Vitjaði hestanna eftir að eitthvað ólýsanlegt hnippti í hann Eiður Þór Árnason skrifar 12. desember 2019 22:11 Búið var að vera rafmagnslaust á svæðinu í hátt í þrjátíu klukkutíma þegar rafmagn kom aftur á um tíu í gærkvöldi. Samsett/Aðsend Magnús Ásgeir Elíasson, bóndi á bænum Stóru-Ásgeirsá í nálægð við Hvammstanga, segir að það hafi tekið mikið á þegar hann fann merina Freyju á bólakafi í snjó á túninu sínu í morgun eftir mikið aftakaveður síðustu daga. Hann segist ekki vita hvað hún hafi verið lengi undir fönn en óveður gekk yfir svæðið í hátt í tvo sólarhringa. Magnús ólst upp í dalnum og efast að hann hafi áður séð annað eins veður. Magnús Ásgeir Elíasson, bóndi á Stóru-ÁsgeirsáAðsend Stoppaði hann og sagði honum að vitja hestanna Í gærmorgun fann hann fyrst tíu hross föst í snjónum þegar hann fór út að gefa hrossunum sínum en þau dreifast á hátt í þúsund hektara jörð. „Það hnippti einhver í mig. Ég veit ekki hver gerði það. En það hnippti einhver í mig þegar ég var búinn með morgungjöfina í gær,“ sagði Magnús í samtali við Vísi en enginn var þá á bænum fyrir utan hann sjálfan og hundinn hans. „Ég var að labba inn í hús, þá bara stoppaði mig einhver og sagði „vitjaðu hestanna“ og ég sneri við og horfði upp eftir og sá stóðið.“ Hann rauk þá upp í bíl og kom að tíu hrossum sem voru föst í snjóskafli. Honum gekk vel að losa hrossin og kom þeim upp úr snjónum með hjálp nágranna. Eftir það sá hann engin fleiri í skaflinum og var viss um að þau hafi öll komist heilu og höldnu undan óveðrinu. Fannst á kafi í snjó „Síðan í morgun þá fer ég um leið í birtingu aftur af stað og ætlaði að vitja hrossanna aftur. Ég var búinn með morgungjafirnar og þegar ég fer upp eftir þá sé ég stóðið þarna fyrir ofan í góðum gír og á góðum stað.“ Eftir það ákvað hann skyndilega að athuga aftur með snjóskaflinn þar sem hrossin fundust morguninn áður og brá mjög í brún.„Þar sé ég bara í nös. Einhverra hluta vegna þá tók ég með mér skófluna. Ég veit ekki af hverju, ég tók bara með skófluna og þá hringi ég bara í einn nágrannann og síðan bara hefst baráttan.“ „Við mannfólkið værum löngu dauð“ Þarna labbaði hann beint að merinni Freyju sem var svo mikið sem á kafi í snjó. Magnús fann fljótlega lífsmark og hringdi þá strax í nágranna sína sem komu með dráttarvél og hjálpuðu honum að moka Freyju úr skaflinum með miklu erfiði. „Við hjálpuðumst að, settum hana í skófluna á dráttarvélinni og komum henni inni í hús.“ „Við náðum merinni inn en hún var náttúrlega mjög eftir sig eftir þetta. Við mannfólkið værum löngu dauð. En það er lífsvilji í henni og hún er bara að braggast. En það er ekkert grín að lenda í þessu.“Hann segir að honum hafi liðið skelfilega þegar hann kom að henni í morgun og að það hafi verið mjög erfitt að sjá hana í þessu ásigkomulagi. Skilur ekki hvernig þau lentu á þessum stað Magnús segist ekki skilja hvernig hrossin lentu á þessum tiltekna stað. Þau hafi verið á mikilli hreyfingu og almennt hafi ekki verið mikill snjór á landinu hans. „Það er skjól þarna fyrir öllum áttum og ég meina þetta var bara eini skaflinn sem hægt var að velja á um þúsund hektara jörð sem að þau voru að bröltast einhvern veginn yfir.“ Hann segir að það hafi ekki verið mögulegt að taka öll hrossin inn fyrir áður en óveðrið skall á í ljósi þess að hann væri ekki með nægt húsaskjól fyrir þau öll. Einnig telur hann að þau hefðu mörg hver tekið mjög illa í slíkar tilfæringar. Dýr Húnaþing vestra Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Sjá meira
Magnús Ásgeir Elíasson, bóndi á bænum Stóru-Ásgeirsá í nálægð við Hvammstanga, segir að það hafi tekið mikið á þegar hann fann merina Freyju á bólakafi í snjó á túninu sínu í morgun eftir mikið aftakaveður síðustu daga. Hann segist ekki vita hvað hún hafi verið lengi undir fönn en óveður gekk yfir svæðið í hátt í tvo sólarhringa. Magnús ólst upp í dalnum og efast að hann hafi áður séð annað eins veður. Magnús Ásgeir Elíasson, bóndi á Stóru-ÁsgeirsáAðsend Stoppaði hann og sagði honum að vitja hestanna Í gærmorgun fann hann fyrst tíu hross föst í snjónum þegar hann fór út að gefa hrossunum sínum en þau dreifast á hátt í þúsund hektara jörð. „Það hnippti einhver í mig. Ég veit ekki hver gerði það. En það hnippti einhver í mig þegar ég var búinn með morgungjöfina í gær,“ sagði Magnús í samtali við Vísi en enginn var þá á bænum fyrir utan hann sjálfan og hundinn hans. „Ég var að labba inn í hús, þá bara stoppaði mig einhver og sagði „vitjaðu hestanna“ og ég sneri við og horfði upp eftir og sá stóðið.“ Hann rauk þá upp í bíl og kom að tíu hrossum sem voru föst í snjóskafli. Honum gekk vel að losa hrossin og kom þeim upp úr snjónum með hjálp nágranna. Eftir það sá hann engin fleiri í skaflinum og var viss um að þau hafi öll komist heilu og höldnu undan óveðrinu. Fannst á kafi í snjó „Síðan í morgun þá fer ég um leið í birtingu aftur af stað og ætlaði að vitja hrossanna aftur. Ég var búinn með morgungjafirnar og þegar ég fer upp eftir þá sé ég stóðið þarna fyrir ofan í góðum gír og á góðum stað.“ Eftir það ákvað hann skyndilega að athuga aftur með snjóskaflinn þar sem hrossin fundust morguninn áður og brá mjög í brún.„Þar sé ég bara í nös. Einhverra hluta vegna þá tók ég með mér skófluna. Ég veit ekki af hverju, ég tók bara með skófluna og þá hringi ég bara í einn nágrannann og síðan bara hefst baráttan.“ „Við mannfólkið værum löngu dauð“ Þarna labbaði hann beint að merinni Freyju sem var svo mikið sem á kafi í snjó. Magnús fann fljótlega lífsmark og hringdi þá strax í nágranna sína sem komu með dráttarvél og hjálpuðu honum að moka Freyju úr skaflinum með miklu erfiði. „Við hjálpuðumst að, settum hana í skófluna á dráttarvélinni og komum henni inni í hús.“ „Við náðum merinni inn en hún var náttúrlega mjög eftir sig eftir þetta. Við mannfólkið værum löngu dauð. En það er lífsvilji í henni og hún er bara að braggast. En það er ekkert grín að lenda í þessu.“Hann segir að honum hafi liðið skelfilega þegar hann kom að henni í morgun og að það hafi verið mjög erfitt að sjá hana í þessu ásigkomulagi. Skilur ekki hvernig þau lentu á þessum stað Magnús segist ekki skilja hvernig hrossin lentu á þessum tiltekna stað. Þau hafi verið á mikilli hreyfingu og almennt hafi ekki verið mikill snjór á landinu hans. „Það er skjól þarna fyrir öllum áttum og ég meina þetta var bara eini skaflinn sem hægt var að velja á um þúsund hektara jörð sem að þau voru að bröltast einhvern veginn yfir.“ Hann segir að það hafi ekki verið mögulegt að taka öll hrossin inn fyrir áður en óveðrið skall á í ljósi þess að hann væri ekki með nægt húsaskjól fyrir þau öll. Einnig telur hann að þau hefðu mörg hver tekið mjög illa í slíkar tilfæringar.
Dýr Húnaþing vestra Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Sjá meira