Fréttastofa í Rúmeníu fjallar um aðbúnað verkamanna á Íslandi Jakob Bjarnar skrifar 13. desember 2019 15:39 Helgi Seljan uppfræddi rúmensku sjónvarpsmennina um hvernig búið væri að erlendu verkafólki á Íslandi. Tveir sjónvarpsfréttamenn frá rúmönsku sjónvarpsstöðinni Pro Tv fóru af landi brott í dag. Þeir höfðu þá dvalið hér í um viku við að safna efni í viðamikla umfjöllun um aðbúnað rúmanskra verkamanna á Íslandi. Meðal þeirra sem þeir ræddu sérstaklega við eru Drífa Snædal forseta ASÍ og Helga Seljan sjónvarpsmann. Rúmenskir verkamenn telja sig illa svikna „Já, þeir ætla að vera með fréttaskýringar um ástandið á Íslandi,“ segir Helgi aðspurður um hvaða erindi þeir hafi verið að reka hér á landi. Fyrir um ári fjallaði Helgi Seljan í afhjúpandi Kveiksþætti um aðbúnað erlendra verkamanna á Íslandi sem töldu sig grátt leikna af starfsmannaleigum á Íslandi. Því var það svo að rúmönsku sjónvarpsmennirnir töluðu við Helga. Rúmenskur verkamaður á Íslandi. Rúmenar hafa bundist samtökum í landi sínu og leita réttar síns, en þeir telja sig illa svikna í samskiptum við starfsmannaleigur.visir/sigurjón „Þetta kom mér á óvart, því um er að ræða stærstu sjónvarpsstöð í Rúmeníu, að þeir meti það svo að fram séu komnar svo margar frásagnir frá rúmenskum verkamm0nnum sem hafa orðið undir á íslenskum vinnumarkaði að vert væri að gera sér sérstaka ferð til að ræða við bæði Rúmena sem eru hérna ennþá og svo til að kynna sér þessa sögu,“ segir Helgi. Höldum alltaf að við séum betri en aðrir Hann segir þeir Rúmenar sem hér hafa verið við störf hafi bundist sérstökum samtökum. „Já, eftir að þeir fóru heim. Þeir vilja sækja rétt sinn. Margir þeirra eiga óuppgerð laun og telja sig illa svikna. Þeir hafa verið að leita réttar síns meðal annars í gegnum sendiherra Rúmeníu á Íslandi og svo hafa þeir leitað á náðir Evrópuþingsins. Það vakti athygli þessarar fjölmiðlamanna sem komu hér og voru í viku að vinna að þessari fréttaskýringu.“ Helgi Seljan segir það alltaf koma jafn flatt uppá Íslendinga þegar orðsporið bíður hnekki á erlendri grundu. Helgi segir það athyglisvert að alltaf skuli það koma Íslendingum jafn mikið á óvart þegar orðspori lands og þjóðar sé í háska á erlendum vettvangi. „Alltaf jafn sjokkerandi. Hér sitjum við og látum eins og við séum alltaf aðeins skárri en hinir. Búum við þann furðulega barómeter. Þó erum við alltaf að reka okkur á að kannski erum við það ekkert alltaf.“ Þekkt fólk í þjónustu Eldum rétt Þessu tengt þá hefur Efling nú sent frá sér harðorða yfirlýsingu og birt á heimasíðu sinni þar sem fullyrt er að Eldum rétt hafi sagt ósatt um viðskipti sín við starfsmannaleigu. Sólveig Anna Jónsdóttir. Efling hefur sent frá sér tilkynningu þar sem þau fordæma meðal annars þekkta einstaklinga úr skemmtanaiðnaðinum svo sem Ilmi Kristjánsdóttur, MC Gauta og Sölku Sól fyrir að reka erindi Eldum rétt.visir/vilhelm Þar er fullyrt að þjónustukaup Eldum rétt af „hinni alræmdu starfsmannaleigu Menn í vinnu voru margfalt umfangsmeiri en framkvæmdastjóri hefur fullyrt.