„Hið óháða, ópólitíska og óþarfa RUV ohf.“ Jakob Bjarnar skrifar 16. desember 2019 10:24 Herská Facebookfærsla Eiríks fór ekki fram hjá vökulu auga Björns Bjarnasonar og Gunnar Bragi hefur hana til marks um óeðlileg áhrif starfsmanna á ráðninguna. „Hið óháða, ópólitíska og óþarfa RUV ohf.,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson þingmaður Miðflokksins háðslega og birtir mynd af stöðufærslu útvarpsmannsins Eiríks Guðmundssonar sem ekki hótar, heldur lofar, byltingu fari svo að Sjálfstæðismaður verði ráðinn útvarpsstjóri. Af þessu má ráða að andúð Miðflokksmanna á Ríkisútvarpinu er söm við sig og jafnframt má ætla að þeim þar þyki ekki verra að skipan útvarpsstjóra skuli vera komin í einskonar hnút sem varla geta talist góð tíðindi fyrir Lilju Dögg Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra. En, hún skipar ekki í stöðuna lögum samkvæmt; með það vald fer stjórn stofnunarinnar. Mikil undirliggjandi spenna ríkir vegna stöðu útvarpsstjóra Ríkisútvarpsins ohf. sem laus var til umsóknar. Vísir hefur fjallað ítarlega um málið en stjórn RÚV ohf. ákvað að gefa ekki upp nöfn umsækjenda en þeir munu vera 41 talsins. Blaðamaður Vísis kærði synjun stofnunarinnar við fyrirspurn um hverjir væru umsækjendur til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Nefndin taldi stjórnina vera í rétti með að neita að veita þær upplýsingar en blaðamaður vísaði þá málinu til umboðsmanns Alþingis sem efast um að sú niðurstaða sé í anda laganna. Herskáar Facebook-færslur útvarpsmanns Margir velta þessu máli fyrir sér, jafnt innan útvarpshússins sem utan. Eiríkur Guðmundsson útvarpsmaður birti um helgina tvær færslur á Facebook-síðu sinni þar sem hann ekki hótar, heldur lofar því að það verði uppreisn innan veggja Útvarpshússins verði Sjálfstæðismaður settur í stöðu útvarpsstjóra. Facebookfærsla Eiríks sem hefur vakið upp ýmsar vangaveltur áhugamanna um það hver sest í sæti útvarpsstjóra. Eiríkur tók þessar færslur sínar út eftir að hafa haft þær uppi í tæpan sólarhring en þær fóru ekki fram hjá vökulu auga Björns Bjarnasonar, fyrrverandi menntamálaráðherra með meiru, sem tók af þeim afrit og birti á sinni heimasíðu. Hann segir í fyrirsögn pistils um málið: Spennan magnast innan RÚV ohf. „Í tilefni af ráðningu útvarpsstjóra og vegna skýrslu ríkisendurskoðunar kaus stjórn RÚV ohf. að hefja fjölmiðlaspuna sem rýrir trúverðugleika hlutafélagsins og stjórnar þess. Má velta fyrir sér hæfni hennar til að takast á við mál af þessum toga. Innan opinbera hlutafélagsins bíða menn með öndina í hálsinum eins og þessi FB-færsla dagskrárgerðarmannsins Eiríks Guðmundssonar sýnir“. RÚV-ararnir í stjórn Óvarlegt er að vanmeta vilja starfsmanna stofnunarinnar í þessu samhengi. Má nefna mál Auðuns Georgs Ólafssonar sem til stóð að gera að fréttastjóra Ríkisútvarpsins á sínum tíma, þá út frá hlutaskiptakerfi stjórnmálaflokkanna en hann hrökklaðist frá vegna andstöðu starfsmanna. Margir telja að Lilja hljóti að hlutast til um það hver verður næsti útvarpsstjóri en stjórnin virðist horfa til lagaákvæðis þess efnis að það sé hennar og hennar einnar að kveða uppúr um það.visir/vilhelm Fyrir liggur að þó margir hafi lagt þessa stöðuveitingu þannig upp að Lilja Dögg Alfreðsdóttir hafi sitt um það að segja hver sest í þann stól – Kári Jónasson situr sem formaður stjórnar sem fulltrúi hennar – virðist Kári líta svo á að þetta sé mál stjórnar og