Gefa grænt ljós á bandaríska ræðismannsskrifstofu á Grænlandi Atli Ísleifsson skrifar 19. desember 2019 07:42 Frá grænlensku höfuðborginni Nuuk. Getty Danska utanríkisráðuneytið hefur gefið grænt ljós á opnun bandarískrar ræðismannsskrifstofu í grænlensku höfuðborginni Nuuk. Frá þessu segir á Sermitsiaq. Nú þegar samþykki utanríkisráðuneytisins liggur fyrir geta bandarísk stjórnvöld haldið áfram vinnu sinni varðandi opnunina. „Eftir samkomulag við grænlensk stjórnvöld hefur utanríkisráðuneytið samþykkt beiðni Bandaríkjamanna um að koma upp ræðismannsskrifstofu í Nuuk,“ segir í svari danska utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Sermitsiaq. Greint var frá hugmynd Bandaríkjastjórnar um opnun ræðismannskrifstofu á Grænlandi í ágúst síðastliðinn. Þá sagði Jeppe Kofod, utanríkisráðherra Danmerkur, eftir fund með bandarískum starfsbróður sínum, Mike Pompeo, að ræðismannsskrifstofa myndi opna. Nú liggur hins vegar formlegt samþykki fyrir hendi. Áhugi Bandaríkjastjórnar á Grænlandi hefur aukist mikið að undanförnu. Þannig var greint frá vangaveltum Donald Trump Bandaríkjaforseta að kaupa Grænland af Danmörku.Aflýsti hann heimsókn sinni til Danmerkur eftir að dönsk stjórnvöld lokuðu á allar slíkar hugmyndir. Í frétt Sermitsiaq segir að Bandaríkjastjórn hafi áætlanir uppi um að tveir bandarískir embættismenn muni starfa við skrifstofuna, auk fimm staðarráðinna starfsmanna. Þetta verður ekki í fyrsta sinn sem Bandaríkjamenn starfrækja ræðismannskrifstofu á Grænlandi, en þeir opnuðu slíkt árið 1940 eftir að nasistar hernámu Danmörk. Þeirri skrifstofu var hins vegar lokað árið 1953. Íslendingar opnuðu aðalræðisskrifstofu í Nuuk í nóvember 2013. Bandaríkin Grænland Tengdar fréttir Danir pirraðir eftir að Trump hætti við Danskir stjórnmálamenn lýsa óánægju sinni með að Bandaríkjaforseti hafi hætt við heimsókn sína því að forsætisráðherra Dana vill ekki ræða sölu á Grænlandi. Forsætisráðherrann sagði ákvörðunina svekkjandi og óvænta. 22. ágúst 2019 07:30 Trump hyggst opna ræðismannsskrifstofu á Grænlandi innan árs Trump stjórnin hyggst opna ræðismannsskrifstofu á Grænlandi en Bandaríkin hafa ekki haft viðveru þar í tugi ára. 24. ágúst 2019 23:15 Hættir við heimsókn til Danmerkur því hann fær ekki að kaupa Grænland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fær ekki að kaupa Grænland. Þess vegna hættir hann við opinbera heimsókn til Danmerkur 21. ágúst 2019 00:53 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Sjá meira
Danska utanríkisráðuneytið hefur gefið grænt ljós á opnun bandarískrar ræðismannsskrifstofu í grænlensku höfuðborginni Nuuk. Frá þessu segir á Sermitsiaq. Nú þegar samþykki utanríkisráðuneytisins liggur fyrir geta bandarísk stjórnvöld haldið áfram vinnu sinni varðandi opnunina. „Eftir samkomulag við grænlensk stjórnvöld hefur utanríkisráðuneytið samþykkt beiðni Bandaríkjamanna um að koma upp ræðismannsskrifstofu í Nuuk,“ segir í svari danska utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Sermitsiaq. Greint var frá hugmynd Bandaríkjastjórnar um opnun ræðismannskrifstofu á Grænlandi í ágúst síðastliðinn. Þá sagði Jeppe Kofod, utanríkisráðherra Danmerkur, eftir fund með bandarískum starfsbróður sínum, Mike Pompeo, að ræðismannsskrifstofa myndi opna. Nú liggur hins vegar formlegt samþykki fyrir hendi. Áhugi Bandaríkjastjórnar á Grænlandi hefur aukist mikið að undanförnu. Þannig var greint frá vangaveltum Donald Trump Bandaríkjaforseta að kaupa Grænland af Danmörku.Aflýsti hann heimsókn sinni til Danmerkur eftir að dönsk stjórnvöld lokuðu á allar slíkar hugmyndir. Í frétt Sermitsiaq segir að Bandaríkjastjórn hafi áætlanir uppi um að tveir bandarískir embættismenn muni starfa við skrifstofuna, auk fimm staðarráðinna starfsmanna. Þetta verður ekki í fyrsta sinn sem Bandaríkjamenn starfrækja ræðismannskrifstofu á Grænlandi, en þeir opnuðu slíkt árið 1940 eftir að nasistar hernámu Danmörk. Þeirri skrifstofu var hins vegar lokað árið 1953. Íslendingar opnuðu aðalræðisskrifstofu í Nuuk í nóvember 2013.
Bandaríkin Grænland Tengdar fréttir Danir pirraðir eftir að Trump hætti við Danskir stjórnmálamenn lýsa óánægju sinni með að Bandaríkjaforseti hafi hætt við heimsókn sína því að forsætisráðherra Dana vill ekki ræða sölu á Grænlandi. Forsætisráðherrann sagði ákvörðunina svekkjandi og óvænta. 22. ágúst 2019 07:30 Trump hyggst opna ræðismannsskrifstofu á Grænlandi innan árs Trump stjórnin hyggst opna ræðismannsskrifstofu á Grænlandi en Bandaríkin hafa ekki haft viðveru þar í tugi ára. 24. ágúst 2019 23:15 Hættir við heimsókn til Danmerkur því hann fær ekki að kaupa Grænland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fær ekki að kaupa Grænland. Þess vegna hættir hann við opinbera heimsókn til Danmerkur 21. ágúst 2019 00:53 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Sjá meira
Danir pirraðir eftir að Trump hætti við Danskir stjórnmálamenn lýsa óánægju sinni með að Bandaríkjaforseti hafi hætt við heimsókn sína því að forsætisráðherra Dana vill ekki ræða sölu á Grænlandi. Forsætisráðherrann sagði ákvörðunina svekkjandi og óvænta. 22. ágúst 2019 07:30
Trump hyggst opna ræðismannsskrifstofu á Grænlandi innan árs Trump stjórnin hyggst opna ræðismannsskrifstofu á Grænlandi en Bandaríkin hafa ekki haft viðveru þar í tugi ára. 24. ágúst 2019 23:15
Hættir við heimsókn til Danmerkur því hann fær ekki að kaupa Grænland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fær ekki að kaupa Grænland. Þess vegna hættir hann við opinbera heimsókn til Danmerkur 21. ágúst 2019 00:53