Boðar fullt frelsi í nafnagift Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 1. desember 2019 19:30 Sú tillaga Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, að leggja niður mannanafnanefnd kemur til vegna þess að í frumvarpi sem nú er til umsagnar í samráðsgátt eru áform um fullt frelsi til nafngiftar. „Það er mín skoðun að réttur fólks til að ráða sínu nafni og barna sinna eigi að vera ríkari en réttur samfélagsins til að takmarka þann rétt. Ég er að leggja fram ákveðin áform um fullt frelsi í þessum málum og þigg allar ábendingar um þá gerð,“ segir Áslaug Arna. Þetta þýðir að upptaka ættarnafna verður leyfð, að ekki þurfi að vera hefð fyrir nafninu og það þurfi ekki að fylgja reglum íslenskunnar. Nöfn verði þá í raun undanskilin íslenskri stafsetningu þótt krafa sé um að nöfnin fylgi latneska stafrófinu. Því gætum við séð nöfn eins og Swanhildur, Cesar og Zigrún.En hvað með nöfn eins og Gardína, Sveppur og Djöfull? „Ég hef litlar áhyggjur af því að fólk ráðist í þannig nafnabreytingar. Það hefur sýnt sig í öðrum löndum að það er ekkert til að hafa áhyggjur af. Aftur á móti ef þetta eru þannig nöfn sem eru gegn hagsmunum barns þá ætti það að vera á borði barnaverndaryfirvalda, það er verið að skoða þetta í þessari frumvarpsgerð,“ segir Áslaug Arna en til greina kemur að starfsmaður á Þjóðskrá verði með það hlutverk að meta og tilkynna slíkar öfgar. Áslaug segir frelsi í nafnagiftum vera hjartans mál fyrir suma. „Ég hef talað við fólk sem líður illa eða lendir í vandræðum því það getur ekki breytt eftirnafni eða fornafni vegna þessara reglna. Að auki held ég að þær séu ekki í samhengi við almenn viðhorf í samfélaginu.“ Alþingi Mannanöfn Tengdar fréttir Undarlegt að nöfn verði undanskilin íslenskri stafsetningu Nefndarmaður í mannanafnanefnd segist ekki skilja tilganginn með því að leggja niður mannanafnanefnd þegar áherslur stjórnvalda eru að viðhalda og rækta íslenska tungu. Það skjóti skökku við að nöfn megi vera undanskilin íslenskri stafsetningu en ekki önnur orð í tungumálinu. 30. nóvember 2019 12:57 Íslendingum verði leyft að taka upp ættarnöfn Lög um mannanöfn verða rýmkuð „eins og mögulegt er“ með væntanlegu frumvarpi dómsmálaráðherra um breytingar á mannanafnalögum. 30. nóvember 2019 11:14 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Sjá meira
Sú tillaga Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, að leggja niður mannanafnanefnd kemur til vegna þess að í frumvarpi sem nú er til umsagnar í samráðsgátt eru áform um fullt frelsi til nafngiftar. „Það er mín skoðun að réttur fólks til að ráða sínu nafni og barna sinna eigi að vera ríkari en réttur samfélagsins til að takmarka þann rétt. Ég er að leggja fram ákveðin áform um fullt frelsi í þessum málum og þigg allar ábendingar um þá gerð,“ segir Áslaug Arna. Þetta þýðir að upptaka ættarnafna verður leyfð, að ekki þurfi að vera hefð fyrir nafninu og það þurfi ekki að fylgja reglum íslenskunnar. Nöfn verði þá í raun undanskilin íslenskri stafsetningu þótt krafa sé um að nöfnin fylgi latneska stafrófinu. Því gætum við séð nöfn eins og Swanhildur, Cesar og Zigrún.En hvað með nöfn eins og Gardína, Sveppur og Djöfull? „Ég hef litlar áhyggjur af því að fólk ráðist í þannig nafnabreytingar. Það hefur sýnt sig í öðrum löndum að það er ekkert til að hafa áhyggjur af. Aftur á móti ef þetta eru þannig nöfn sem eru gegn hagsmunum barns þá ætti það að vera á borði barnaverndaryfirvalda, það er verið að skoða þetta í þessari frumvarpsgerð,“ segir Áslaug Arna en til greina kemur að starfsmaður á Þjóðskrá verði með það hlutverk að meta og tilkynna slíkar öfgar. Áslaug segir frelsi í nafnagiftum vera hjartans mál fyrir suma. „Ég hef talað við fólk sem líður illa eða lendir í vandræðum því það getur ekki breytt eftirnafni eða fornafni vegna þessara reglna. Að auki held ég að þær séu ekki í samhengi við almenn viðhorf í samfélaginu.“
Alþingi Mannanöfn Tengdar fréttir Undarlegt að nöfn verði undanskilin íslenskri stafsetningu Nefndarmaður í mannanafnanefnd segist ekki skilja tilganginn með því að leggja niður mannanafnanefnd þegar áherslur stjórnvalda eru að viðhalda og rækta íslenska tungu. Það skjóti skökku við að nöfn megi vera undanskilin íslenskri stafsetningu en ekki önnur orð í tungumálinu. 30. nóvember 2019 12:57 Íslendingum verði leyft að taka upp ættarnöfn Lög um mannanöfn verða rýmkuð „eins og mögulegt er“ með væntanlegu frumvarpi dómsmálaráðherra um breytingar á mannanafnalögum. 30. nóvember 2019 11:14 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Sjá meira
Undarlegt að nöfn verði undanskilin íslenskri stafsetningu Nefndarmaður í mannanafnanefnd segist ekki skilja tilganginn með því að leggja niður mannanafnanefnd þegar áherslur stjórnvalda eru að viðhalda og rækta íslenska tungu. Það skjóti skökku við að nöfn megi vera undanskilin íslenskri stafsetningu en ekki önnur orð í tungumálinu. 30. nóvember 2019 12:57
Íslendingum verði leyft að taka upp ættarnöfn Lög um mannanöfn verða rýmkuð „eins og mögulegt er“ með væntanlegu frumvarpi dómsmálaráðherra um breytingar á mannanafnalögum. 30. nóvember 2019 11:14