Bílastæðahús í útboð Valgerður Sigurðardóttir skrifar 3. desember 2019 12:30 Bílastæðasjóður rekur sjö bílastæðahús í miðborg Reykjavíkur með 1140 bílastæðum. Á fundi borgarstjórnar í dag mun ég leggja það til fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins að bjóða út rekstur þriggja húsa sjóðsins. Bílastæðasjóður ætti að einbeita sér áfram að gjaldtöku meðfram götum (e. On street parking) en láta aðra um rekstur hluta bílastæðahúsanna (e. Off street parking). Á fundi borgarstjórnar þann 5. febrúar á síðasta ári var samþykkt að borgarstjórn myndi fela umhverfis- og skipulagssviði, í samráði við Bílastæðasjóð, að skoða bestu leiðir varðandi rekstur þeirra sjö bílastæðahúsa sem sjóðurinn rekur í miðborg Reykjavíkur, þar með talið rekstrarútboð, með það fyrir augum að bæta nýtingu, efla þjónustu og auka hagkvæmni. Einnig var lagt til að rýna fyrirkomulag rekstrarins út frá markmiðum borgarinnar varðandi stýringu bílastæða, bætta nýtingu borgarrýmis, bílastæðastefnu og stefnu aðalskipulags. Sviðið átti að skila tillögum til skipulags- og samgönguráðs fyrir 1. ágúst 2019.Rýmri heimildir skapa tækifæri Ekkert hefur komið út úr þeirri vinnu, þrátt fyrir að tillagan hafi verið samþykkt, og því telja fulltrúar Sjálfstæðisflokks æskilegt að farið verði í rekstrarútboð fyrir þrjú af þeim sjö bílastæðahúsum sem Reykjavíkurborg rekur í dag. Rekstur þessa húsa verði boðinn út eigi síðan en 1. febrúar 2020. Þannig mætti bæta þjónustu við þá sem nýta þjónustu bílastæðahúsanna. Enda hafa einkaaðilar meiri möguleika á því að hafa sveigjanlegan opnunartíma á þeim húsum sem færu í útboð. Þar með væri einnig hægt að auka þjónustu við notendur bílastæðahúsa, ásamt því að skila meiri hagnaði til borgarinnar. Því ætti það að vera auðvelt fyrir flokkana í meirihlutanum að samþykkja þessa framhaldstillögu.Auknir tekjumöguleikar Þessi tillaga er ekki kominn til vegna þess að að bílastæðahúsin séu illa rekin í dag heldur vegna þess að tækifærin eru mun meiri fyrir aðra rekstraraðila en Bílastæðasjóð. Það skýrist fyrst og fremst af ströngum reglum sem Bílastæðasjóður þarf að vinna eftir í dag. Þannig yrði sveigjanleikinn í rekstrinum, t.d. hvað varðar opnunartíma, þjónustustig, bætta nýtingu á stæðum og fleira, mun meiri hjá einkaaðilum. Við vitum að Bílastæðasjóður er vel rekinn innan þess regluramma sem honum er gert að vinna eftir í dag. Því er hægt með útvistun á þremur bílastæðahúsum að afla meiri tekna fyrir Reykjavíkurborg. Það væri hagur þeirra sem myndu taka að sér rekstur bílastæðahúsanna að bæta nýtingu þeirra og auka þjónustu. Þrif og rekstur bílastæðahúsanna myndu einnig vera í höndum leigutaka. Það er vel þekkt í öðrum löndum að rekstur bílastæðahúsa sé leigður út til einkaaðila. Árið 1931 var í Bretlandi stofnað félag sem enn í dag sinnir þessum rekstri en hann nær yfir 150 þúsund stæði í yfir 500 bílastæðahúsum víða í Bretlandi. Hér er því ekki verið að finna upp hjólið og auðvelt að horfa til fordæma frá öðrum löndum við tæknileg úrlausnarefni. Rekstrarútboð á þessum þremur húsum myndi því verða til hagsbóta fyrir notendur þessara bílastæðahúsa og Reykjavíkurborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bílar Reykjavík Valgerður Sigurðardóttir Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Bílastæðasjóður rekur sjö bílastæðahús í miðborg Reykjavíkur með 1140 bílastæðum. Á fundi borgarstjórnar í dag mun ég leggja það til fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins að bjóða út rekstur þriggja húsa sjóðsins. Bílastæðasjóður ætti að einbeita sér áfram að gjaldtöku meðfram götum (e. On street parking) en láta aðra um rekstur hluta bílastæðahúsanna (e. Off street parking). Á fundi borgarstjórnar þann 5. febrúar á síðasta ári var samþykkt að borgarstjórn myndi fela umhverfis- og skipulagssviði, í samráði við Bílastæðasjóð, að skoða bestu leiðir varðandi rekstur þeirra sjö bílastæðahúsa sem sjóðurinn rekur í miðborg Reykjavíkur, þar með talið rekstrarútboð, með það fyrir augum að bæta nýtingu, efla þjónustu og auka hagkvæmni. Einnig var lagt til að rýna fyrirkomulag rekstrarins út frá markmiðum borgarinnar varðandi stýringu bílastæða, bætta nýtingu borgarrýmis, bílastæðastefnu og stefnu aðalskipulags. Sviðið átti að skila tillögum til skipulags- og samgönguráðs fyrir 1. ágúst 2019.Rýmri heimildir skapa tækifæri Ekkert hefur komið út úr þeirri vinnu, þrátt fyrir að tillagan hafi verið samþykkt, og því telja fulltrúar Sjálfstæðisflokks æskilegt að farið verði í rekstrarútboð fyrir þrjú af þeim sjö bílastæðahúsum sem Reykjavíkurborg rekur í dag. Rekstur þessa húsa verði boðinn út eigi síðan en 1. febrúar 2020. Þannig mætti bæta þjónustu við þá sem nýta þjónustu bílastæðahúsanna. Enda hafa einkaaðilar meiri möguleika á því að hafa sveigjanlegan opnunartíma á þeim húsum sem færu í útboð. Þar með væri einnig hægt að auka þjónustu við notendur bílastæðahúsa, ásamt því að skila meiri hagnaði til borgarinnar. Því ætti það að vera auðvelt fyrir flokkana í meirihlutanum að samþykkja þessa framhaldstillögu.Auknir tekjumöguleikar Þessi tillaga er ekki kominn til vegna þess að að bílastæðahúsin séu illa rekin í dag heldur vegna þess að tækifærin eru mun meiri fyrir aðra rekstraraðila en Bílastæðasjóð. Það skýrist fyrst og fremst af ströngum reglum sem Bílastæðasjóður þarf að vinna eftir í dag. Þannig yrði sveigjanleikinn í rekstrinum, t.d. hvað varðar opnunartíma, þjónustustig, bætta nýtingu á stæðum og fleira, mun meiri hjá einkaaðilum. Við vitum að Bílastæðasjóður er vel rekinn innan þess regluramma sem honum er gert að vinna eftir í dag. Því er hægt með útvistun á þremur bílastæðahúsum að afla meiri tekna fyrir Reykjavíkurborg. Það væri hagur þeirra sem myndu taka að sér rekstur bílastæðahúsanna að bæta nýtingu þeirra og auka þjónustu. Þrif og rekstur bílastæðahúsanna myndu einnig vera í höndum leigutaka. Það er vel þekkt í öðrum löndum að rekstur bílastæðahúsa sé leigður út til einkaaðila. Árið 1931 var í Bretlandi stofnað félag sem enn í dag sinnir þessum rekstri en hann nær yfir 150 þúsund stæði í yfir 500 bílastæðahúsum víða í Bretlandi. Hér er því ekki verið að finna upp hjólið og auðvelt að horfa til fordæma frá öðrum löndum við tæknileg úrlausnarefni. Rekstrarútboð á þessum þremur húsum myndi því verða til hagsbóta fyrir notendur þessara bílastæðahúsa og Reykjavíkurborg.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar