„Það er augljóst að þetta verður fúskað í gegn“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. desember 2019 12:17 Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. vísir/vilhelm Stjórnarandstaðan er sökuð um að halda uppi málþófi í gær í umræðu um þjóðkirkjufrumvarp dómsmálaráðherra. Þingfundi var frestað á miðnætti og hafði þá ekki tekist að tæma mælendaskrá. Þingmaður Pírata segir augljóst að koma eigi málinu í gegn með fúski. Nokkuð er tekist á á bak við tjöldin á Alþingi þessa dagana um dagskrá þingsins þessa síðustu daga fyrir jólafrí. Í gær var framhaldið á Alþingi umræðu um frumvarp dómsmálaráðherra um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar og stóð umræðan í nokkrar klukkustundir eða þar til þingfundi var frestað á miðnætti. Samkvæmt heimildum fréttastofu lítur stjórnarmeirihlutinn svo á að með þessu hafi stjórnarandstaðan reynt að tefja á meðan reynt er að semja um dagskrána fyrir jólafrí. Frumvarpið tengist viðbótarsamningi sem gerður var við kirkjuna sem meðal annars miðar að því að auka sjálfstæði þjóðkirkjunnar í fjármálum og starfsmannamálum. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, gerir verulegar athugasemdir við frumvarpið, bæði efnislega og hvað varðar málsmeðferðina. „Málsmeðferðin er algjörlega hábölvanleg og það er algjörlega dæmigert fyrir þetta kirkjujarðasamkomulag og allt sem því viðkemur, að ráðherra fer og talar við kirkjuna og svo er það kirkjuþing en ekki Alþingi sem að samþykkir samninginn fyrst og síðan er þessu hent hérna inn rétt fyrir jól,“ segir Helgi Hrafn. „Það er augljóst að þetta mál fær ekki viðunandi, eða eftir því sem ég fæ best séð, neina umfjöllun í nefnd, alla vegana ekki ef það á að halda starfsáætlun.“ Samkvæmt dagskrá verður umræðu um málið framhaldið nú strax eftir hádegi í dag. „Það er augljóst að þetta verður fúskað í gegn,“ segir Helgi. Spurður hvort ekki megi líta á langar umræður stjórnarandstöðunnar um málið sem málþóf svarar Helgi: „Ég get ekki fullyrt um hvað öðrum gengur til, ég tók eina fimmtán mínútna ræðu, aðra fimm mínútna ræðu og fór í andsvör bara eins og þingsköp heimila mér og ég gæti talað um þetta mál miklu miklu meira,“ segir Helgi. Alþingi Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Steingrímur hellti sér yfir Halldóru Mogensen í hliðarsal þingsins Forseti þingsins óvenju skapillur og vanstilltur nú um stundir. 12. desember 2019 12:00 Stormasamt milli Pírata og Steingríms í þingsal Halldóra Mogensen telur forseta þingsins mismuna þingmönnum með bjölluslætti sínum. 10. desember 2019 14:35 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Stjórnarandstaðan er sökuð um að halda uppi málþófi í gær í umræðu um þjóðkirkjufrumvarp dómsmálaráðherra. Þingfundi var frestað á miðnætti og hafði þá ekki tekist að tæma mælendaskrá. Þingmaður Pírata segir augljóst að koma eigi málinu í gegn með fúski. Nokkuð er tekist á á bak við tjöldin á Alþingi þessa dagana um dagskrá þingsins þessa síðustu daga fyrir jólafrí. Í gær var framhaldið á Alþingi umræðu um frumvarp dómsmálaráðherra um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar og stóð umræðan í nokkrar klukkustundir eða þar til þingfundi var frestað á miðnætti. Samkvæmt heimildum fréttastofu lítur stjórnarmeirihlutinn svo á að með þessu hafi stjórnarandstaðan reynt að tefja á meðan reynt er að semja um dagskrána fyrir jólafrí. Frumvarpið tengist viðbótarsamningi sem gerður var við kirkjuna sem meðal annars miðar að því að auka sjálfstæði þjóðkirkjunnar í fjármálum og starfsmannamálum. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, gerir verulegar athugasemdir við frumvarpið, bæði efnislega og hvað varðar málsmeðferðina. „Málsmeðferðin er algjörlega hábölvanleg og það er algjörlega dæmigert fyrir þetta kirkjujarðasamkomulag og allt sem því viðkemur, að ráðherra fer og talar við kirkjuna og svo er það kirkjuþing en ekki Alþingi sem að samþykkir samninginn fyrst og síðan er þessu hent hérna inn rétt fyrir jól,“ segir Helgi Hrafn. „Það er augljóst að þetta mál fær ekki viðunandi, eða eftir því sem ég fæ best séð, neina umfjöllun í nefnd, alla vegana ekki ef það á að halda starfsáætlun.“ Samkvæmt dagskrá verður umræðu um málið framhaldið nú strax eftir hádegi í dag. „Það er augljóst að þetta verður fúskað í gegn,“ segir Helgi. Spurður hvort ekki megi líta á langar umræður stjórnarandstöðunnar um málið sem málþóf svarar Helgi: „Ég get ekki fullyrt um hvað öðrum gengur til, ég tók eina fimmtán mínútna ræðu, aðra fimm mínútna ræðu og fór í andsvör bara eins og þingsköp heimila mér og ég gæti talað um þetta mál miklu miklu meira,“ segir Helgi.
Alþingi Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Steingrímur hellti sér yfir Halldóru Mogensen í hliðarsal þingsins Forseti þingsins óvenju skapillur og vanstilltur nú um stundir. 12. desember 2019 12:00 Stormasamt milli Pírata og Steingríms í þingsal Halldóra Mogensen telur forseta þingsins mismuna þingmönnum með bjölluslætti sínum. 10. desember 2019 14:35 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Steingrímur hellti sér yfir Halldóru Mogensen í hliðarsal þingsins Forseti þingsins óvenju skapillur og vanstilltur nú um stundir. 12. desember 2019 12:00
Stormasamt milli Pírata og Steingríms í þingsal Halldóra Mogensen telur forseta þingsins mismuna þingmönnum með bjölluslætti sínum. 10. desember 2019 14:35