Sara vann fjórðu greinina og er komin upp í efsta sæti í Dúbaí Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2019 15:45 Sara Sigmundsdóttir var mjög kát í viðtali eftir fjórðu greinina. Skjámynd/Youtube Sara Sigmundsdóttir komst í toppsætið á Dubai CrossFit Championship með frábærri fjórðu grein þar sem enginn gerði betur en Suðurnesjakonan öfluga. Sara lyfti mest 112 kílóum í jafnhendingu (Clean & Jerk) og hlaut að launum hundrað stig. Enginn lyfti meiru en Sara. Sara lyfti 105 kílóum í fyrstu tilraun og 110 kílóum í annarri tilraun. Hver keppandi fékk 30 sekúndur til að klára hverja jafnhendingu og gat hver keppandi ráðið þyngdinni sem hann reyndi við. Sara vann sinn riðil og jafnaði um leið árangur Callerina Natori frá því í fyrstu greininni. Natori fékk hundrað stig af því að hún lyfti jafnmiklu og Sara. „Ég hugsaði um það allan tímann að þetta væri auðvelt,“ sagði Sara í viðtali eftir riðilinn. Sara hefði getað reynt við 113 kíló í síðustu lyftunni og hefði þá verið ein á toppnum. Samantha Briggs var með 34 stiga forskot á toppnum fyrir þessa grein og var með 53 stigum meira en Sara. Briggs náði „aðeins“ að lyfta 85 kílóum og datt niður í annað sætið. Sara fór á toppinn og er nú með 332 stig eða fjórum stigum meira en Briggs. Sara var í fimmta sætinu fyrir fjórðu greinina en fer nú inni í tvo síðustu dagana í toppsætinu. Karin Frey er í þriðja sæti með 321 stig eða ellefu stigum á eftir Söru. „Ég vissi ekkert hvað hinar höfðu gert. Ég fylgdi bara mínu plani og einbeitti mér bara af því sem ég ætlaði að gera. Ég hugsaði á ég að reyna við 115 kíló en sagði svo sjálfri mér að vera bara róleg. Ég valdi bara 112. 12 er mín tala og svo er líka 12. desember. Það var fullkomið,“ sagði Sara. Fjölskylda Sara er mætt til Dúbaí og fylgist með henni í stúkunni. „Ég gæti þetta ekki ef þau væru ekki hér. Ég leitaði að fjölskyldu minni í stúkunni og það gaf mér svo mikla orku að sjá þau,“ sagði Sara. Sara fékk fimm þúsund dollara eða 616 þúsund íslenskar krónur fyrir að vinna þessa fjórðu grein eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram 1st place prize increased for Individual Event 4 to $5,000. #DCC19 #DubaiCrossFitChampionship #CrossFit #Sanctionals @RogueFitness @reebokmena @emirates @jumeirahcreeksidehotel @dubaisc @hyperice @511tactical @picsil_sport @gowod_mobilityfirst @wodproofapp @rephouse @akifitness @dubaicalendar A post shared by Dubai CrossFit® Championship (@dxbfitnesschamp) on Dec 12, 2019 at 6:36am PST Næstu greinar á mótinu fara fram á morgun. CrossFit Mest lesið Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti og margt fleira Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu „Snérist um að sýna okkar ‘identity’ sem lið“ Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sjá meira
Sara Sigmundsdóttir komst í toppsætið á Dubai CrossFit Championship með frábærri fjórðu grein þar sem enginn gerði betur en Suðurnesjakonan öfluga. Sara lyfti mest 112 kílóum í jafnhendingu (Clean & Jerk) og hlaut að launum hundrað stig. Enginn lyfti meiru en Sara. Sara lyfti 105 kílóum í fyrstu tilraun og 110 kílóum í annarri tilraun. Hver keppandi fékk 30 sekúndur til að klára hverja jafnhendingu og gat hver keppandi ráðið þyngdinni sem hann reyndi við. Sara vann sinn riðil og jafnaði um leið árangur Callerina Natori frá því í fyrstu greininni. Natori fékk hundrað stig af því að hún lyfti jafnmiklu og Sara. „Ég hugsaði um það allan tímann að þetta væri auðvelt,“ sagði Sara í viðtali eftir riðilinn. Sara hefði getað reynt við 113 kíló í síðustu lyftunni og hefði þá verið ein á toppnum. Samantha Briggs var með 34 stiga forskot á toppnum fyrir þessa grein og var með 53 stigum meira en Sara. Briggs náði „aðeins“ að lyfta 85 kílóum og datt niður í annað sætið. Sara fór á toppinn og er nú með 332 stig eða fjórum stigum meira en Briggs. Sara var í fimmta sætinu fyrir fjórðu greinina en fer nú inni í tvo síðustu dagana í toppsætinu. Karin Frey er í þriðja sæti með 321 stig eða ellefu stigum á eftir Söru. „Ég vissi ekkert hvað hinar höfðu gert. Ég fylgdi bara mínu plani og einbeitti mér bara af því sem ég ætlaði að gera. Ég hugsaði á ég að reyna við 115 kíló en sagði svo sjálfri mér að vera bara róleg. Ég valdi bara 112. 12 er mín tala og svo er líka 12. desember. Það var fullkomið,“ sagði Sara. Fjölskylda Sara er mætt til Dúbaí og fylgist með henni í stúkunni. „Ég gæti þetta ekki ef þau væru ekki hér. Ég leitaði að fjölskyldu minni í stúkunni og það gaf mér svo mikla orku að sjá þau,“ sagði Sara. Sara fékk fimm þúsund dollara eða 616 þúsund íslenskar krónur fyrir að vinna þessa fjórðu grein eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram 1st place prize increased for Individual Event 4 to $5,000. #DCC19 #DubaiCrossFitChampionship #CrossFit #Sanctionals @RogueFitness @reebokmena @emirates @jumeirahcreeksidehotel @dubaisc @hyperice @511tactical @picsil_sport @gowod_mobilityfirst @wodproofapp @rephouse @akifitness @dubaicalendar A post shared by Dubai CrossFit® Championship (@dxbfitnesschamp) on Dec 12, 2019 at 6:36am PST Næstu greinar á mótinu fara fram á morgun.
CrossFit Mest lesið Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti og margt fleira Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu „Snérist um að sýna okkar ‘identity’ sem lið“ Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti