Gleðigjafinn Solla og Daði Freyr send heim í Allir geta dansað Sóley Guðmundsdóttir skrifar 13. desember 2019 22:15 Solla Eiríks og Daði voru send heim í kvöld M.Flóvent Solla Eiríks og Daði Freyr voru send heim í Allir geta dansað í kvöld. Þau eru annað parið til að vera sent heim og því eru átta pör eftir. Úrslitin voru óvænt og segja þau mikið um hversu sterk pörin eru orðin. Vala Eiríks og Sigurður Már voru eitt af tveimur neðstu pörunum í kvöld. Þau voru með flest stig frá dómurum úr síðustu tveimur þáttum fyrir kvöldið í kvöld. Vala og Siggi komust áfram og halda áfram keppni næsta föstudag. Allur ágóði símakosningarinnar í kvöld rann til Vildarbarna Icelandair. Vildarbörn Icelandair er sjóður sem gerir langveikum börnum auk barna í sérstökum aðstæðum kleift að ferðast með fjölskyldum sínum. Alls hafa um 700 fjölskyldur notið góðs af ferðastyrkjum sjóðsins. Solla sagði frá því í Ísland í dag þegar hún fór í kulnun og að Allir geta dansað hafi í raun komið inn í hennar líf eins og himnasending. Solla segir að hún hafi verið alveg uppgefin á tíma en sem betur fer hafi hún verið búin að samþykkja að taka þátt í Allir geta dansað. „Svo byrja æfingar og ég man á fyrstu æfingunni held ég að ég hafi getað dansað í svona korter. Ég var bara búin, taugakerfið, líkaminn og allt saman. En dansinn er bara guðgómlegur.“ Solla Eiríks og Daði Freyr voru eðlilega svekkt þegar úrslitin lágu fyrir.M. Flóvent Dómararnir voru sammála um það að þau eiga eftir að sakna Sollu og Daða. Jóhann Gunnar sagði um parið: „Þið geislið af lífsgleði og við eigum eftir að sakna ykkar.“ Solla og Daði fengu samtals 18 stig frá dómurunum, sex frá hverju þeirra. Símakosningin vó helming á móti einkunnum dómara og dugðu atkvæðin og einkunnir því miður ekki til. Í næstu viku verður þátturinn með sérstöku jólaþema og verður gaman að sjá hvað pörin átta sem eftir eru galdra fram úr erminni.Fylgst var með gangi mála í Reykjavík Studios í vaktinni hér að neðan.
Solla Eiríks og Daði Freyr voru send heim í Allir geta dansað í kvöld. Þau eru annað parið til að vera sent heim og því eru átta pör eftir. Úrslitin voru óvænt og segja þau mikið um hversu sterk pörin eru orðin. Vala Eiríks og Sigurður Már voru eitt af tveimur neðstu pörunum í kvöld. Þau voru með flest stig frá dómurum úr síðustu tveimur þáttum fyrir kvöldið í kvöld. Vala og Siggi komust áfram og halda áfram keppni næsta föstudag. Allur ágóði símakosningarinnar í kvöld rann til Vildarbarna Icelandair. Vildarbörn Icelandair er sjóður sem gerir langveikum börnum auk barna í sérstökum aðstæðum kleift að ferðast með fjölskyldum sínum. Alls hafa um 700 fjölskyldur notið góðs af ferðastyrkjum sjóðsins. Solla sagði frá því í Ísland í dag þegar hún fór í kulnun og að Allir geta dansað hafi í raun komið inn í hennar líf eins og himnasending. Solla segir að hún hafi verið alveg uppgefin á tíma en sem betur fer hafi hún verið búin að samþykkja að taka þátt í Allir geta dansað. „Svo byrja æfingar og ég man á fyrstu æfingunni held ég að ég hafi getað dansað í svona korter. Ég var bara búin, taugakerfið, líkaminn og allt saman. En dansinn er bara guðgómlegur.“ Solla Eiríks og Daði Freyr voru eðlilega svekkt þegar úrslitin lágu fyrir.M. Flóvent Dómararnir voru sammála um það að þau eiga eftir að sakna Sollu og Daða. Jóhann Gunnar sagði um parið: „Þið geislið af lífsgleði og við eigum eftir að sakna ykkar.“ Solla og Daði fengu samtals 18 stig frá dómurunum, sex frá hverju þeirra. Símakosningin vó helming á móti einkunnum dómara og dugðu atkvæðin og einkunnir því miður ekki til. Í næstu viku verður þátturinn með sérstöku jólaþema og verður gaman að sjá hvað pörin átta sem eftir eru galdra fram úr erminni.Fylgst var með gangi mála í Reykjavík Studios í vaktinni hér að neðan.
Allir geta dansað Mest lesið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Lífið Fleiri fréttir Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Sjá meira