Sportpakkinn: Buffon jafnar leikjamet Maldini í kvöld Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. desember 2019 17:00 Buffon jafnar leikjamet Maldinis í kvöld. vísir/getty Juventus fær tækifæri til að ná þriggja stiga forystu á Inter á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar þegar liðið sækir Sampdoria heim í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 17:55 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Arnar Björnsson skoðaði leikinn. Þetta er fyrsti leikurinn í 17. umferðinni en þar sem Juventus mætir Lazio í úrslitum ítalska Ofurbikarsins á sunnudag í Ríad í Sádi Arabíu var leikurinn færður fram. Juventus vann Udinese 3-1 um síðustu helgi en Inter og Fiorentina gerðu 1-1 jafntefli. Wojciech Szczesny, Sami Khedira og Giorgio Chiellini eru á sjúkralista Juventus og Rodrigo Bentancur tekur út leikbann. Miralem Pjanic og Juan Cuadrado koma inn í liðið en þeir voru í leikbanni gegn Udinese. Gegn Udinese um síðustu helgi byrjuðu þeir Cristiano Ronaldo, Gonzalo Higuain og Paulo Dybala saman í fyrsta sinn í vetur. Markvörðurinn Gianluigi Buffon, sem verður 42 ára 28. janúar, verður í markinu í kvöld í stað Wojciech Szczesny sem er meiddur. Buffon spilar 647. leik sinn í ítölsku úrvalsdeildinni og jafnar við Paulo Maldini sem lék 647 deildarleiki með AC Milan á árunum 1984–2009. Buffon tekur annað met í kvöld, fer þá fram úr Alessandro Del Piero sem sá leikmaður sem spilað hefur flesta leiki Juventus í ítölsku úrvalsdeildinni, eða 479. Sampdoria byrjaði leiktíðina illa, tapaði sex af sjö fyrstu leikjunum en vann borgarslaginn í Genoa um helgina og er í 16. sæti, tveimur stigum frá fallsæti. Knattspyrnustjórinn, Eusebio Di Francesco var rekinn í byrjun október og Claudio Ranieri ráðinn í staðinn. Samdoria hefur unnið tvo síðustu leiki liðanna á Luigi Ferraris vellinum, 2-0 á síðustu leiktíð og 3-2 á leiktíðinni þar á undan. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Buffon jafnar leikjametið Ítalía Ítalski boltinn Sportpakkinn Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Fótbolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hálfíslenskt mark í sigri Fiorentina Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Útilokar ekki að koma heim Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Sjá meira
Juventus fær tækifæri til að ná þriggja stiga forystu á Inter á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar þegar liðið sækir Sampdoria heim í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 17:55 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Arnar Björnsson skoðaði leikinn. Þetta er fyrsti leikurinn í 17. umferðinni en þar sem Juventus mætir Lazio í úrslitum ítalska Ofurbikarsins á sunnudag í Ríad í Sádi Arabíu var leikurinn færður fram. Juventus vann Udinese 3-1 um síðustu helgi en Inter og Fiorentina gerðu 1-1 jafntefli. Wojciech Szczesny, Sami Khedira og Giorgio Chiellini eru á sjúkralista Juventus og Rodrigo Bentancur tekur út leikbann. Miralem Pjanic og Juan Cuadrado koma inn í liðið en þeir voru í leikbanni gegn Udinese. Gegn Udinese um síðustu helgi byrjuðu þeir Cristiano Ronaldo, Gonzalo Higuain og Paulo Dybala saman í fyrsta sinn í vetur. Markvörðurinn Gianluigi Buffon, sem verður 42 ára 28. janúar, verður í markinu í kvöld í stað Wojciech Szczesny sem er meiddur. Buffon spilar 647. leik sinn í ítölsku úrvalsdeildinni og jafnar við Paulo Maldini sem lék 647 deildarleiki með AC Milan á árunum 1984–2009. Buffon tekur annað met í kvöld, fer þá fram úr Alessandro Del Piero sem sá leikmaður sem spilað hefur flesta leiki Juventus í ítölsku úrvalsdeildinni, eða 479. Sampdoria byrjaði leiktíðina illa, tapaði sex af sjö fyrstu leikjunum en vann borgarslaginn í Genoa um helgina og er í 16. sæti, tveimur stigum frá fallsæti. Knattspyrnustjórinn, Eusebio Di Francesco var rekinn í byrjun október og Claudio Ranieri ráðinn í staðinn. Samdoria hefur unnið tvo síðustu leiki liðanna á Luigi Ferraris vellinum, 2-0 á síðustu leiktíð og 3-2 á leiktíðinni þar á undan. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Buffon jafnar leikjametið
Ítalía Ítalski boltinn Sportpakkinn Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Fótbolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hálfíslenskt mark í sigri Fiorentina Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Útilokar ekki að koma heim Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Sjá meira