Gleðigjafinn Solla og Daði Freyr send heim í Allir geta dansað Sóley Guðmundsdóttir skrifar 13. desember 2019 22:15 Solla Eiríks og Daði voru send heim í kvöld M.Flóvent Solla Eiríks og Daði Freyr voru send heim í Allir geta dansað í kvöld. Þau eru annað parið til að vera sent heim og því eru átta pör eftir. Úrslitin voru óvænt og segja þau mikið um hversu sterk pörin eru orðin. Vala Eiríks og Sigurður Már voru eitt af tveimur neðstu pörunum í kvöld. Þau voru með flest stig frá dómurum úr síðustu tveimur þáttum fyrir kvöldið í kvöld. Vala og Siggi komust áfram og halda áfram keppni næsta föstudag. Allur ágóði símakosningarinnar í kvöld rann til Vildarbarna Icelandair. Vildarbörn Icelandair er sjóður sem gerir langveikum börnum auk barna í sérstökum aðstæðum kleift að ferðast með fjölskyldum sínum. Alls hafa um 700 fjölskyldur notið góðs af ferðastyrkjum sjóðsins. Solla sagði frá því í Ísland í dag þegar hún fór í kulnun og að Allir geta dansað hafi í raun komið inn í hennar líf eins og himnasending. Solla segir að hún hafi verið alveg uppgefin á tíma en sem betur fer hafi hún verið búin að samþykkja að taka þátt í Allir geta dansað. „Svo byrja æfingar og ég man á fyrstu æfingunni held ég að ég hafi getað dansað í svona korter. Ég var bara búin, taugakerfið, líkaminn og allt saman. En dansinn er bara guðgómlegur.“ Solla Eiríks og Daði Freyr voru eðlilega svekkt þegar úrslitin lágu fyrir.M. Flóvent Dómararnir voru sammála um það að þau eiga eftir að sakna Sollu og Daða. Jóhann Gunnar sagði um parið: „Þið geislið af lífsgleði og við eigum eftir að sakna ykkar.“ Solla og Daði fengu samtals 18 stig frá dómurunum, sex frá hverju þeirra. Símakosningin vó helming á móti einkunnum dómara og dugðu atkvæðin og einkunnir því miður ekki til. Í næstu viku verður þátturinn með sérstöku jólaþema og verður gaman að sjá hvað pörin átta sem eftir eru galdra fram úr erminni.Fylgst var með gangi mála í Reykjavík Studios í vaktinni hér að neðan.
Solla Eiríks og Daði Freyr voru send heim í Allir geta dansað í kvöld. Þau eru annað parið til að vera sent heim og því eru átta pör eftir. Úrslitin voru óvænt og segja þau mikið um hversu sterk pörin eru orðin. Vala Eiríks og Sigurður Már voru eitt af tveimur neðstu pörunum í kvöld. Þau voru með flest stig frá dómurum úr síðustu tveimur þáttum fyrir kvöldið í kvöld. Vala og Siggi komust áfram og halda áfram keppni næsta föstudag. Allur ágóði símakosningarinnar í kvöld rann til Vildarbarna Icelandair. Vildarbörn Icelandair er sjóður sem gerir langveikum börnum auk barna í sérstökum aðstæðum kleift að ferðast með fjölskyldum sínum. Alls hafa um 700 fjölskyldur notið góðs af ferðastyrkjum sjóðsins. Solla sagði frá því í Ísland í dag þegar hún fór í kulnun og að Allir geta dansað hafi í raun komið inn í hennar líf eins og himnasending. Solla segir að hún hafi verið alveg uppgefin á tíma en sem betur fer hafi hún verið búin að samþykkja að taka þátt í Allir geta dansað. „Svo byrja æfingar og ég man á fyrstu æfingunni held ég að ég hafi getað dansað í svona korter. Ég var bara búin, taugakerfið, líkaminn og allt saman. En dansinn er bara guðgómlegur.“ Solla Eiríks og Daði Freyr voru eðlilega svekkt þegar úrslitin lágu fyrir.M. Flóvent Dómararnir voru sammála um það að þau eiga eftir að sakna Sollu og Daða. Jóhann Gunnar sagði um parið: „Þið geislið af lífsgleði og við eigum eftir að sakna ykkar.“ Solla og Daði fengu samtals 18 stig frá dómurunum, sex frá hverju þeirra. Símakosningin vó helming á móti einkunnum dómara og dugðu atkvæðin og einkunnir því miður ekki til. Í næstu viku verður þátturinn með sérstöku jólaþema og verður gaman að sjá hvað pörin átta sem eftir eru galdra fram úr erminni.Fylgst var með gangi mála í Reykjavík Studios í vaktinni hér að neðan.
Allir geta dansað Mest lesið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Halla á hátíðarsýningu Attenborough Lífið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Fleiri fréttir „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Sjá meira