Baráttumál VG að verða að veruleika Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 3. desember 2019 11:00 Stór þáttur í jafnréttisbaráttu og kvenfrelsi hefur verið aukið fæðingarorlof og jafn réttur kynjanna til þess að vera með barni sínu þennan dýrmæta tíma í lífi foreldris og barns. Samfella í fæðingarorlofi og leikskóla er mikið jafnréttis- og velferðarmál sem vinstri menn hafa barist fyrir lengi. Á dögunum fór fram fyrsta umræða á Alþingi um breytingu á fæðingarorlofi. Til stendur að lengja fæðingarorlofið fyrst í tíu mánuði á næsta ári og tólf mánuði árið 2021. Lenging fæðingarorlofsins hefur verið baráttumál Vinstri grænna í mörg ár og það er því virkilega ánægjulegt að nú liggi fyrir stjórnarfrumvarp um málið. Lenging fæðingarorlofsins er mikilvægt skref til að draga úr launamun kynjanna, enda hafa ýmsar rannsóknir sýnt að launamunur kynjanna eykst við barneignir. Konur taka auk þess lengra fæðingarorlof en karlar að jafnaði. Á hverju ári frá 2015 hafa í kringum 700 feður ekki tekið neitt fæðingarorlof.Bætum kjör barnafjölskyldna Það er mikilvægt fyrir börn að tengjast báðum foreldrum sínum í frumbernsku og þetta á að koma til móts við með breytingum sem nú liggja fyrir Alþingi. Þannig er sameiginlegur tími sem foreldrar geta deilt sín á milli styttur, en á móti fær hvert foreldri lengri tíma. Þannig lengist tími hvers foreldris í fjóra mánuði á næsta ári og fimm mánuði árið 2021. Sameiginlegur tími foreldra væri þá tveir mánuðir á hverju ári. Að brúa bilið milli loka fæðingarorlofs og leikskóla er líka eitt af því sem mestu máli skiptir til að bæta kjör ungra barnafjölskyldna og draga úr fátækt barna. Þannig má draga úr því að foreldrar þurfi að taka sér launalaust leyfi eða hætta í vinnu til að brúa bilið. Það getur haft varanleg áhrif á starfsferil foreldrisins sem það gerir og í flestum tilfellum er það móðir barnsins, það er að segja í þeim tilfellum þegar um er að ræða par af gagnstæðu kyni. Það gefur auga leið að þetta hefur frekar áhrif á fólk sem er í viðkvæmri stöðu á vinnumarkaði og er líklegar til að lenda í gildru fátæktar til að byrja með. Ein leið til að brúa þetta bil er einmitt að lengja fæðingarorlofið. Hér eru því slegnar nokkrar flugur í einu höggi. Öll börn fá meiri tíma með foreldrum sínum á þessum fyrstu mánuðum ævinnar, umönnunarbilið er brúað og staða foreldra sem nýta sér fullt fæðingarorlof er jöfnuð.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Fæðingarorlof Lilja Rafney Magnúsdóttir Mest lesið Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen Skoðun Skoðun Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Sjá meira
Stór þáttur í jafnréttisbaráttu og kvenfrelsi hefur verið aukið fæðingarorlof og jafn réttur kynjanna til þess að vera með barni sínu þennan dýrmæta tíma í lífi foreldris og barns. Samfella í fæðingarorlofi og leikskóla er mikið jafnréttis- og velferðarmál sem vinstri menn hafa barist fyrir lengi. Á dögunum fór fram fyrsta umræða á Alþingi um breytingu á fæðingarorlofi. Til stendur að lengja fæðingarorlofið fyrst í tíu mánuði á næsta ári og tólf mánuði árið 2021. Lenging fæðingarorlofsins hefur verið baráttumál Vinstri grænna í mörg ár og það er því virkilega ánægjulegt að nú liggi fyrir stjórnarfrumvarp um málið. Lenging fæðingarorlofsins er mikilvægt skref til að draga úr launamun kynjanna, enda hafa ýmsar rannsóknir sýnt að launamunur kynjanna eykst við barneignir. Konur taka auk þess lengra fæðingarorlof en karlar að jafnaði. Á hverju ári frá 2015 hafa í kringum 700 feður ekki tekið neitt fæðingarorlof.Bætum kjör barnafjölskyldna Það er mikilvægt fyrir börn að tengjast báðum foreldrum sínum í frumbernsku og þetta á að koma til móts við með breytingum sem nú liggja fyrir Alþingi. Þannig er sameiginlegur tími sem foreldrar geta deilt sín á milli styttur, en á móti fær hvert foreldri lengri tíma. Þannig lengist tími hvers foreldris í fjóra mánuði á næsta ári og fimm mánuði árið 2021. Sameiginlegur tími foreldra væri þá tveir mánuðir á hverju ári. Að brúa bilið milli loka fæðingarorlofs og leikskóla er líka eitt af því sem mestu máli skiptir til að bæta kjör ungra barnafjölskyldna og draga úr fátækt barna. Þannig má draga úr því að foreldrar þurfi að taka sér launalaust leyfi eða hætta í vinnu til að brúa bilið. Það getur haft varanleg áhrif á starfsferil foreldrisins sem það gerir og í flestum tilfellum er það móðir barnsins, það er að segja í þeim tilfellum þegar um er að ræða par af gagnstæðu kyni. Það gefur auga leið að þetta hefur frekar áhrif á fólk sem er í viðkvæmri stöðu á vinnumarkaði og er líklegar til að lenda í gildru fátæktar til að byrja með. Ein leið til að brúa þetta bil er einmitt að lengja fæðingarorlofið. Hér eru því slegnar nokkrar flugur í einu höggi. Öll börn fá meiri tíma með foreldrum sínum á þessum fyrstu mánuðum ævinnar, umönnunarbilið er brúað og staða foreldra sem nýta sér fullt fæðingarorlof er jöfnuð.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun