Ásmundur segir að sér hafi verið ráðlagt að lesa ekki pistil Björns Levís Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. desember 2019 18:23 Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. vísir/vilhelm Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að vinir og vandamenn hafi ráðlagt honum að lesa ekki pistil Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, þar sem sá síðarnefndi vandar þeim fyrrnefnda ekki kveðjurnar. Málið má rekja til þess að Ásmundur Friðriksson sendi bréf til Evrópuráðsþingsins þar sem hann bendir á að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaðir Pírata hafi haft uppi ummæli um sig sem svo voru dæmd af siðanefnd þingsins sem óhæfa. Björn Leví brást við því með að skrifa pistil á Facebook þar sem lét Ásmund heyra það. „Þetta bréf hans er algjör viðbjóður, ofan í allt það sem á undan hefur gengið þá dirfist hann til þess að leitast eftir refsingu á vegum Evrópuráðsþingsins gagnvart Sunnu. Þvílíka og aðra eins mannleysu hef ég aldrei á ævi minni hitt,“ skrifaði Björn Leví og benti á orðabók Árnastofnunar sem skýrði orðið mannleysa sem svo að þar fari huglaus og ómerkilegur maður. Eiginkonu, börnum og fjölskyldu einnig ráðlagt að lesa ekki pistilinn. Ásmundur var spurður út í hver væru viðbrögð hans við þessum pistli Björns Levís er Ásmundur var til viðtals í Reykjavík síðdegis nú fyrir stundu. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.Vísir/vilhelm „Það er nú reyndar þannig að ég hef haft ýmsu að sýsla í dag en mér og eiginkonu minni og börnum og fjölskyldu hefur verið ráðlagt að lesa ekki þann pistil,“ sagði hann.Af hverjum?„Af vinum og vandamönnum“Vegna orða hans í þinn garð?„Já,“ svaraði Ásmundur og bætti við að hann hefði ekki í hyggju að eyðileggja fyrir sér daginn með því að lesa pistilinn í kvöld auk þess sem hann sakaði Björn Leví um að leggja sig í einelti.Spurður út í tilgang bréfsins til Evrópuráðsþingsins svaraði Ásmundur að hann hefði beðið eftir því að Þórhildur Sunna myndi sjálf láta vita af siðanefndarúrskurðinum í hennar garð. Þegar ekkert gerðist hafi honum þótt rétt að upplýsa samstarfsmenn hennar á Evrópuráðsþinginu um siðanefndarúrskurðinn.„Ég held bara að í ljósi þeirrar gagnsæisástar sem Píratar hafa nú á flestum málum. Tala mikið um gagnsæi, nema þegar það snýr að þeim. Þeir tala líka mikið um siðferði, nema þegar það snýr að þeim. Ég er nú búinn að bíða í nokkra mánuði eftir því að formaður laga- og mannréttindarnefndar Evrópuráðsins myndi, í ljósi gagnsæisástarinnar, skýra ráðinu frá því að hún hafi verið fyrsti þingmaður Íslandssögunar sem að siðanefnd dæmdi fyrir að brjóta á öðrum þingmanni.“ Alþingi Píratar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Segir Ásmund mannleysu og bréf hans viðbjóð Björn Leví Gunnarsson segir orði sín fram sett af yfirvegun. 18. desember 2019 12:36 Ásmundur tilkynnti brot Þórhildar Sunnu til Evrópuráðsþingsins Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, hefur vakið athygli Evrópuráðsþingsins á því að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, hafi gerst brotleg við siðareglur Alþingis. 18. desember 2019 10:10 Annaðhvort sé Ásmundur með sig á heilanum eða Sjálfstæðisflokkurinn að hefna sín Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur upplýst Evrópuráðsþingið um að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmanns Pírata, hafi gerst brotleg við siðareglur Alþingis. 18. desember 2019 11:26 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman Sjá meira
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að vinir og vandamenn hafi ráðlagt honum að lesa ekki pistil Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, þar sem sá síðarnefndi vandar þeim fyrrnefnda ekki kveðjurnar. Málið má rekja til þess að Ásmundur Friðriksson sendi bréf til Evrópuráðsþingsins þar sem hann bendir á að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaðir Pírata hafi haft uppi ummæli um sig sem svo voru dæmd af siðanefnd þingsins sem óhæfa. Björn Leví brást við því með að skrifa pistil á Facebook þar sem lét Ásmund heyra það. „Þetta bréf hans er algjör viðbjóður, ofan í allt það sem á undan hefur gengið þá dirfist hann til þess að leitast eftir refsingu á vegum Evrópuráðsþingsins gagnvart Sunnu. Þvílíka og aðra eins mannleysu hef ég aldrei á ævi minni hitt,“ skrifaði Björn Leví og benti á orðabók Árnastofnunar sem skýrði orðið mannleysa sem svo að þar fari huglaus og ómerkilegur maður. Eiginkonu, börnum og fjölskyldu einnig ráðlagt að lesa ekki pistilinn. Ásmundur var spurður út í hver væru viðbrögð hans við þessum pistli Björns Levís er Ásmundur var til viðtals í Reykjavík síðdegis nú fyrir stundu. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.Vísir/vilhelm „Það er nú reyndar þannig að ég hef haft ýmsu að sýsla í dag en mér og eiginkonu minni og börnum og fjölskyldu hefur verið ráðlagt að lesa ekki þann pistil,“ sagði hann.Af hverjum?„Af vinum og vandamönnum“Vegna orða hans í þinn garð?„Já,“ svaraði Ásmundur og bætti við að hann hefði ekki í hyggju að eyðileggja fyrir sér daginn með því að lesa pistilinn í kvöld auk þess sem hann sakaði Björn Leví um að leggja sig í einelti.Spurður út í tilgang bréfsins til Evrópuráðsþingsins svaraði Ásmundur að hann hefði beðið eftir því að Þórhildur Sunna myndi sjálf láta vita af siðanefndarúrskurðinum í hennar garð. Þegar ekkert gerðist hafi honum þótt rétt að upplýsa samstarfsmenn hennar á Evrópuráðsþinginu um siðanefndarúrskurðinn.„Ég held bara að í ljósi þeirrar gagnsæisástar sem Píratar hafa nú á flestum málum. Tala mikið um gagnsæi, nema þegar það snýr að þeim. Þeir tala líka mikið um siðferði, nema þegar það snýr að þeim. Ég er nú búinn að bíða í nokkra mánuði eftir því að formaður laga- og mannréttindarnefndar Evrópuráðsins myndi, í ljósi gagnsæisástarinnar, skýra ráðinu frá því að hún hafi verið fyrsti þingmaður Íslandssögunar sem að siðanefnd dæmdi fyrir að brjóta á öðrum þingmanni.“
Alþingi Píratar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Segir Ásmund mannleysu og bréf hans viðbjóð Björn Leví Gunnarsson segir orði sín fram sett af yfirvegun. 18. desember 2019 12:36 Ásmundur tilkynnti brot Þórhildar Sunnu til Evrópuráðsþingsins Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, hefur vakið athygli Evrópuráðsþingsins á því að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, hafi gerst brotleg við siðareglur Alþingis. 18. desember 2019 10:10 Annaðhvort sé Ásmundur með sig á heilanum eða Sjálfstæðisflokkurinn að hefna sín Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur upplýst Evrópuráðsþingið um að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmanns Pírata, hafi gerst brotleg við siðareglur Alþingis. 18. desember 2019 11:26 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman Sjá meira
Segir Ásmund mannleysu og bréf hans viðbjóð Björn Leví Gunnarsson segir orði sín fram sett af yfirvegun. 18. desember 2019 12:36
Ásmundur tilkynnti brot Þórhildar Sunnu til Evrópuráðsþingsins Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, hefur vakið athygli Evrópuráðsþingsins á því að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, hafi gerst brotleg við siðareglur Alþingis. 18. desember 2019 10:10
Annaðhvort sé Ásmundur með sig á heilanum eða Sjálfstæðisflokkurinn að hefna sín Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur upplýst Evrópuráðsþingið um að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmanns Pírata, hafi gerst brotleg við siðareglur Alþingis. 18. desember 2019 11:26