Þriðja íslenska konan á lista yfir þá sem koma til greina á Óskarnum Stefán Árni Pálsson skrifar 18. desember 2019 20:00 Jackie Masteran og Fríða Aradóttir þegar þær unnu Guilt-verðlaunin fyrir La La Land árið 2017. getty/Mathew Imaging Fríða Aradóttir er á lista yfir þá sem koma til greina til að vinna Óskarinn en á mánudaginn var greindi Óskars-akademían frá því hvaða kvikmyndir keppa um Óskarsverðlaun á þessu stigi. Enn á eftir að tilnefna og verður það gert í byrjun næsta árs. Fríða var yfirmaður hárgreiðsludeildarinnar við gerð kvikmyndarinnar Little Women sem Greta Gerwig leikstýrði og skrifaði handritið sem byggt er á skáldsögu Louisa May Alcott. Með aðalhlutverk í myndinni fara Saoirse Ronan, Emma Watson, Timothée Chalamet. Búið var að greina frá því að Hildur Guðnadóttir og Heba Þórisdóttir koma báðar til greina fyrir Óskarinn en verðlaunaafhendingin fer fram 9. febrúar. Fríða hefur starfað við ófáar stórmyndirnar, bæði sem yfirmaður í hárgreiðsludeildum kvikmyndasetta og einkahárgreiðslukona einstakra leikara. Sem dæmi starfaði hún með leikkonunni Emmu Stone í La La Land og fékk hún meðal annars Guilt-verðlaun fyrir „best contemporary hair“ fyrir vinnu sína í myndinni. Fríða hefur unnið náið með stærstu stjörnum heims á sínum glæsta ferli. Hún sá til dæmis um hárið á Brad Pitt í Fight Club, Diane Keaton og Meryl Streep í mörgum myndum, Siennu Miller, Juliu Louis Dreyfus, Meg Ryan, Tom Hanks í Forrest Gump, Kate Winslet, Edward Norton Jude Law, Marion Cotillard, Juliu Roberts og svona mætti lengi telja.Kvikmyndirnar sem koma til greina í flokknum Förðun og hár Bombshell Dolemite Is My Name Downton Abbey Joker JudyLittle Women (Fríða Aradóttir) Maleficent: Mistress of Evil 1917Once Upon a Time… in Hollywood (Heba Þórisdóttir) Rocketman Bíó og sjónvarp Óskarinn Tengdar fréttir Fríða verið í fjörutíu ár á toppnum í Hollywood og unnið með stærstu stjörnum heims Ein af vinsælustu kvikmyndum síðasta árs var dans- og söngvamyndin La La Land með þeim Emmu Stone og Ryan Gosling í aðalhlutverkum. 6. apríl 2017 10:30 Hildur ein af fimmtán sem koma til greina til Óskarsverðlauna Tónlist Hildar Guðnadóttur í kvikmyndinni Joker er ein af fimmtán sem koma til greina í flokknum besta frumsamda kvikmyndatónlistin á Óskarsverðlaununum á næsta ári. 16. desember 2019 23:58 Heba Þórisdóttir líka á lista fyrir Óskarinn Heba Þórisdóttir er á lista yfir þá sem gætu unnið Óskarinn í byrjun næsta árs en hún fór fyrir förðunarteyminu í kvikmynd Quentin Tarantino, Once Upon a Time…in Hollywood. 17. desember 2019 16:15 Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Sjá meira
Fríða Aradóttir er á lista yfir þá sem koma til greina til að vinna Óskarinn en á mánudaginn var greindi Óskars-akademían frá því hvaða kvikmyndir keppa um Óskarsverðlaun á þessu stigi. Enn á eftir að tilnefna og verður það gert í byrjun næsta árs. Fríða var yfirmaður hárgreiðsludeildarinnar við gerð kvikmyndarinnar Little Women sem Greta Gerwig leikstýrði og skrifaði handritið sem byggt er á skáldsögu Louisa May Alcott. Með aðalhlutverk í myndinni fara Saoirse Ronan, Emma Watson, Timothée Chalamet. Búið var að greina frá því að Hildur Guðnadóttir og Heba Þórisdóttir koma báðar til greina fyrir Óskarinn en verðlaunaafhendingin fer fram 9. febrúar. Fríða hefur starfað við ófáar stórmyndirnar, bæði sem yfirmaður í hárgreiðsludeildum kvikmyndasetta og einkahárgreiðslukona einstakra leikara. Sem dæmi starfaði hún með leikkonunni Emmu Stone í La La Land og fékk hún meðal annars Guilt-verðlaun fyrir „best contemporary hair“ fyrir vinnu sína í myndinni. Fríða hefur unnið náið með stærstu stjörnum heims á sínum glæsta ferli. Hún sá til dæmis um hárið á Brad Pitt í Fight Club, Diane Keaton og Meryl Streep í mörgum myndum, Siennu Miller, Juliu Louis Dreyfus, Meg Ryan, Tom Hanks í Forrest Gump, Kate Winslet, Edward Norton Jude Law, Marion Cotillard, Juliu Roberts og svona mætti lengi telja.Kvikmyndirnar sem koma til greina í flokknum Förðun og hár Bombshell Dolemite Is My Name Downton Abbey Joker JudyLittle Women (Fríða Aradóttir) Maleficent: Mistress of Evil 1917Once Upon a Time… in Hollywood (Heba Þórisdóttir) Rocketman
Bíó og sjónvarp Óskarinn Tengdar fréttir Fríða verið í fjörutíu ár á toppnum í Hollywood og unnið með stærstu stjörnum heims Ein af vinsælustu kvikmyndum síðasta árs var dans- og söngvamyndin La La Land með þeim Emmu Stone og Ryan Gosling í aðalhlutverkum. 6. apríl 2017 10:30 Hildur ein af fimmtán sem koma til greina til Óskarsverðlauna Tónlist Hildar Guðnadóttur í kvikmyndinni Joker er ein af fimmtán sem koma til greina í flokknum besta frumsamda kvikmyndatónlistin á Óskarsverðlaununum á næsta ári. 16. desember 2019 23:58 Heba Þórisdóttir líka á lista fyrir Óskarinn Heba Þórisdóttir er á lista yfir þá sem gætu unnið Óskarinn í byrjun næsta árs en hún fór fyrir förðunarteyminu í kvikmynd Quentin Tarantino, Once Upon a Time…in Hollywood. 17. desember 2019 16:15 Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Sjá meira
Fríða verið í fjörutíu ár á toppnum í Hollywood og unnið með stærstu stjörnum heims Ein af vinsælustu kvikmyndum síðasta árs var dans- og söngvamyndin La La Land með þeim Emmu Stone og Ryan Gosling í aðalhlutverkum. 6. apríl 2017 10:30
Hildur ein af fimmtán sem koma til greina til Óskarsverðlauna Tónlist Hildar Guðnadóttur í kvikmyndinni Joker er ein af fimmtán sem koma til greina í flokknum besta frumsamda kvikmyndatónlistin á Óskarsverðlaununum á næsta ári. 16. desember 2019 23:58
Heba Þórisdóttir líka á lista fyrir Óskarinn Heba Þórisdóttir er á lista yfir þá sem gætu unnið Óskarinn í byrjun næsta árs en hún fór fyrir förðunarteyminu í kvikmynd Quentin Tarantino, Once Upon a Time…in Hollywood. 17. desember 2019 16:15