“ Þar segir jafnframt að starfsmannaleigan hafi verið kærð til héraðssaksóknara fyrir mansal og fleiri gróf brot. „Eldum rétt neitar enn, eitt notendafyrirtækja, að rétta hlut rúmenskra verkamanna sem þjónustuðu fyrirtækið á sama tíma og þeir urðu fyrir grófum réttindabrotum.“ Í yfirlýsingu Eflingar, sem er afdráttarlaus, segir fremur nöturlega meðal annars: „Eldum rétt rekur nú auglýsingaherferð með þekktum einstaklingum úr skemmtanaiðnaðinum, þar á meðal Emmsjé Gauta, Sölku Sól og Ilmi Kristjánsdóttur.“ Dómsmál Fjölmiðlar Kjaramál Rúmenía Vinnumarkaður Tengdar fréttir Eldum rétt taldi sig breyta rétt Framkvæmdastjóri fyrirtækisins Eldum rétt segir að fyrirtækið vilja axla ábyrgð og harmar það ef starfsfólk á vegum starfsmannaleigunnar MIV, sem áður hét Menn í vinnu, hafi verið beitt nauðung. 3. júlí 2019 12:15 Brotið á hundruð útlenskra launamanna á Íslandi Aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ segir starfsmannaleigur hér á landi margar sýna einbeittan brotavilja gagnvar starfsmönnum og íslenskum skattayfirvöldum. 11. nóvember 2015 13:28 ASÍ svarar meiðyrðadómi af fullri hörku Ekki búið að taka ákvörðun um hvort dómnum verði áfrýjað. 3. desember 2019 16:20 Fjöldi starfsmannaleiga hefur margfaldast Fjöldi starfsmannaleiga hefur margfaldast á Íslandi á síðustu árum og hafa þær aldrei verið fleiri. Forstjóri Vinnumálastofnunar telur að minnst um þriðjungur þeirra brjóti á réttindum starfsmanna sinna. 18. maí 2017 18:30 Menn í vinnu vinna meiðyrðamál gegn Maríu Lóu Nokkrir sluppu við málsókn vegna gjaldþrots fyrirtækisins. 3. desember 2019 14:01 Stórir aðilar á vinnumarkaði beiti sér gegn ólíðandi brotum á starfsmönnum Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir atriði í kröfugerð Eflingar varðandi starfsmannaleigur hafa verið rædd við samningaborðið. Mestu máli skipti að stórir aðilar á vinnumarkaði beiti sér í sameiningu gegn ólíðandi brotum á starfsmönnum. 9. febrúar 2019 12:30 Tugir starfsmannaleiga og erlendra verktakafyrirtækja með starfsfólk á Íslandi Þensla ríkir á íslenskum vinnumarkaði og hefur atvinnuleysi ekki verið minna frá því löngu fyrir hrun. 11. maí 2017 19:30 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Innlent Fleiri fréttir Viðsnúningur í rekstri sveitarfélaga Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Sjá meira
Tveir sjónvarpsfréttamenn frá rúmönsku sjónvarpsstöðinni Pro Tv fóru af landi brott í dag. Þeir höfðu þá dvalið hér í um viku við að safna efni í viðamikla umfjöllun um aðbúnað rúmanskra verkamanna á Íslandi. Meðal þeirra sem þeir ræddu sérstaklega við eru Drífa Snædal forseta ASÍ og Helga Seljan sjónvarpsmann. Rúmenskir verkamenn telja sig illa svikna „Já, þeir ætla að vera með fréttaskýringar um ástandið á Íslandi,“ segir Helgi aðspurður um hvaða erindi þeir hafi verið að reka hér á landi. Fyrir um ári fjallaði Helgi Seljan í afhjúpandi Kveiksþætti um aðbúnað erlendra verkamanna á Íslandi sem töldu sig grátt leikna af starfsmannaleigum á Íslandi. Því var það svo að rúmönsku sjónvarpsmennirnir töluðu við Helga. Rúmenskur verkamaður á Íslandi. Rúmenar hafa bundist samtökum í landi sínu og leita réttar síns, en þeir telja sig illa svikna í samskiptum við starfsmannaleigur.visir/sigurjón „Þetta kom mér á óvart, því um er að ræða stærstu sjónvarpsstöð í Rúmeníu, að þeir meti það svo að fram séu komnar svo margar frásagnir frá rúmenskum verkamm0nnum sem hafa orðið undir á íslenskum vinnumarkaði að vert væri að gera sér sérstaka ferð til að ræða við bæði Rúmena sem eru hérna ennþá og svo til að kynna sér þessa sögu,“ segir Helgi. Höldum alltaf að við séum betri en aðrir Hann segir þeir Rúmenar sem hér hafa verið við störf hafi bundist sérstökum samtökum. „Já, eftir að þeir fóru heim. Þeir vilja sækja rétt sinn. Margir þeirra eiga óuppgerð laun og telja sig illa svikna. Þeir hafa verið að leita réttar síns meðal annars í gegnum sendiherra Rúmeníu á Íslandi og svo hafa þeir leitað á náðir Evrópuþingsins. Það vakti athygli þessarar fjölmiðlamanna sem komu hér og voru í viku að vinna að þessari fréttaskýringu.“ Helgi Seljan segir það alltaf koma jafn flatt uppá Íslendinga þegar orðsporið bíður hnekki á erlendri grundu. Helgi segir það athyglisvert að alltaf skuli það koma Íslendingum jafn mikið á óvart þegar orðspori lands og þjóðar sé í háska á erlendum vettvangi. „Alltaf jafn sjokkerandi. Hér sitjum við og látum eins og við séum alltaf aðeins skárri en hinir. Búum við þann furðulega barómeter. Þó erum við alltaf að reka okkur á að kannski erum við það ekkert alltaf.“ Þekkt fólk í þjónustu Eldum rétt Þessu tengt þá hefur Efling nú sent frá sér harðorða yfirlýsingu og birt á heimasíðu sinni þar sem fullyrt er að Eldum rétt hafi sagt ósatt um viðskipti sín við starfsmannaleigu. Sólveig Anna Jónsdóttir. Efling hefur sent frá sér tilkynningu þar sem þau fordæma meðal annars þekkta einstaklinga úr skemmtanaiðnaðinum svo sem Ilmi Kristjánsdóttur, MC Gauta og Sölku Sól fyrir að reka erindi Eldum rétt.visir/vilhelm Þar er fullyrt að þjónustukaup Eldum rétt af „hinni alræmdu starfsmannaleigu Menn í vinnu voru margfalt umfangsmeiri en framkvæmdastjóri hefur fullyrt.“ Þar segir jafnframt að starfsmannaleigan hafi verið kærð til héraðssaksóknara fyrir mansal og fleiri gróf brot. „Eldum rétt neitar enn, eitt notendafyrirtækja, að rétta hlut rúmenskra verkamanna sem þjónustuðu fyrirtækið á sama tíma og þeir urðu fyrir grófum réttindabrotum.“ Í yfirlýsingu Eflingar, sem er afdráttarlaus, segir fremur nöturlega meðal annars: „Eldum rétt rekur nú auglýsingaherferð með þekktum einstaklingum úr skemmtanaiðnaðinum, þar á meðal Emmsjé Gauta, Sölku Sól og Ilmi Kristjánsdóttur.“
