Segir viðmið í lögreglunáminu frjálslegri en víða þegar kemur að veikindum eða kvillum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 19. desember 2019 16:00 Ólafur Örn Bragason forstöðumaður Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar segir viðmiðin endurskoðuð árlega af teymi sérfræðilækna Vísir/Vilhelm Viðmið í lögreglunám á Íslandi eru byggð á viðmiðum Norðurlandanna en eru þó nokkuð frjálslegri, að því marki að hér á landi er einstaklingsbundið mat framkvæmt í stað þess að beita algjörri útilokun þegar kemur að ákveðnum veikindum eða kvillum. Síðustu daga hafa umsækjendur í starfsnám í lögreglufræðum stigið fram og sagt frá því að þeir hafi ekki fengið inngöngu í námið af því að þeir eru á kvíðalyfjum. Dómsmálaráðherra ræddi málið í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í gær og sagðist ætla að beina því til embættis ríkislögreglustjóra að endurskoða viðmið fyrir inngöngu í námið. Umsækjendur eigi rétt á einstaklingsbundnu mati. Ólafur Örn Bragason forstöðumaður Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar segir viðmiðin endurskoðuð árlega af teymi sérfræðilækna og þau séu í samræmi við viðmiðin á Norðurlöndunum. Hér á landi er þó gefinn kostur á að skila sérfræðivottorði ef umsækjandi er með áhættuþætti og hér sé því nú þegar framkvæmt einstaklingsbundið mat, eins og ráðherra leggur til. „Það er svoleiðis í dag - metum hvert tilfelli út af fyrir sig. Það er ekki þannig á norðurlöndunum, það er það sem ég á við þegar ég tala um stífari viðmið þar , útilokandi þættir hér og þar. Ekki gefið tækifæri á að skila vottorði. Veit ekki af hverju þetta er svona á norðurlöndum og okkur fannst þetta stíf viðmið. “ Umsækjendur þurfa aftur á móti að afla sér sjálfir gagna og segir Ólafur það geta verið nokkuð erfitt, þar sem tíminn er naumur og bið getur verið hjá læknum, t.d geðlæknum. Nú sé í vinnslu að auðvelda ferlið. „Það sem við þurfum að skoða er hvernig hægt er að auðvelda umsækjendum, þannig að þeir fái þessar upplýsingar fyrr og við erum búnir að ætlum að gera myndband með leiðbeiningum um hvernig hægt er að fylla út þessi vottorð og hver eru þá næstu skref, ef maður er t.d. með háan blóðþrýsting hvað maður eigi að gera, þannig að þetta sé skýrt gagnvart umsækjendum, þannig að þeir geti verið búnir að afla þessara gagna áður en umsóknarfrestur líður.“ Þannig er það möguleiki á Íslandi að komast í námið þrátt fyrir að vera til dæmis á kvíðalyfjum. Sérfræðivottorðið þarf þó að vera til staðar þar sem staðfest er að kvillinn eða veikindin muni ekki hamla fólki í lögreglustarfi. „Samkvæmt viðmiðunum á þetta að vera möguleiki að viðkomandi skili inn sérfræðivottorði og verði þá metinn hæfur, uppfylli þessi læknisfræðiskilyrði.“ Lögreglan Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Felur ríkislögreglustjóra að skoða viðmiðin eftir frásögn lögreglukonu Dómsmálaráðherra hyggst beina því til embættis ríkislögreglustjóra að skoða þau viðmið sem stuðst er við varðandi inngöngu í starfsnám í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri. 18. desember 2019 17:03 Lögreglukona má ekki læra að verða lögreglukona vegna þess að hún tekur inn kvíðalyf Lögreglukona, sem hóf nám í lögreglufræðum í haust, fær ekki inngöngu í starfsnám við Háskólann á Akureyri vegna þess að hún var að taka inn kvíðalyf þegar hún sendi inn umsóknina. 16. desember 2019 19:15 Segir rangt að fólk með ADHD sé útilokað frá lögreglunni Ólafur Örn Bragason, forstöðumaður mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar, segir reglur um einstaklinga með ADHD innan lögreglunnar ekki hafa verið hertar. 19. ágúst 2019 20:30 Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Viðmið í lögreglunám á Íslandi eru byggð á viðmiðum Norðurlandanna en eru þó nokkuð frjálslegri, að því marki að hér á landi er einstaklingsbundið mat framkvæmt í stað þess að beita algjörri útilokun þegar kemur að ákveðnum veikindum eða kvillum. Síðustu daga hafa umsækjendur í starfsnám í lögreglufræðum stigið fram og sagt frá því að þeir hafi ekki fengið inngöngu í námið af því að þeir eru á kvíðalyfjum. Dómsmálaráðherra ræddi málið í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í gær og sagðist ætla að beina því til embættis ríkislögreglustjóra að endurskoða viðmið fyrir inngöngu í námið. Umsækjendur eigi rétt á einstaklingsbundnu mati. Ólafur Örn Bragason forstöðumaður Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar segir viðmiðin endurskoðuð árlega af teymi sérfræðilækna og þau séu í samræmi við viðmiðin á Norðurlöndunum. Hér á landi er þó gefinn kostur á að skila sérfræðivottorði ef umsækjandi er með áhættuþætti og hér sé því nú þegar framkvæmt einstaklingsbundið mat, eins og ráðherra leggur til. „Það er svoleiðis í dag - metum hvert tilfelli út af fyrir sig. Það er ekki þannig á norðurlöndunum, það er það sem ég á við þegar ég tala um stífari viðmið þar , útilokandi þættir hér og þar. Ekki gefið tækifæri á að skila vottorði. Veit ekki af hverju þetta er svona á norðurlöndum og okkur fannst þetta stíf viðmið. “ Umsækjendur þurfa aftur á móti að afla sér sjálfir gagna og segir Ólafur það geta verið nokkuð erfitt, þar sem tíminn er naumur og bið getur verið hjá læknum, t.d geðlæknum. Nú sé í vinnslu að auðvelda ferlið. „Það sem við þurfum að skoða er hvernig hægt er að auðvelda umsækjendum, þannig að þeir fái þessar upplýsingar fyrr og við erum búnir að ætlum að gera myndband með leiðbeiningum um hvernig hægt er að fylla út þessi vottorð og hver eru þá næstu skref, ef maður er t.d. með háan blóðþrýsting hvað maður eigi að gera, þannig að þetta sé skýrt gagnvart umsækjendum, þannig að þeir geti verið búnir að afla þessara gagna áður en umsóknarfrestur líður.“ Þannig er það möguleiki á Íslandi að komast í námið þrátt fyrir að vera til dæmis á kvíðalyfjum. Sérfræðivottorðið þarf þó að vera til staðar þar sem staðfest er að kvillinn eða veikindin muni ekki hamla fólki í lögreglustarfi. „Samkvæmt viðmiðunum á þetta að vera möguleiki að viðkomandi skili inn sérfræðivottorði og verði þá metinn hæfur, uppfylli þessi læknisfræðiskilyrði.“
Lögreglan Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Felur ríkislögreglustjóra að skoða viðmiðin eftir frásögn lögreglukonu Dómsmálaráðherra hyggst beina því til embættis ríkislögreglustjóra að skoða þau viðmið sem stuðst er við varðandi inngöngu í starfsnám í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri. 18. desember 2019 17:03 Lögreglukona má ekki læra að verða lögreglukona vegna þess að hún tekur inn kvíðalyf Lögreglukona, sem hóf nám í lögreglufræðum í haust, fær ekki inngöngu í starfsnám við Háskólann á Akureyri vegna þess að hún var að taka inn kvíðalyf þegar hún sendi inn umsóknina. 16. desember 2019 19:15 Segir rangt að fólk með ADHD sé útilokað frá lögreglunni Ólafur Örn Bragason, forstöðumaður mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar, segir reglur um einstaklinga með ADHD innan lögreglunnar ekki hafa verið hertar. 19. ágúst 2019 20:30 Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Felur ríkislögreglustjóra að skoða viðmiðin eftir frásögn lögreglukonu Dómsmálaráðherra hyggst beina því til embættis ríkislögreglustjóra að skoða þau viðmið sem stuðst er við varðandi inngöngu í starfsnám í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri. 18. desember 2019 17:03
Lögreglukona má ekki læra að verða lögreglukona vegna þess að hún tekur inn kvíðalyf Lögreglukona, sem hóf nám í lögreglufræðum í haust, fær ekki inngöngu í starfsnám við Háskólann á Akureyri vegna þess að hún var að taka inn kvíðalyf þegar hún sendi inn umsóknina. 16. desember 2019 19:15
Segir rangt að fólk með ADHD sé útilokað frá lögreglunni Ólafur Örn Bragason, forstöðumaður mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar, segir reglur um einstaklinga með ADHD innan lögreglunnar ekki hafa verið hertar. 19. ágúst 2019 20:30