Sportpakkinn: Buffon jafnar leikjamet Maldini í kvöld Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. desember 2019 17:00 Buffon jafnar leikjamet Maldinis í kvöld. vísir/getty Juventus fær tækifæri til að ná þriggja stiga forystu á Inter á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar þegar liðið sækir Sampdoria heim í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 17:55 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Arnar Björnsson skoðaði leikinn. Þetta er fyrsti leikurinn í 17. umferðinni en þar sem Juventus mætir Lazio í úrslitum ítalska Ofurbikarsins á sunnudag í Ríad í Sádi Arabíu var leikurinn færður fram. Juventus vann Udinese 3-1 um síðustu helgi en Inter og Fiorentina gerðu 1-1 jafntefli. Wojciech Szczesny, Sami Khedira og Giorgio Chiellini eru á sjúkralista Juventus og Rodrigo Bentancur tekur út leikbann. Miralem Pjanic og Juan Cuadrado koma inn í liðið en þeir voru í leikbanni gegn Udinese. Gegn Udinese um síðustu helgi byrjuðu þeir Cristiano Ronaldo, Gonzalo Higuain og Paulo Dybala saman í fyrsta sinn í vetur. Markvörðurinn Gianluigi Buffon, sem verður 42 ára 28. janúar, verður í markinu í kvöld í stað Wojciech Szczesny sem er meiddur. Buffon spilar 647. leik sinn í ítölsku úrvalsdeildinni og jafnar við Paulo Maldini sem lék 647 deildarleiki með AC Milan á árunum 1984–2009. Buffon tekur annað met í kvöld, fer þá fram úr Alessandro Del Piero sem sá leikmaður sem spilað hefur flesta leiki Juventus í ítölsku úrvalsdeildinni, eða 479. Sampdoria byrjaði leiktíðina illa, tapaði sex af sjö fyrstu leikjunum en vann borgarslaginn í Genoa um helgina og er í 16. sæti, tveimur stigum frá fallsæti. Knattspyrnustjórinn, Eusebio Di Francesco var rekinn í byrjun október og Claudio Ranieri ráðinn í staðinn. Samdoria hefur unnið tvo síðustu leiki liðanna á Luigi Ferraris vellinum, 2-0 á síðustu leiktíð og 3-2 á leiktíðinni þar á undan. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Buffon jafnar leikjametið Ítalía Ítalski boltinn Sportpakkinn Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fanndís leggur skóna á hilluna Fótbolti Fleiri fréttir Villarreal - FCK | Hvað gerir Viktor á Spáni? Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Sjá meira
Juventus fær tækifæri til að ná þriggja stiga forystu á Inter á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar þegar liðið sækir Sampdoria heim í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 17:55 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Arnar Björnsson skoðaði leikinn. Þetta er fyrsti leikurinn í 17. umferðinni en þar sem Juventus mætir Lazio í úrslitum ítalska Ofurbikarsins á sunnudag í Ríad í Sádi Arabíu var leikurinn færður fram. Juventus vann Udinese 3-1 um síðustu helgi en Inter og Fiorentina gerðu 1-1 jafntefli. Wojciech Szczesny, Sami Khedira og Giorgio Chiellini eru á sjúkralista Juventus og Rodrigo Bentancur tekur út leikbann. Miralem Pjanic og Juan Cuadrado koma inn í liðið en þeir voru í leikbanni gegn Udinese. Gegn Udinese um síðustu helgi byrjuðu þeir Cristiano Ronaldo, Gonzalo Higuain og Paulo Dybala saman í fyrsta sinn í vetur. Markvörðurinn Gianluigi Buffon, sem verður 42 ára 28. janúar, verður í markinu í kvöld í stað Wojciech Szczesny sem er meiddur. Buffon spilar 647. leik sinn í ítölsku úrvalsdeildinni og jafnar við Paulo Maldini sem lék 647 deildarleiki með AC Milan á árunum 1984–2009. Buffon tekur annað met í kvöld, fer þá fram úr Alessandro Del Piero sem sá leikmaður sem spilað hefur flesta leiki Juventus í ítölsku úrvalsdeildinni, eða 479. Sampdoria byrjaði leiktíðina illa, tapaði sex af sjö fyrstu leikjunum en vann borgarslaginn í Genoa um helgina og er í 16. sæti, tveimur stigum frá fallsæti. Knattspyrnustjórinn, Eusebio Di Francesco var rekinn í byrjun október og Claudio Ranieri ráðinn í staðinn. Samdoria hefur unnið tvo síðustu leiki liðanna á Luigi Ferraris vellinum, 2-0 á síðustu leiktíð og 3-2 á leiktíðinni þar á undan. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Buffon jafnar leikjametið
Ítalía Ítalski boltinn Sportpakkinn Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fanndís leggur skóna á hilluna Fótbolti Fleiri fréttir Villarreal - FCK | Hvað gerir Viktor á Spáni? Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Sjá meira