komi Lilju ekkert við. Þar muni ekki koma til nein pólitísk íhlutun. Vísir hefur reyndar heimildir fyrir því að Lilja ætli ekki að beita sér í málinu. Sé litið til þess hóps sem skipar stjórn Ríkisútvarpsins ohf. má ætla að þar verði litið til vilja starfsmanna. Í stjórninni eru margir fyrrverandi og jafnvel núverandi starfsmenn: Kári sjálfur, Lára Hanna Einarsdóttir, Elísabet Indra Ragnarsdóttir og Jón Ólafsson. Veikir stöðu Svanhildar Margir hafa veðjað á Svanhildi Hólm Valsdóttir, sem er meðal umsækjenda; að hún verði skipuð því það henti að mörgu leyti vel í pólitísku samhengi. Lilja eigi þá greiða inni hjá Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra, sem vilji koma sínum trausta aðstoðarmanni í góða stöðu, sem svo gæti reynst vel við að liðka til fyrir málum sem Lilja vill koma áfram innan ríkisstjórnarinnar. En ekki er úr vegi að ætla að Eiríkur hafi einmitt og meðal annars haft Svanhildi í huga þegar hann talar um að ef Sjálfstæðismaður verði skipaður verði allt vitlaust innan húss. Svanhildur hefur lengi verið hægri hönd formanns flokksins og var um árabil framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Alþingi Fjölmiðlar Ráðning útvarpsstjóra Stjórnsýsla Tengdar fréttir Lilja vill svör um pukur Ríkisútvarpsins Mennta- og menningarmálaráðherra hefur sent stjórn Ríkisútvarpsins bréf þar sem hún óskar eftir skýringum á því hvers vegna listi yfir umsækjendur útvarpsstjóra verður ekki birtur. 2. desember 2019 16:00 Harmsaga fréttastjórans á RÚV Það er reyndar í sjálfu sér eitt áhyggjuefnið að ráðamenn á Íslandi í byrjun 21. aldar virðast í alvöru líta svo á að þeim beri eitthvert vald yfir fréttastofum. Það er skuggalegt hugarfar en því miður þurfum við ekki að fara í neinar grafgötur um að það er staðreynd. 5. apríl 2005 00:01 Krefst þess að nefndin rökstyðji niðurstöðu sína í RÚV-málinu Umboðsmaður Alþingis efast um að lög um Ríkisútvarpið ohf. kveði á um leynd vegna umsókna. 11. desember 2019 15:30 Lilja og Kári í störukeppni vegna stöðu útvarpsstjóra Kári Jónasson formaður stjórnar ætlar ekki láta segja sér fyrir verkum. 10. desember 2019 13:00 RÚV þarf ekki að segja almenningi frá umsækjendum um starf útvarpsstjóra Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur synjaði beiðni blaðamanns Vísis um aðgang að upplýsingum um umsækjendur í starf útvarpsstjóra hjá Ríkisútvarpinu. Úrskurður þess efnis var kveðinn upp í dag. 4. desember 2019 16:15 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
„Hið óháða, ópólitíska og óþarfa RUV ohf.,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson þingmaður Miðflokksins háðslega og birtir mynd af stöðufærslu útvarpsmannsins Eiríks Guðmundssonar sem ekki hótar, heldur lofar, byltingu fari svo að Sjálfstæðismaður verði ráðinn útvarpsstjóri. Af þessu má ráða að andúð Miðflokksmanna á Ríkisútvarpinu er söm við sig og jafnframt má ætla að þeim þar þyki ekki verra að skipan útvarpsstjóra skuli vera komin í einskonar hnút sem varla geta talist góð tíðindi fyrir Lilju Dögg Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra. En, hún skipar ekki í stöðuna lögum samkvæmt; með það vald fer stjórn stofnunarinnar. Mikil undirliggjandi spenna ríkir vegna stöðu útvarpsstjóra Ríkisútvarpsins ohf. sem laus var til umsóknar. Vísir hefur fjallað ítarlega um málið en stjórn RÚV ohf. ákvað að gefa ekki upp nöfn umsækjenda en þeir munu vera 41 talsins. Blaðamaður Vísis kærði synjun stofnunarinnar við fyrirspurn um hverjir væru umsækjendur til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Nefndin taldi stjórnina vera í rétti með að neita að veita þær upplýsingar en blaðamaður vísaði þá málinu til umboðsmanns Alþingis sem efast um að sú niðurstaða sé í anda laganna. Herskáar Facebook-færslur útvarpsmanns Margir velta þessu máli fyrir sér, jafnt innan útvarpshússins sem utan. Eiríkur Guðmundsson útvarpsmaður birti um helgina tvær færslur á Facebook-síðu sinni þar sem hann ekki hótar, heldur lofar því að það verði uppreisn innan veggja Útvarpshússins verði Sjálfstæðismaður settur í stöðu útvarpsstjóra. Facebookfærsla Eiríks sem hefur vakið upp ýmsar vangaveltur áhugamanna um það hver sest í sæti útvarpsstjóra. Eiríkur tók þessar færslur sínar út eftir að hafa haft þær uppi í tæpan sólarhring en þær fóru ekki fram hjá vökulu auga Björns Bjarnasonar, fyrrverandi menntamálaráðherra með meiru, sem tók af þeim afrit og birti á sinni heimasíðu. Hann segir í fyrirsögn pistils um málið: Spennan magnast innan RÚV ohf. „Í tilefni af ráðningu útvarpsstjóra og vegna skýrslu ríkisendurskoðunar kaus stjórn RÚV ohf. að hefja fjölmiðlaspuna sem rýrir trúverðugleika hlutafélagsins og stjórnar þess. Má velta fyrir sér hæfni hennar til að takast á við mál af þessum toga. Innan opinbera hlutafélagsins bíða menn með öndina í hálsinum eins og þessi FB-færsla dagskrárgerðarmannsins Eiríks Guðmundssonar sýnir“. RÚV-ararnir í stjórn Óvarlegt er að vanmeta vilja starfsmanna stofnunarinnar í þessu samhengi. Má nefna mál Auðuns Georgs Ólafssonar sem til stóð að gera að fréttastjóra Ríkisútvarpsins á sínum tíma, þá út frá hlutaskiptakerfi stjórnmálaflokkanna en hann hrökklaðist frá vegna andstöðu starfsmanna. Margir telja að Lilja hljóti að hlutast til um það hver verður næsti útvarpsstjóri en stjórnin virðist horfa til lagaákvæðis þess efnis að það sé hennar og hennar einnar að kveða uppúr um það.visir/vilhelm Fyrir liggur að þó margir hafi lagt þessa stöðuveitingu þannig upp að Lilja Dögg Alfreðsdóttir hafi sitt um það að segja hver sest í þann stól – Kári Jónasson situr sem formaður stjórnar sem fulltrúi hennar – virðist Kári líta svo á að þetta sé mál stjórnar og komi Lilju ekkert við. Þar muni ekki koma til nein pólitísk íhlutun. Vísir hefur reyndar heimildir fyrir því að Lilja ætli ekki að beita sér í málinu. Sé litið til þess hóps sem skipar stjórn Ríkisútvarpsins ohf. má ætla að þar verði litið til vilja starfsmanna. Í stjórninni eru margir fyrrverandi og jafnvel núverandi starfsmenn: Kári sjálfur, Lára Hanna Einarsdóttir, Elísabet Indra Ragnarsdóttir og Jón Ólafsson. Veikir stöðu Svanhildar Margir hafa veðjað á Svanhildi Hólm Valsdóttir, sem er meðal umsækjenda; að hún verði skipuð því það henti að mörgu leyti vel í pólitísku samhengi. Lilja eigi þá greiða inni hjá Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra, sem vilji koma sínum trausta aðstoðarmanni í góða stöðu, sem svo gæti reynst vel við að liðka til fyrir málum sem Lilja vill koma áfram innan ríkisstjórnarinnar. En ekki er úr vegi að ætla að Eiríkur hafi einmitt og meðal annars haft Svanhildi í huga þegar hann talar um að ef Sjálfstæðismaður verði skipaður verði allt vitlaust innan húss. Svanhildur hefur lengi verið hægri hönd formanns flokksins og var um árabil framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins.
Alþingi Fjölmiðlar Ráðning útvarpsstjóra Stjórnsýsla Tengdar fréttir Lilja vill svör um pukur Ríkisútvarpsins Mennta- og menningarmálaráðherra hefur sent stjórn Ríkisútvarpsins bréf þar sem hún óskar eftir skýringum á því hvers vegna listi yfir umsækjendur útvarpsstjóra verður ekki birtur. 2. desember 2019 16:00 Harmsaga fréttastjórans á RÚV Það er reyndar í sjálfu sér eitt áhyggjuefnið að ráðamenn á Íslandi í byrjun 21. aldar virðast í alvöru líta svo á að þeim beri eitthvert vald yfir fréttastofum. Það er skuggalegt hugarfar en því miður þurfum við ekki að fara í neinar grafgötur um að það er staðreynd. 5. apríl 2005 00:01 Krefst þess að nefndin rökstyðji niðurstöðu sína í RÚV-málinu Umboðsmaður Alþingis efast um að lög um Ríkisútvarpið ohf. kveði á um leynd vegna umsókna. 11. desember 2019 15:30 Lilja og Kári í störukeppni vegna stöðu útvarpsstjóra Kári Jónasson formaður stjórnar ætlar ekki láta segja sér fyrir verkum. 10. desember 2019 13:00 RÚV þarf ekki að segja almenningi frá umsækjendum um starf útvarpsstjóra Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur synjaði beiðni blaðamanns Vísis um aðgang að upplýsingum um umsækjendur í starf útvarpsstjóra hjá Ríkisútvarpinu. Úrskurður þess efnis var kveðinn upp í dag. 4. desember 2019 16:15 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Lilja vill svör um pukur Ríkisútvarpsins Mennta- og menningarmálaráðherra hefur sent stjórn Ríkisútvarpsins bréf þar sem hún óskar eftir skýringum á því hvers vegna listi yfir umsækjendur útvarpsstjóra verður ekki birtur. 2. desember 2019 16:00
Harmsaga fréttastjórans á RÚV Það er reyndar í sjálfu sér eitt áhyggjuefnið að ráðamenn á Íslandi í byrjun 21. aldar virðast í alvöru líta svo á að þeim beri eitthvert vald yfir fréttastofum. Það er skuggalegt hugarfar en því miður þurfum við ekki að fara í neinar grafgötur um að það er staðreynd. 5. apríl 2005 00:01
Krefst þess að nefndin rökstyðji niðurstöðu sína í RÚV-málinu Umboðsmaður Alþingis efast um að lög um Ríkisútvarpið ohf. kveði á um leynd vegna umsókna. 11. desember 2019 15:30
Lilja og Kári í störukeppni vegna stöðu útvarpsstjóra Kári Jónasson formaður stjórnar ætlar ekki láta segja sér fyrir verkum. 10. desember 2019 13:00
RÚV þarf ekki að segja almenningi frá umsækjendum um starf útvarpsstjóra Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur synjaði beiðni blaðamanns Vísis um aðgang að upplýsingum um umsækjendur í starf útvarpsstjóra hjá Ríkisútvarpinu. Úrskurður þess efnis var kveðinn upp í dag. 4. desember 2019 16:15