Mótmælendur myrtu sextán ára dreng hrottalega Samúel Karl Ólason skrifar 13. desember 2019 11:53 Frá mótmælum á Tahrir-torgi í gær. AP/Khalid Mohammed Hópur mótmælenda í Baghdad í Írak myrti sextán ára dreng á hrottalegan hátt. Hópurinn taldi, ranglega, að drengurinn hefði skotið á þau en hann hafði skotið úr skammbyssu upp í loftið til að reyna að fæla fólkið frá heimili fjölskyldu hans. Drengurinn var barinn, dreginn um götur Baghdad, stunginn sautján sinnum, hengdur upp í umferðarljós á ökklunum og skorinn á háls. Myndbönd af morðinu hrottalega sýna lögregluþjóna í þvögunni, samkvæmt frétt New York Times.Skömmu áður höfðu sex manns verið skotnir til bana og virðist sem að mótmælendurnir hafi talið drenginn hafa skotið fólkið. Undanfarnar vikur hafa umfangsmikil mótmæli staðið fyrir í Írak vegna spillingar og vanmáttar yfirvalda. Á þessum vikum hafa mótmælendur orðið fyrir miklu ofbeldi og rúmlega 400 hafa verið skotnir til bana af vopnuðum mönnum og öryggissveitum. Síðasta föstudag dóu 25 mótmælendur í Baghdad þegar menn á pallbílum skutu á þá. Þar að auki hafa leiðtogar mótmælenda verið myrtir og þeim rænt á undanförnum dögum. Mótmælendur kenna vopnuðum sveitum sem studdar eru af Íran um morðin. Klerkurinn Muqtada al-Sadr kallaði þá sem myrtu drenginn „hryðjuverkamenn“ og hefur sagt að verði ekki búið að bera kennsl á morðingjanna innan tveggja sólarhringa muni sveitir hans hætta að vernda mótmælendur. Leiðtogar mótmælanna hafa sömuleiðis fordæmt morðið. NYT segir drenginn, sem hét Haitham Ali Ismael, hafa ítrekað gagnrýnt mótmælendur síðustu daga og reynt að reka þá af götu við hlið heimilis fjölskyldu hans. Í gær fór hann hins vegar upp á þak hússins og skaut nokkrum skotum upp í loftið. Stór hópur mótmælenda ruddi sér þá leið inn í húsið þar sem hann var stunginn til bana og dreginn út á götu. Vitni segist hafa séð hópinn hengja lík drengsins upp og skera það svo niður seinna meir. Þá hafi því verið kastað á pall lögreglubíls og þar hafi einhverjir skorið líkið á háls. Einnig var rætt við yfirmann hjá lögreglunni sem segir að lögregluþjónar á svæðinu hafi ekkert getað gert. Þeir hefðu verið of fáir og mótmælendahópurinn of fjölmennur. Írak Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Hópur mótmælenda í Baghdad í Írak myrti sextán ára dreng á hrottalegan hátt. Hópurinn taldi, ranglega, að drengurinn hefði skotið á þau en hann hafði skotið úr skammbyssu upp í loftið til að reyna að fæla fólkið frá heimili fjölskyldu hans. Drengurinn var barinn, dreginn um götur Baghdad, stunginn sautján sinnum, hengdur upp í umferðarljós á ökklunum og skorinn á háls. Myndbönd af morðinu hrottalega sýna lögregluþjóna í þvögunni, samkvæmt frétt New York Times.Skömmu áður höfðu sex manns verið skotnir til bana og virðist sem að mótmælendurnir hafi talið drenginn hafa skotið fólkið. Undanfarnar vikur hafa umfangsmikil mótmæli staðið fyrir í Írak vegna spillingar og vanmáttar yfirvalda. Á þessum vikum hafa mótmælendur orðið fyrir miklu ofbeldi og rúmlega 400 hafa verið skotnir til bana af vopnuðum mönnum og öryggissveitum. Síðasta föstudag dóu 25 mótmælendur í Baghdad þegar menn á pallbílum skutu á þá. Þar að auki hafa leiðtogar mótmælenda verið myrtir og þeim rænt á undanförnum dögum. Mótmælendur kenna vopnuðum sveitum sem studdar eru af Íran um morðin. Klerkurinn Muqtada al-Sadr kallaði þá sem myrtu drenginn „hryðjuverkamenn“ og hefur sagt að verði ekki búið að bera kennsl á morðingjanna innan tveggja sólarhringa muni sveitir hans hætta að vernda mótmælendur. Leiðtogar mótmælanna hafa sömuleiðis fordæmt morðið. NYT segir drenginn, sem hét Haitham Ali Ismael, hafa ítrekað gagnrýnt mótmælendur síðustu daga og reynt að reka þá af götu við hlið heimilis fjölskyldu hans. Í gær fór hann hins vegar upp á þak hússins og skaut nokkrum skotum upp í loftið. Stór hópur mótmælenda ruddi sér þá leið inn í húsið þar sem hann var stunginn til bana og dreginn út á götu. Vitni segist hafa séð hópinn hengja lík drengsins upp og skera það svo niður seinna meir. Þá hafi því verið kastað á pall lögreglubíls og þar hafi einhverjir skorið líkið á háls. Einnig var rætt við yfirmann hjá lögreglunni sem segir að lögregluþjónar á svæðinu hafi ekkert getað gert. Þeir hefðu verið of fáir og mótmælendahópurinn of fjölmennur.
Írak Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira