Fyrstu jólin í þriðja skiptið Kristbjörg Ólafsdóttir skrifar 20. desember 2019 08:00 Fyrir flesta ef ekki allra foreldra þá eru fyrstu jólin eftir að þau eru krýnd foreldrar ógleymanleg. Það er eitthvað svo töfrum líkast að sjá jólaljósin speglast í augunum á börnum, sjá þau verða þvílíkt spennt yfir mandarínu frá jólasveininum, horfa á þau opna gjafirnar. Fyrstu jólin sem ég var mamma voru ekki alveg svona. Fyrstu jólin sem ég var mamma hafði ég aldrei hitt dóttur mína. Aldrei fengið að knúsa hana. Samt var dóttir mín fædd. Fyrstu jólin sem ég var mamma hennar þá var hún um fimmtán mánaða og í annarri heimsálfu. Hún er nefnilega ættleidd. Við fengum símtalið um hana í júlí en vegna reglna í Indlandi þurfti að klára alla pappírsvinnuna á Indlandi áður en við gátum sótt hana. Við höfðum vonast eftir að það yrði fyrir jól en við fórum í febrúar árið eftir, sjö mánuðum eftir símtalið. Það var ótrúlega skrýtið að undirbúa þessi jól. Mér leið eins og móður en samt var ég ekki með dóttur mína hjá mér. Ég veit að það var vel hugsað um hana en Guð hvað ég þráði að hafa hana hjá þér. Hún hafði aldrei komið heim en samt fannst mér allt vera svo tómlegt án hennar. Hljómar asnalega ekki satt? Ég man hvað mig langaði að klæða hana í fallegan kjól en í staðinn þá keypti ég Baby born dúkku og ótrúlega fallegan kjól sem ég klæddi dúkkuna í. Kona gerir það sem kona þarf að gera ekki satt? Ég bjó um rúmið hennar og hugsaði til hennar, vonaði að hún fyndi á sér að ég væri að hugsa til hennar. Fyrir sex árum síðan þá varð ég mamma í annað sinn þegar við sóttum son okkar til Tékklands. Við komum heim frá Tékklandi nokkrum dögum fyrir jól og gátum þess vegna upplifað aðventuna í Tékklandi. Það var stórkostlegt að sjá jólasveininn koma, fá að prófa heita vínið þeirra og upplifa jólamarkaðina. Þessi jól voru samt ekki auðveld. Ég er rosaleg jólamanneskja, vil helst senda heimagerð jólakort og heimagerðar jólagjafir, en þarna var ég komin með nýjan einstakling sem þurfti á mér að halda 24/7. Sonur minn var rétt orðin þriggja ára þegar hann kom heim. Þá skildi hann auðvitað ekkert í því hvað var að gerast. En síðan þá hefur hann verið jafnvel meira jólabarn en ég. Hann hlustar á jólalög allt árið um kring. Hann er ekki mikið fyrir að föndra en ef þú stingur upp á jólaföndri þá er hann meira en til í það. Honum finnst miklu skemmtilegra að gefa en að þiggja. Í ár fæ ég að upplifa svona fyrstu jól enn einu sinni þegar bónusdóttir mín, sem er skiptinemi frá Tælandi, fær að upplifa sín fyrstu jól með okkur. Hún er búddatrúar og þeirra stærsta hátíð er nýárið. Núna er hún svo spennt yfir þessu öllu. Jólaskreytingunum, að byggja snjókarl, jólatréð og smákökubakstur með stórfjölskyldunni. Allt þetta er nýtt fyrir henni. Fyrir mér þá eru jólin umleikin töfrum (ég meina, horfið bara á þessi jól sem ég hef fengið að upplifa), og ég er viss um að ég er bara rétt að byrja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jól Kristbjörg Ólafsdóttir Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Fyrir flesta ef ekki allra foreldra þá eru fyrstu jólin eftir að þau eru krýnd foreldrar ógleymanleg. Það er eitthvað svo töfrum líkast að sjá jólaljósin speglast í augunum á börnum, sjá þau verða þvílíkt spennt yfir mandarínu frá jólasveininum, horfa á þau opna gjafirnar. Fyrstu jólin sem ég var mamma voru ekki alveg svona. Fyrstu jólin sem ég var mamma hafði ég aldrei hitt dóttur mína. Aldrei fengið að knúsa hana. Samt var dóttir mín fædd. Fyrstu jólin sem ég var mamma hennar þá var hún um fimmtán mánaða og í annarri heimsálfu. Hún er nefnilega ættleidd. Við fengum símtalið um hana í júlí en vegna reglna í Indlandi þurfti að klára alla pappírsvinnuna á Indlandi áður en við gátum sótt hana. Við höfðum vonast eftir að það yrði fyrir jól en við fórum í febrúar árið eftir, sjö mánuðum eftir símtalið. Það var ótrúlega skrýtið að undirbúa þessi jól. Mér leið eins og móður en samt var ég ekki með dóttur mína hjá mér. Ég veit að það var vel hugsað um hana en Guð hvað ég þráði að hafa hana hjá þér. Hún hafði aldrei komið heim en samt fannst mér allt vera svo tómlegt án hennar. Hljómar asnalega ekki satt? Ég man hvað mig langaði að klæða hana í fallegan kjól en í staðinn þá keypti ég Baby born dúkku og ótrúlega fallegan kjól sem ég klæddi dúkkuna í. Kona gerir það sem kona þarf að gera ekki satt? Ég bjó um rúmið hennar og hugsaði til hennar, vonaði að hún fyndi á sér að ég væri að hugsa til hennar. Fyrir sex árum síðan þá varð ég mamma í annað sinn þegar við sóttum son okkar til Tékklands. Við komum heim frá Tékklandi nokkrum dögum fyrir jól og gátum þess vegna upplifað aðventuna í Tékklandi. Það var stórkostlegt að sjá jólasveininn koma, fá að prófa heita vínið þeirra og upplifa jólamarkaðina. Þessi jól voru samt ekki auðveld. Ég er rosaleg jólamanneskja, vil helst senda heimagerð jólakort og heimagerðar jólagjafir, en þarna var ég komin með nýjan einstakling sem þurfti á mér að halda 24/7. Sonur minn var rétt orðin þriggja ára þegar hann kom heim. Þá skildi hann auðvitað ekkert í því hvað var að gerast. En síðan þá hefur hann verið jafnvel meira jólabarn en ég. Hann hlustar á jólalög allt árið um kring. Hann er ekki mikið fyrir að föndra en ef þú stingur upp á jólaföndri þá er hann meira en til í það. Honum finnst miklu skemmtilegra að gefa en að þiggja. Í ár fæ ég að upplifa svona fyrstu jól enn einu sinni þegar bónusdóttir mín, sem er skiptinemi frá Tælandi, fær að upplifa sín fyrstu jól með okkur. Hún er búddatrúar og þeirra stærsta hátíð er nýárið. Núna er hún svo spennt yfir þessu öllu. Jólaskreytingunum, að byggja snjókarl, jólatréð og smákökubakstur með stórfjölskyldunni. Allt þetta er nýtt fyrir henni. Fyrir mér þá eru jólin umleikin töfrum (ég meina, horfið bara á þessi jól sem ég hef fengið að upplifa), og ég er viss um að ég er bara rétt að byrja.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun