Afþakkar hjálp ASÍ við að meta hvort björgunarsveitirnar séu misnotaðar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. desember 2019 11:00 Björgunarsveitarfólk stóð í ströngu í síðustu viku í óveðrinu sem gekk yfir landið. Vísir/Vilhelm Guðbrandur Örn Arnarsson, verkefnastjóri aðgerðamála hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg og starfsmaður Landstjórnar björgunarsveita, segist fullkomlega sjálfbær að meta hvenær verið sé að misnota sitt sjálfboðaliðastarf. Hann þurfi enga hjálp við það. Um er að ræða viðbrögð við því útspili Alþýðusambands Íslands að láta kanna hvort opinberar stofnanir séu í auknum mæli að láta björgunarsveitir vinna ýmis verk fyrir sig í sjálfboðavinnu, verk sem stofnanirnar ættu sjálfar að sinna í almannaþágu. Og hvort að búið sé að skera svona mikið niður hjá stofnunum. Dæmi séu jafnvel um að starfsmenn sinni sama verki í dagvinnu og þeir síðan sinna launalaust eftir að vinnudegi lýkur. Fjallað var um málið í fréttum Ríkisútvarpsins í gær. Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, segir enn einu sinni hafa vakið athygli að björgunarsveitarmenn hafi í óveðrinu í liðinni viku gengið í störf sem eðlilegt mætti telja að væri hluti af grunnþjónustu í samfélaginu. „Vegagerðin, hún er að semja við björgunarsveitir þegar kemur að lokun vega, við sjáum það í fjölmiðlum. Við sjáum það að það er verið að semja við björgunarsveitir um landvörslu þegar þegar er verið að loka leiðum upp á hálendið og víðar. Við sjáum að það er verið að ræða að björgunarsveitir taki að einhverju leyti að sér sjúkraflutninga, þannig að þetta er mjög víða, því miður,“ sagði Halldór. Guðbrandur segir björgunarsveitir Landsbjargar hafa frá upphafi sinnt verkefnum sem annaðhvort enginn annar getur eða vill sinna. „Á þeim 100 árum sem einingar Slysavarnafélagsins Landsbjargar hafa dregið landann bókstaflega uppúr skaflinum þá hefur félagið hleypt fjöldanum öllum af slysavarna- og björgunarverkefnum af stokkunum og ræktað og hlúð að þar til verkefnin voru komin á þann stað að fólk í launaðri vinnu var tilbúið að taka við þeim. Hefur félagið haft jafnan haft frumkvæði að því að setja verkefni í hendur á öðrum aðilum þegar það þykir betri farvegur. Einnig hefur félagið staðið vörð um að verkefni félagsins falli undir annað hvort slysavarnir eða björgunarstörf,“ segir Guðbrandur. Það sé óumflýjanlegt að einhver verkefni falli á grátt svæði, þ.e. að á einhverjum tíma finnist einhverjum að félagið sé í verkefnum sem aðrir eigi að sinna eða eigi bara yfirhöfuð ekkert að sinna. Sú umræða sé lifandi innan félagsins. Jökull Brjánsson hjá Hjálparsveit Skáta í Kópavogi tók þessa mynd við björgunarstörf norður í landi þar sem rafmagnslaust hafði verið í 28 klukkustundir í síðustu viku.@hjalparsveitskataikopavogi „Félagið (stjórn, forsvarsfólk og forsvarsfólk eininga) hefur verið nokkuð duglegt að afþakka öll boð um misnotkun sem sannarlega eru reglulega á borð boðin. Hver eining er sjálfstæð og getur gert talsvert mikið án teljandi boðvalds frá félaginu. Lög og reglur ramma inn hlutverk okkar að mestu en einingar hafa talsvert frelsi um hvaða verkefni þær vilja eða vilja ekki sinna. Nærtækast er t.d. að benda á fjörugar umræður á Landsþingi fyrir nokkrum árum þar sem sumar einingar vildu rukka fyrir að sækja fasta bíla og aðrar einingar ekki. Í dag rukka sumar einingar og aðrar ekki.“ Síðan sé það alltaf vald hvers einstaklings að mæta eða mæta ekki í þau verkefni sem björgunarsveitum bjóðist. „Þannig hefur félaginu að mínu mati vegnað afar vel í sínum störfum. Tími sjálfboðaliðans er dýrmætur og því seldur dýrt t.d. í almannavarnaaðgerðum þar sem jafn dýrt ef ekki dýrara er að kalla til björgunarsveitarmann í verkefni og lögreglumann með öllum kostnaði. Björgunarsveitarfólk verður að fá reglubundið krefjandi verkefni til að takast á við annars verður það gagnslaust þegar „stóra verkefnið“ kemur. Ef ég fæ ekki að fara í útköll reglulega þá er best að finna sér bara nýtt áhugamál.“ Björgunarsveitir Óveður 10. og 11. desember 2019 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Sjá meira
Guðbrandur Örn Arnarsson, verkefnastjóri aðgerðamála hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg og starfsmaður Landstjórnar björgunarsveita, segist fullkomlega sjálfbær að meta hvenær verið sé að misnota sitt sjálfboðaliðastarf. Hann þurfi enga hjálp við það. Um er að ræða viðbrögð við því útspili Alþýðusambands Íslands að láta kanna hvort opinberar stofnanir séu í auknum mæli að láta björgunarsveitir vinna ýmis verk fyrir sig í sjálfboðavinnu, verk sem stofnanirnar ættu sjálfar að sinna í almannaþágu. Og hvort að búið sé að skera svona mikið niður hjá stofnunum. Dæmi séu jafnvel um að starfsmenn sinni sama verki í dagvinnu og þeir síðan sinna launalaust eftir að vinnudegi lýkur. Fjallað var um málið í fréttum Ríkisútvarpsins í gær. Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, segir enn einu sinni hafa vakið athygli að björgunarsveitarmenn hafi í óveðrinu í liðinni viku gengið í störf sem eðlilegt mætti telja að væri hluti af grunnþjónustu í samfélaginu. „Vegagerðin, hún er að semja við björgunarsveitir þegar kemur að lokun vega, við sjáum það í fjölmiðlum. Við sjáum það að það er verið að semja við björgunarsveitir um landvörslu þegar þegar er verið að loka leiðum upp á hálendið og víðar. Við sjáum að það er verið að ræða að björgunarsveitir taki að einhverju leyti að sér sjúkraflutninga, þannig að þetta er mjög víða, því miður,“ sagði Halldór. Guðbrandur segir björgunarsveitir Landsbjargar hafa frá upphafi sinnt verkefnum sem annaðhvort enginn annar getur eða vill sinna. „Á þeim 100 árum sem einingar Slysavarnafélagsins Landsbjargar hafa dregið landann bókstaflega uppúr skaflinum þá hefur félagið hleypt fjöldanum öllum af slysavarna- og björgunarverkefnum af stokkunum og ræktað og hlúð að þar til verkefnin voru komin á þann stað að fólk í launaðri vinnu var tilbúið að taka við þeim. Hefur félagið haft jafnan haft frumkvæði að því að setja verkefni í hendur á öðrum aðilum þegar það þykir betri farvegur. Einnig hefur félagið staðið vörð um að verkefni félagsins falli undir annað hvort slysavarnir eða björgunarstörf,“ segir Guðbrandur. Það sé óumflýjanlegt að einhver verkefni falli á grátt svæði, þ.e. að á einhverjum tíma finnist einhverjum að félagið sé í verkefnum sem aðrir eigi að sinna eða eigi bara yfirhöfuð ekkert að sinna. Sú umræða sé lifandi innan félagsins. Jökull Brjánsson hjá Hjálparsveit Skáta í Kópavogi tók þessa mynd við björgunarstörf norður í landi þar sem rafmagnslaust hafði verið í 28 klukkustundir í síðustu viku.@hjalparsveitskataikopavogi „Félagið (stjórn, forsvarsfólk og forsvarsfólk eininga) hefur verið nokkuð duglegt að afþakka öll boð um misnotkun sem sannarlega eru reglulega á borð boðin. Hver eining er sjálfstæð og getur gert talsvert mikið án teljandi boðvalds frá félaginu. Lög og reglur ramma inn hlutverk okkar að mestu en einingar hafa talsvert frelsi um hvaða verkefni þær vilja eða vilja ekki sinna. Nærtækast er t.d. að benda á fjörugar umræður á Landsþingi fyrir nokkrum árum þar sem sumar einingar vildu rukka fyrir að sækja fasta bíla og aðrar einingar ekki. Í dag rukka sumar einingar og aðrar ekki.“ Síðan sé það alltaf vald hvers einstaklings að mæta eða mæta ekki í þau verkefni sem björgunarsveitum bjóðist. „Þannig hefur félaginu að mínu mati vegnað afar vel í sínum störfum. Tími sjálfboðaliðans er dýrmætur og því seldur dýrt t.d. í almannavarnaaðgerðum þar sem jafn dýrt ef ekki dýrara er að kalla til björgunarsveitarmann í verkefni og lögreglumann með öllum kostnaði. Björgunarsveitarfólk verður að fá reglubundið krefjandi verkefni til að takast á við annars verður það gagnslaust þegar „stóra verkefnið“ kemur. Ef ég fæ ekki að fara í útköll reglulega þá er best að finna sér bara nýtt áhugamál.“
Björgunarsveitir Óveður 10. og 11. desember 2019 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Sjá meira