Segir óraunhæft að Ísland komist af gráum lista í febrúar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. desember 2019 12:15 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Vísir/Vilhelm Hverfandi líkur eru á því að Ísland komist af gráum lista FATF í febrúar líkt og vonast hefur verið til að sögn formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Þingmaður Viðreisnar segir augljóst að brotalamir hafi verið í kerfinu. Í október lenti Ísland á gráum lista FATF yfir þau ríki sem ekki þykja hafa nægar varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Þær aðgerðir sem stjórnvöld höfðu gripið til dugðu ekki til að koma í veg fyrir að Ísland lenti á listanum. Dómsmálaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra létu taka saman skýrslu um aðdraganda þess að Ísland lenti á listanum og var skýrslan til umfjöllunar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata er formaður nefndarinnar. „Það sem er kannski athyglisvert í skýrslunni er að sjá hversu mörg viðvörunarljós blikkuðu, hversu oft var verið að eiga í samskiptum um að það yrði að bregðast við strax, núna, en það var ekki gert og það er ekki skýrt af lestri skýrslunnar hvers vegna viðbrögðin voru svona hæg,“ segir Þórhildur Sunna. Nefndin hefur þegar ákveðið að ráðast í frumkvæðisathugun á viðbrögðum ráðherra og breytir skýrsla ráðuneytisins engu þar um. Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, mun halda utan um frekari gagnaöflun.Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar.Vísir/Vilhelm„Það er svo sem ekkert verið að draga fjöður yfir það í þessari skýrslu að það eru þarna brotalamir. Menn virðast ekki hafa tekið þennan málaflokk alvarlega og það er ekki alveg skýrt hver ábyrgðarkeðjan er og af hverju er ekki brugðist við,“ segir Jón Steindór. Með frumkvæðisathugun nefndarinnar verði leitast við að fá svör við þeim spurningum. Stjórnvöld hafa bundið vonir við að Ísland komist af listanum sem allra fyrst en næsti fundur FATF er í febrúar. Það segir Þórhildur Sunna óraunhæft. „Mér hefur fundist það vera svona svolítið fast í umræðunni að við eigum einhverja raunhæfa von um að komast af þessum lista í febrúar. Það er bara samkvæmt því sem sérfræðingar segja okkur ekki rétt. Bjartsýnustu spár myndu gera ráð fyrir því að við kæmumst af listanum í júní,“ segir Þórhildur Sunna. Líklegra sé þó, ef að allt gengur vel, að það verði í október. „Miðað við starfshætti FATF þá séu hverfandi líkur á því [að sögn sérfræðinga] að það breytist eitthvað í febrúar varðandi veru okkar á þessum lista,“ segir Þórhildur Sunna. Alþingi Ísland á gráum lista FATF Tengdar fréttir Loka reikningum Íslendinga vegna gráa listans Erlend verðbréfafyrirtæki hafa slitið viðskiptasamböndum við Íslendinga og lokað verðbréfareikningum þeirra vegna veru Íslands á gráum lista alþjóðlega hópsins FATF. 27. nóvember 2019 07:44 Bjartsýn á að Ísland komist fljótt af gráa listanum Framkvæmdastjóri samtaka fjármálafyrirtækja segir áhrifin ekki mikil fyrir bankana því þeir eru nú þegar í sterkum viðskiptasamböndum við erlenda aðila þar sem þarf að fara eftir erlendu regluverki. Einhver fyrirtæki gætu þó lent í athugun ef stofnað er til nýrra viðskiptasambanda. 19. október 2019 21:00 Allir nema einn samþykktu að hefja frumkvæðisrannsókn Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd samþykkti á fundi sínum í dag að hefja frumkvæðisrannsókn á verklagi ráðherra í tengslum við aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Tillagan var samþykkt með öllum atkvæðum nefndarmanna nema einu. 23. október 2019 12:03 „Dálítið ófyrirsjáanlegt og ógagnsætt” Fjármálaráðherra segir ferlið við ákvörðun um grálistun FATF-hópsins, sem vaktar varnir ríkja gegn peningaþvætti, vera ógagnsætt. 22. október 2019 11:41 Skýrsla ráðherra um viðbrögð vegna veru á gráum lista komin til þingnefndar Skýrsla dómsmálaráðherra um viðbrögð stjórnvalda vegna ákvörðunar FATF-hópsins svokallaða um að setja Ísland á gráan lista yfir ríki sem hafa ónægar varnir gegn peningaþvætti er tilbúin. 26. nóvember 2019 19:33 Grái listinn ekki steinn í götu Nasdaq á Íslandi Það að Ísland sé á gráa lista FATF hefur ekki áhrif á innleiðingu Nasdaq verðbréfamiðstöðvar á nýju uppgjörskerfi sem á að klárast næsta vor. Seðlabankinn segir að upp hafi komið tilvik þar sem greiðslur hafa tafist eða verið stöðvaðar. 28. nóvember 2019 06:15 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Fleiri fréttir Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sjá meira
Hverfandi líkur eru á því að Ísland komist af gráum lista FATF í febrúar líkt og vonast hefur verið til að sögn formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Þingmaður Viðreisnar segir augljóst að brotalamir hafi verið í kerfinu. Í október lenti Ísland á gráum lista FATF yfir þau ríki sem ekki þykja hafa nægar varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Þær aðgerðir sem stjórnvöld höfðu gripið til dugðu ekki til að koma í veg fyrir að Ísland lenti á listanum. Dómsmálaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra létu taka saman skýrslu um aðdraganda þess að Ísland lenti á listanum og var skýrslan til umfjöllunar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata er formaður nefndarinnar. „Það sem er kannski athyglisvert í skýrslunni er að sjá hversu mörg viðvörunarljós blikkuðu, hversu oft var verið að eiga í samskiptum um að það yrði að bregðast við strax, núna, en það var ekki gert og það er ekki skýrt af lestri skýrslunnar hvers vegna viðbrögðin voru svona hæg,“ segir Þórhildur Sunna. Nefndin hefur þegar ákveðið að ráðast í frumkvæðisathugun á viðbrögðum ráðherra og breytir skýrsla ráðuneytisins engu þar um. Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, mun halda utan um frekari gagnaöflun.Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar.Vísir/Vilhelm„Það er svo sem ekkert verið að draga fjöður yfir það í þessari skýrslu að það eru þarna brotalamir. Menn virðast ekki hafa tekið þennan málaflokk alvarlega og það er ekki alveg skýrt hver ábyrgðarkeðjan er og af hverju er ekki brugðist við,“ segir Jón Steindór. Með frumkvæðisathugun nefndarinnar verði leitast við að fá svör við þeim spurningum. Stjórnvöld hafa bundið vonir við að Ísland komist af listanum sem allra fyrst en næsti fundur FATF er í febrúar. Það segir Þórhildur Sunna óraunhæft. „Mér hefur fundist það vera svona svolítið fast í umræðunni að við eigum einhverja raunhæfa von um að komast af þessum lista í febrúar. Það er bara samkvæmt því sem sérfræðingar segja okkur ekki rétt. Bjartsýnustu spár myndu gera ráð fyrir því að við kæmumst af listanum í júní,“ segir Þórhildur Sunna. Líklegra sé þó, ef að allt gengur vel, að það verði í október. „Miðað við starfshætti FATF þá séu hverfandi líkur á því [að sögn sérfræðinga] að það breytist eitthvað í febrúar varðandi veru okkar á þessum lista,“ segir Þórhildur Sunna.
Alþingi Ísland á gráum lista FATF Tengdar fréttir Loka reikningum Íslendinga vegna gráa listans Erlend verðbréfafyrirtæki hafa slitið viðskiptasamböndum við Íslendinga og lokað verðbréfareikningum þeirra vegna veru Íslands á gráum lista alþjóðlega hópsins FATF. 27. nóvember 2019 07:44 Bjartsýn á að Ísland komist fljótt af gráa listanum Framkvæmdastjóri samtaka fjármálafyrirtækja segir áhrifin ekki mikil fyrir bankana því þeir eru nú þegar í sterkum viðskiptasamböndum við erlenda aðila þar sem þarf að fara eftir erlendu regluverki. Einhver fyrirtæki gætu þó lent í athugun ef stofnað er til nýrra viðskiptasambanda. 19. október 2019 21:00 Allir nema einn samþykktu að hefja frumkvæðisrannsókn Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd samþykkti á fundi sínum í dag að hefja frumkvæðisrannsókn á verklagi ráðherra í tengslum við aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Tillagan var samþykkt með öllum atkvæðum nefndarmanna nema einu. 23. október 2019 12:03 „Dálítið ófyrirsjáanlegt og ógagnsætt” Fjármálaráðherra segir ferlið við ákvörðun um grálistun FATF-hópsins, sem vaktar varnir ríkja gegn peningaþvætti, vera ógagnsætt. 22. október 2019 11:41 Skýrsla ráðherra um viðbrögð vegna veru á gráum lista komin til þingnefndar Skýrsla dómsmálaráðherra um viðbrögð stjórnvalda vegna ákvörðunar FATF-hópsins svokallaða um að setja Ísland á gráan lista yfir ríki sem hafa ónægar varnir gegn peningaþvætti er tilbúin. 26. nóvember 2019 19:33 Grái listinn ekki steinn í götu Nasdaq á Íslandi Það að Ísland sé á gráa lista FATF hefur ekki áhrif á innleiðingu Nasdaq verðbréfamiðstöðvar á nýju uppgjörskerfi sem á að klárast næsta vor. Seðlabankinn segir að upp hafi komið tilvik þar sem greiðslur hafa tafist eða verið stöðvaðar. 28. nóvember 2019 06:15 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Fleiri fréttir Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sjá meira
Loka reikningum Íslendinga vegna gráa listans Erlend verðbréfafyrirtæki hafa slitið viðskiptasamböndum við Íslendinga og lokað verðbréfareikningum þeirra vegna veru Íslands á gráum lista alþjóðlega hópsins FATF. 27. nóvember 2019 07:44
Bjartsýn á að Ísland komist fljótt af gráa listanum Framkvæmdastjóri samtaka fjármálafyrirtækja segir áhrifin ekki mikil fyrir bankana því þeir eru nú þegar í sterkum viðskiptasamböndum við erlenda aðila þar sem þarf að fara eftir erlendu regluverki. Einhver fyrirtæki gætu þó lent í athugun ef stofnað er til nýrra viðskiptasambanda. 19. október 2019 21:00
Allir nema einn samþykktu að hefja frumkvæðisrannsókn Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd samþykkti á fundi sínum í dag að hefja frumkvæðisrannsókn á verklagi ráðherra í tengslum við aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Tillagan var samþykkt með öllum atkvæðum nefndarmanna nema einu. 23. október 2019 12:03
„Dálítið ófyrirsjáanlegt og ógagnsætt” Fjármálaráðherra segir ferlið við ákvörðun um grálistun FATF-hópsins, sem vaktar varnir ríkja gegn peningaþvætti, vera ógagnsætt. 22. október 2019 11:41
Skýrsla ráðherra um viðbrögð vegna veru á gráum lista komin til þingnefndar Skýrsla dómsmálaráðherra um viðbrögð stjórnvalda vegna ákvörðunar FATF-hópsins svokallaða um að setja Ísland á gráan lista yfir ríki sem hafa ónægar varnir gegn peningaþvætti er tilbúin. 26. nóvember 2019 19:33
Grái listinn ekki steinn í götu Nasdaq á Íslandi Það að Ísland sé á gráa lista FATF hefur ekki áhrif á innleiðingu Nasdaq verðbréfamiðstöðvar á nýju uppgjörskerfi sem á að klárast næsta vor. Seðlabankinn segir að upp hafi komið tilvik þar sem greiðslur hafa tafist eða verið stöðvaðar. 28. nóvember 2019 06:15