Dómsmál Fjölmiðlar Kjaramál Rúmenía Vinnumarkaður Tengdar fréttir Eldum rétt taldi sig breyta rétt Framkvæmdastjóri fyrirtækisins Eldum rétt segir að fyrirtækið vilja axla ábyrgð og harmar það ef starfsfólk á vegum starfsmannaleigunnar MIV, sem áður hét Menn í vinnu, hafi verið beitt nauðung. 3. júlí 2019 12:15 Brotið á hundruð útlenskra launamanna á Íslandi Aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ segir starfsmannaleigur hér á landi margar sýna einbeittan brotavilja gagnvar starfsmönnum og íslenskum skattayfirvöldum. 11. nóvember 2015 13:28 ASÍ svarar meiðyrðadómi af fullri hörku Ekki búið að taka ákvörðun um hvort dómnum verði áfrýjað. 3. desember 2019 16:20 Fjöldi starfsmannaleiga hefur margfaldast Fjöldi starfsmannaleiga hefur margfaldast á Íslandi á síðustu árum og hafa þær aldrei verið fleiri. Forstjóri Vinnumálastofnunar telur að minnst um þriðjungur þeirra brjóti á réttindum starfsmanna sinna. 18. maí 2017 18:30 Menn í vinnu vinna meiðyrðamál gegn Maríu Lóu Nokkrir sluppu við málsókn vegna gjaldþrots fyrirtækisins. 3. desember 2019 14:01 Stórir aðilar á vinnumarkaði beiti sér gegn ólíðandi brotum á starfsmönnum Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir atriði í kröfugerð Eflingar varðandi starfsmannaleigur hafa verið rædd við samningaborðið. Mestu máli skipti að stórir aðilar á vinnumarkaði beiti sér í sameiningu gegn ólíðandi brotum á starfsmönnum. 9. febrúar 2019 12:30 Tugir starfsmannaleiga og erlendra verktakafyrirtækja með starfsfólk á Íslandi Þensla ríkir á íslenskum vinnumarkaði og hefur atvinnuleysi ekki verið minna frá því löngu fyrir hrun. 11. maí 2017 19:30 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Innlent Fleiri fréttir Viðsnúningur í rekstri sveitarfélaga Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Sjá meira
Eldum rétt taldi sig breyta rétt Framkvæmdastjóri fyrirtækisins Eldum rétt segir að fyrirtækið vilja axla ábyrgð og harmar það ef starfsfólk á vegum starfsmannaleigunnar MIV, sem áður hét Menn í vinnu, hafi verið beitt nauðung. 3. júlí 2019 12:15
Brotið á hundruð útlenskra launamanna á Íslandi Aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ segir starfsmannaleigur hér á landi margar sýna einbeittan brotavilja gagnvar starfsmönnum og íslenskum skattayfirvöldum. 11. nóvember 2015 13:28
ASÍ svarar meiðyrðadómi af fullri hörku Ekki búið að taka ákvörðun um hvort dómnum verði áfrýjað. 3. desember 2019 16:20
Fjöldi starfsmannaleiga hefur margfaldast Fjöldi starfsmannaleiga hefur margfaldast á Íslandi á síðustu árum og hafa þær aldrei verið fleiri. Forstjóri Vinnumálastofnunar telur að minnst um þriðjungur þeirra brjóti á réttindum starfsmanna sinna. 18. maí 2017 18:30
Menn í vinnu vinna meiðyrðamál gegn Maríu Lóu Nokkrir sluppu við málsókn vegna gjaldþrots fyrirtækisins. 3. desember 2019 14:01
Stórir aðilar á vinnumarkaði beiti sér gegn ólíðandi brotum á starfsmönnum Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir atriði í kröfugerð Eflingar varðandi starfsmannaleigur hafa verið rædd við samningaborðið. Mestu máli skipti að stórir aðilar á vinnumarkaði beiti sér í sameiningu gegn ólíðandi brotum á starfsmönnum. 9. febrúar 2019 12:30
Tugir starfsmannaleiga og erlendra verktakafyrirtækja með starfsfólk á Íslandi Þensla ríkir á íslenskum vinnumarkaði og hefur atvinnuleysi ekki verið minna frá því löngu fyrir hrun. 11. maí 2017 19:30