Lögreglumaður dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir hótanir og blygðunarsemisbrot Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. desember 2019 15:22 Lögreglumaðurinn kannaðist ekki við að hafa hringt í konuna eftir að hann sendi henni skilaboð á Snapchat. Hann kvaðst næst muna eftir sér á heimleið rétt fyrir miðnætti. Vísir/Vilhelm Landsréttur dæmdi í dag þrítugan karlmann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir hótanir og blygðunarsemisbrot gegn konu sem hann var í sambandi með í nokkra mánuði. Karlmaðurinn var starfandi lögreglumaður þegar brotin áttu sér stað. Hann hafði hlotið þrjátíu daga dóm í Héraðsdómi Reykjaness en ríkissaksóknari áfrýjaði dómnum til Landsréttar sem kvað upp dóm sinn í dag. Lögreglumaðurinn, sem hefur ekki starfað sem lögreglumaður síðan málið kom upp, var ákærður fyrir að senda konunni eftirfarandi skilaboð á Snapchat í janúar 2018: 1) „Ætlaru að riða mer a eftir? [...] Viltu mig? Riddu mer doninn þinn [...] Riddu mer beibe“ 2) „Fokking mella [...] Þu eyðirlagði lif mitt Eg ætla að drepa þig Hehehe“ 3) „Litla fokking hóran þin Þúrt hóra [B] [...] Það er það sem þu ert Hóra Hóra Ekkert nema hóra Eg hata þig Fokking deyðu [B]“ 4) „Eg hata þig [B] Þu ert exactly the whore i wanna kill“ 5) „Ettu drullu hóra Hata þig Mun brjóta Þig Ef þu kmr nalægt Mer Hata þig Fokking hata þig ;)“ 6) „Ja eg fokking vona að þu deyir Ógeðiðþitt Eg hata þig utaf lifinu Þu eyðilagðir lif mitt Þu fokking eyðilagðir það [...] Eg mun fkn lata þig gjalda f það“ Fram kom í framburði mannsins að hann og brotaþoli hefðu byrjað að hittast í ársbyrjun 2017 og hefði samband þeirra varað fram á vor eða byrjun sumars það ár. Þau hefðu síðast sofið saman í nóvember 2017. Kannaðist ekki við öll ummælin Við upphaf aðalmeðferðar málsins kvaðst ákærði aðspurður kannast við ummælin í fyrsta tölulið ákæru. Hann sagðist hins vegar ekki minnast þess að hafa sent hótanirnar í töluliðum 2-6. Maðurinn kannaðist enn fremur ekki við að hafa hringt í konuna eftir að hann sendi henni skilaboð á Snapchat. Hann kvaðst næst muna eftir sér á heimleið rétt fyrir miðnætti. Þegar heim var komið hefði hann lagst upp í sófa og farið horfa á sjónvarpið. Um klukkan fjögur um nóttina kvaðst maðurinn hafa opnað símann sinn og þá séð þar samskipti á milli sín og brotaþola. „Ég er að segja einhvern djöfulinn og ljóta hluti og bara búinn að vera í uppnámi og reiðikasti og einhverjum sárum og er að láta það bitna á A [brotaþola],“ er haft eftir manninum í dómnum. Taldi annmarka í rannsókninni Í greinargerð sem lögreglumaðurinn lagði fram í málinu í héraði voru umtalsverðir ágallar sagðir hafa verið á rannsókn málsins. Ýmiss gögn málsins væru ófullkomin og ekki á þeim byggjandi. Héraðsdómur féllst á það með ákærða að rannsókn málsins hefði í ýmsum atriðum verið ábótavant. Til dæmis hafi ekki verið tekin skýrsla af systur konunnar, sem var með henni umrætt kvöld og hafði fyrst samband við lögreglu, þó að full ástæða hefði verið til þess. Þá rannsakaði lögregla ekki síma brotaþola heldur lét við það sitja að byggja rannsókn sína á gögnum sem brotaþoli sendi lögreglu. Héraðsdómur taldi þessa ágalla sem voru á rannsókn málsins þó ekki geta einir og sér leitt til frávísunar eða sýknu ákærða. Vissulega hótun Maðurinn var sýknaður af blygðunarsemisbroti í héraði fyrir ummæli sín í fyrsta lið en Landsréttur var ósammála því. Í héraði var litið til þess að í skilaboðum frá brotaþola, sem hún sendi ákærða sumarið 2017, væri að finna sambærilegt orðalag og lörgeglumaðurinn hefði notað. Landsréttur var á öðru máli og sakfelldi fyrir blygðungarsemisbrot. Þá voru manninum einnig gefnar að sök hótanir með ummælunum í lið 2-6. Að mati héraðsdóms var ekki um að ræða hótun um refsiverðan verknað í þriðju skilaboðunum en aftur var Landsréttur ósammála og sakfelldi fyrir þau skilaboð. Dómsmál Lögreglan Tengdar fréttir Skilaboð lögreglumanns til ungrar konu: „Þu ert exactly the whore i wanna kill“ Dóms er að vænta í máli héraðssaksóknara á hendur tæplega þrítugum lögreglumanni á höfuðborgarsvæðinu fyrir hótanir í garð ungrar konu. 14. september 2018 10:13 Lögreglumaður dæmdur fyrir líflátshótanir á Snapchat Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt lögreglumann í þrjátíu daga skilorðsbundið fanglesi vegna hótana sem hann sendi konu á samfélagsmiðlinum Snapchat í lok janúar síðastliðinn. 6. október 2018 12:47 Litu til þess að konan hafði áður sent lögreglumanninum sambærileg skilaboð Lögreglumaðurinn var dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi vegna hótana sem hann sendi konu á samfélagsmiðlinum Snapchat í lok janúar síðastliðinn. 8. október 2018 18:11 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira
Landsréttur dæmdi í dag þrítugan karlmann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir hótanir og blygðunarsemisbrot gegn konu sem hann var í sambandi með í nokkra mánuði. Karlmaðurinn var starfandi lögreglumaður þegar brotin áttu sér stað. Hann hafði hlotið þrjátíu daga dóm í Héraðsdómi Reykjaness en ríkissaksóknari áfrýjaði dómnum til Landsréttar sem kvað upp dóm sinn í dag. Lögreglumaðurinn, sem hefur ekki starfað sem lögreglumaður síðan málið kom upp, var ákærður fyrir að senda konunni eftirfarandi skilaboð á Snapchat í janúar 2018: 1) „Ætlaru að riða mer a eftir? [...] Viltu mig? Riddu mer doninn þinn [...] Riddu mer beibe“ 2) „Fokking mella [...] Þu eyðirlagði lif mitt Eg ætla að drepa þig Hehehe“ 3) „Litla fokking hóran þin Þúrt hóra [B] [...] Það er það sem þu ert Hóra Hóra Ekkert nema hóra Eg hata þig Fokking deyðu [B]“ 4) „Eg hata þig [B] Þu ert exactly the whore i wanna kill“ 5) „Ettu drullu hóra Hata þig Mun brjóta Þig Ef þu kmr nalægt Mer Hata þig Fokking hata þig ;)“ 6) „Ja eg fokking vona að þu deyir Ógeðiðþitt Eg hata þig utaf lifinu Þu eyðilagðir lif mitt Þu fokking eyðilagðir það [...] Eg mun fkn lata þig gjalda f það“ Fram kom í framburði mannsins að hann og brotaþoli hefðu byrjað að hittast í ársbyrjun 2017 og hefði samband þeirra varað fram á vor eða byrjun sumars það ár. Þau hefðu síðast sofið saman í nóvember 2017. Kannaðist ekki við öll ummælin Við upphaf aðalmeðferðar málsins kvaðst ákærði aðspurður kannast við ummælin í fyrsta tölulið ákæru. Hann sagðist hins vegar ekki minnast þess að hafa sent hótanirnar í töluliðum 2-6. Maðurinn kannaðist enn fremur ekki við að hafa hringt í konuna eftir að hann sendi henni skilaboð á Snapchat. Hann kvaðst næst muna eftir sér á heimleið rétt fyrir miðnætti. Þegar heim var komið hefði hann lagst upp í sófa og farið horfa á sjónvarpið. Um klukkan fjögur um nóttina kvaðst maðurinn hafa opnað símann sinn og þá séð þar samskipti á milli sín og brotaþola. „Ég er að segja einhvern djöfulinn og ljóta hluti og bara búinn að vera í uppnámi og reiðikasti og einhverjum sárum og er að láta það bitna á A [brotaþola],“ er haft eftir manninum í dómnum. Taldi annmarka í rannsókninni Í greinargerð sem lögreglumaðurinn lagði fram í málinu í héraði voru umtalsverðir ágallar sagðir hafa verið á rannsókn málsins. Ýmiss gögn málsins væru ófullkomin og ekki á þeim byggjandi. Héraðsdómur féllst á það með ákærða að rannsókn málsins hefði í ýmsum atriðum verið ábótavant. Til dæmis hafi ekki verið tekin skýrsla af systur konunnar, sem var með henni umrætt kvöld og hafði fyrst samband við lögreglu, þó að full ástæða hefði verið til þess. Þá rannsakaði lögregla ekki síma brotaþola heldur lét við það sitja að byggja rannsókn sína á gögnum sem brotaþoli sendi lögreglu. Héraðsdómur taldi þessa ágalla sem voru á rannsókn málsins þó ekki geta einir og sér leitt til frávísunar eða sýknu ákærða. Vissulega hótun Maðurinn var sýknaður af blygðunarsemisbroti í héraði fyrir ummæli sín í fyrsta lið en Landsréttur var ósammála því. Í héraði var litið til þess að í skilaboðum frá brotaþola, sem hún sendi ákærða sumarið 2017, væri að finna sambærilegt orðalag og lörgeglumaðurinn hefði notað. Landsréttur var á öðru máli og sakfelldi fyrir blygðungarsemisbrot. Þá voru manninum einnig gefnar að sök hótanir með ummælunum í lið 2-6. Að mati héraðsdóms var ekki um að ræða hótun um refsiverðan verknað í þriðju skilaboðunum en aftur var Landsréttur ósammála og sakfelldi fyrir þau skilaboð.
Dómsmál Lögreglan Tengdar fréttir Skilaboð lögreglumanns til ungrar konu: „Þu ert exactly the whore i wanna kill“ Dóms er að vænta í máli héraðssaksóknara á hendur tæplega þrítugum lögreglumanni á höfuðborgarsvæðinu fyrir hótanir í garð ungrar konu. 14. september 2018 10:13 Lögreglumaður dæmdur fyrir líflátshótanir á Snapchat Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt lögreglumann í þrjátíu daga skilorðsbundið fanglesi vegna hótana sem hann sendi konu á samfélagsmiðlinum Snapchat í lok janúar síðastliðinn. 6. október 2018 12:47 Litu til þess að konan hafði áður sent lögreglumanninum sambærileg skilaboð Lögreglumaðurinn var dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi vegna hótana sem hann sendi konu á samfélagsmiðlinum Snapchat í lok janúar síðastliðinn. 8. október 2018 18:11 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira
Skilaboð lögreglumanns til ungrar konu: „Þu ert exactly the whore i wanna kill“ Dóms er að vænta í máli héraðssaksóknara á hendur tæplega þrítugum lögreglumanni á höfuðborgarsvæðinu fyrir hótanir í garð ungrar konu. 14. september 2018 10:13
Lögreglumaður dæmdur fyrir líflátshótanir á Snapchat Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt lögreglumann í þrjátíu daga skilorðsbundið fanglesi vegna hótana sem hann sendi konu á samfélagsmiðlinum Snapchat í lok janúar síðastliðinn. 6. október 2018 12:47
Litu til þess að konan hafði áður sent lögreglumanninum sambærileg skilaboð Lögreglumaðurinn var dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi vegna hótana sem hann sendi konu á samfélagsmiðlinum Snapchat í lok janúar síðastliðinn. 8. október 2018 18:11