Segja augljóst að vantraust ríki milli stjórnarflokkanna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. desember 2019 21:16 Síðasta þingfundi þessa árs lauk um klukkan 18:30 í kvöld. Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja augljóst að vantraust ríki milli stjórnarflokkanna. Frumvarp um lengingu fæðingarorlofs, skráningu raunverulegra eigenda og frumvarp um sameiningu Mannvirkjastofnunar og Íbúðalánasjóðs eru meðal þeirra mála sem urðu að lögum í dag. Þótt samstaða hafi ríkt um mörg mál var tekist á um önnur eins og gerist og gengur. „Mér finnst þetta hafa verið svolítið skrítinn þingvetur þar sem að það komu eiginlega engin mál frá ríkisstjórninni einhverra hluta vegna og fram alveg í miðjan desember þá erum við stjórnarandstaðan og þingmenn að halda alveg störfum þingsins gangandi,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.Vísir/Vilhelm Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar tekur í svipaðan streng. „Mér finnst skrítið hvað þetta virðist allt koma klaufalega frá ríkisstjórninni núna. Mál sem að ættu að geta verið í fullri sátt, eins og um lengingu fæðingarorlofs, er í algjöru uppnámi hérna á lokametrum þingsins fyrir jólahlé,“ segir Helga Vala sem ennfremur er formaður velferðarnefndar sem fjallað hefur um málið. „Sum góð mál komust í gegn og við auðvitað studdum eitthvað af stjórnarmálum. Það er þannig, við styðjum góð mál sem koma frá stjórninni. En mér finnst einhvern veginn það er eitthvað kaos þarna og það er mikið vantraust milli stjórnarflokkanna greinilega og það birtist glögglega í nýjustu breytingartillögu með fæðingarorlofsfrumvarpinu. Það virðist bara vera mikið vantraust þarna á milli og mér finnst það ekki beinlínis vera góð sending inn í jólahátíðarnar,“ segir Helga Vala. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.visir/vilhelm „Það er greinilega mikið vantraust á milli stjórnarflokka. Við sjáum þessi átök sem eru á milli Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks út af fjölmiðlamálinu og síðan er augljóst að hluti stjórnarflokkanna er ekki að treysta Sjálfstæðisflokknum í fæðingarorlofinu,“ segir Þorgerður Katrín. „Þetta er ekki til þess að auka traust og trúverðugleika á hæfni þessarar ríkisstjórnar til þess að takast á við sín verkefni.“ Heildarendurskoðun laga um fæðingarorlof á næsta ári Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, gefur lítið fyrir það að ekki hafi verið samstaða um málið meðal stjórnarflokkanna. „Þetta snérist um það að við erum með í gangi heildarendurskoðun laganna og það var vilji til þess að seinni tveir mánuðirnir af þessari lengingu færu inn í þá heildarendurskoðun. En á næsta ári erum við að hefja lenginguna eins og gert var ráð fyrir,“ segir Ásmundur Einar. „Stóra málið er náttúrlega að við erum að lengja fæðingarorlof úr níu mánuðum í tólf sem er gríðarlega stórt framfaraskref fyrir börn og barnafjölskyldur á Íslandi. Og það má til gamans geta þess að þessi breyting, þegar hún verður að fullu komin til framkvæmda og hækkunin sem er búin að eiga sér stað líka, að þá erum við að tryggja það að það verða 10 milljarðar aukalega á ársgrunni sem að renna til barna og barnafjölskyldna á ársgrunni,“ segir Ásmundur. Alþingi Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Sjá meira
Síðasta þingfundi þessa árs lauk um klukkan 18:30 í kvöld. Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja augljóst að vantraust ríki milli stjórnarflokkanna. Frumvarp um lengingu fæðingarorlofs, skráningu raunverulegra eigenda og frumvarp um sameiningu Mannvirkjastofnunar og Íbúðalánasjóðs eru meðal þeirra mála sem urðu að lögum í dag. Þótt samstaða hafi ríkt um mörg mál var tekist á um önnur eins og gerist og gengur. „Mér finnst þetta hafa verið svolítið skrítinn þingvetur þar sem að það komu eiginlega engin mál frá ríkisstjórninni einhverra hluta vegna og fram alveg í miðjan desember þá erum við stjórnarandstaðan og þingmenn að halda alveg störfum þingsins gangandi,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.Vísir/Vilhelm Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar tekur í svipaðan streng. „Mér finnst skrítið hvað þetta virðist allt koma klaufalega frá ríkisstjórninni núna. Mál sem að ættu að geta verið í fullri sátt, eins og um lengingu fæðingarorlofs, er í algjöru uppnámi hérna á lokametrum þingsins fyrir jólahlé,“ segir Helga Vala sem ennfremur er formaður velferðarnefndar sem fjallað hefur um málið. „Sum góð mál komust í gegn og við auðvitað studdum eitthvað af stjórnarmálum. Það er þannig, við styðjum góð mál sem koma frá stjórninni. En mér finnst einhvern veginn það er eitthvað kaos þarna og það er mikið vantraust milli stjórnarflokkanna greinilega og það birtist glögglega í nýjustu breytingartillögu með fæðingarorlofsfrumvarpinu. Það virðist bara vera mikið vantraust þarna á milli og mér finnst það ekki beinlínis vera góð sending inn í jólahátíðarnar,“ segir Helga Vala. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.visir/vilhelm „Það er greinilega mikið vantraust á milli stjórnarflokka. Við sjáum þessi átök sem eru á milli Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks út af fjölmiðlamálinu og síðan er augljóst að hluti stjórnarflokkanna er ekki að treysta Sjálfstæðisflokknum í fæðingarorlofinu,“ segir Þorgerður Katrín. „Þetta er ekki til þess að auka traust og trúverðugleika á hæfni þessarar ríkisstjórnar til þess að takast á við sín verkefni.“ Heildarendurskoðun laga um fæðingarorlof á næsta ári Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, gefur lítið fyrir það að ekki hafi verið samstaða um málið meðal stjórnarflokkanna. „Þetta snérist um það að við erum með í gangi heildarendurskoðun laganna og það var vilji til þess að seinni tveir mánuðirnir af þessari lengingu færu inn í þá heildarendurskoðun. En á næsta ári erum við að hefja lenginguna eins og gert var ráð fyrir,“ segir Ásmundur Einar. „Stóra málið er náttúrlega að við erum að lengja fæðingarorlof úr níu mánuðum í tólf sem er gríðarlega stórt framfaraskref fyrir börn og barnafjölskyldur á Íslandi. Og það má til gamans geta þess að þessi breyting, þegar hún verður að fullu komin til framkvæmda og hækkunin sem er búin að eiga sér stað líka, að þá erum við að tryggja það að það verða 10 milljarðar aukalega á ársgrunni sem að renna til barna og barnafjölskyldna á ársgrunni,“ segir Ásmundur.
Alþingi Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Sjá meira