var unnið við hreinsun á þeim í alla nótt. Um 20 stæður eru brotnar á Dalvíkurlínu, sem tengir Akureyri við Dalvík. Notendur Dalvík og þar fyrir norðan eru án rafmagns frá flutningskerfinu. Allt tiltækt lið frá Landsneti, Rarik, Veitum og verktökum og varaefni er beint á svæðið og viðgerðir eru að hefjast. Notendur fá rafmagn frá varaaflsvélum Rarik á svæðinu. Vitað er um 14 stæður brotnar á Kópaskerslínu, sem tengir Húsavík við Kópasker. Eitthvað er um straumleysi í Kelduhverfi. Sjónskoðun er í gangi úr lofti með Landhelgisgæslunni til að meta tjón á línum norðanlands. Breiðadalslína, sem liggur frá Mjólká í Breiðadal ekki í rekstri. Tilraunir til að setja línuna í rekstur hafa ekki gengið eftir. Verið er að kanna hvort skemmdir séu á línunni. Notendur á norðanverðum Vestfjörðum fá rafmagn frá varaaflsstöðinni í Bolungarvík á meðan línan er ekki í rekstri. Stæður eru brotnar á að lágmarki tveimur stöðum í Láxárlínu, sem liggur frá Akureyri að Laxárstöð. Notendur eru straumlausir í Aðaldal og nærsveitum þar sem rekstrarvandamál eru í Laxárstöð vegna krapastíflu. Unnið er að því að koma vélum í Laxárstöð í gang. Fjarskipti Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir óveðrið sem gekk yfir landið hafa minnt landsmenn illilega á hvað maðurinn á sér lítils gagnvart náttúruöflunum. Veðrið hafi dregið fram fram veikleika í kerfum, eitthvað sem þurfi að bregðast við hratt og örugglega, bæði hvað varðar uppbyggingu og viðbúnað. Vísar Sigurður Ingi til rafmangsleysis sem fólk á Norðurlandi vestra og yfir á austfirði hefur fundið verulega fyrir auk þess sem fjarskiptakerfi hafa legið niðri.Vinnuflokkar hjá Landsneti voru í nótt að hreinsa ís og seltu af Sauðárkrókslínu. Myndskeiðið sýnir vel hvernig aðstæður voru við þessa vinnu. „Það er mikilvægt að það sé nægjanleg orka á hverjum stað. Það er nauðsynlegt að flutningskerfið sé þannig byggt upp að fólk geti treyst því og að einstaklingar geti ekki komið í veg fyrir lagningu raforkulína þegar líf og öryggi samborgaranna er í húfi,“ segir Sigurður Ingi. „Við verðum að fara vel yfir þann viðbúnað sem þarf að vera fyrir hendi, bæði hvað varðar raforkukerfið, þjónustulið Vegagerðarinnar og öryggi fjarskiptakerfisins. Það er hagsmunamál landsins alls en ekki síður stórkostlegt lífsgæðamál fyrir íbúa byggðanna.“ Hann segir að ríkisstjórnin taki málin föstum tökum og ræði ástandið á ríkisstjórnarfundi á morgun. „Ég mun sem byggðamálaráðherra leggja alla áherslu á að allir íbúar landsins búi við öryggi.“ Tuttugu stæður brotnar á Dalvíkurlínu Eftir mikla vinnu í nótt við að hreinsa tengivirkið í Hrútatungu tókst að spennusetja virkið um klukkan fimm í morgun og fá notendur á norðvesturlandi nú rafmagn frá flutningskerfinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsneti. Tengivirkið hafði verið úr rekstri frá því um klukkan hálf ellefu á þriðjudagskvöld. Einnig tókst að koma rafmagni á Vesturlínu til Mjólkár, notendur á norðanverðum Vestfjörðum fá enn rafmagn í gegnum varafl. Sauðárkrókslína kom í rekstur klukkan 7:38 í morgun og notendur á Sauðárkróki og nærsveitum fengu rafmagn í kjölfarið. Mikil ísing og selta hafði safnast fyrir bæði í tengivirkinu á Sauðárkrók og á línum. Var unnið við hreinsun á þeim í alla nótt. Um 20 stæður eru brotnar á Dalvíkurlínu, sem tengir Akureyri við Dalvík. Notendur Dalvík og þar fyrir norðan eru án rafmagns frá flutningskerfinu. Allt tiltækt lið frá Landsneti, Rarik, Veitum og verktökum og varaefni er beint á svæðið og viðgerðir eru að hefjast. Notendur fá rafmagn frá varaaflsvélum Rarik á svæðinu. Vitað er um 14 stæður brotnar á Kópaskerslínu, sem tengir Húsavík við Kópasker. Eitthvað er um straumleysi í Kelduhverfi. Sjónskoðun er í gangi úr lofti með Landhelgisgæslunni til að meta tjón á línum norðanlands. Breiðadalslína, sem liggur frá Mjólká í Breiðadal ekki í rekstri. Tilraunir til að setja línuna í rekstur hafa ekki gengið eftir. Verið er að kanna hvort skemmdir séu á línunni. Notendur á norðanverðum Vestfjörðum fá rafmagn frá varaaflsstöðinni í Bolungarvík á meðan línan er ekki í rekstri. Stæður eru brotnar á að lágmarki tveimur stöðum í Láxárlínu, sem liggur frá Akureyri að Laxárstöð. Notendur eru straumlausir í Aðaldal og nærsveitum þar sem rekstrarvandamál eru í Laxárstöð vegna krapastíflu. Unnið er að því að koma vélum í Laxárstöð í gang.
Fjarskipti Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Sjá meira