Vísir hefur dóminn undir höndum en Jóhannes segir að í honum megi glögglega sjá að ekki hafi tekist að sanna neitt sem heita megi vafasamt hátterni fyrirtækisins.
„Nákvæmlega ekki neitt.“
Ummælin dæmd dauð og ómerk
Mál starfsmannaleigunnar var mjög í deiglunni fyrr á árinu en þá greindi fréttastofa Stöðvar 2 frá því að grunur léki á um að fjöldi rúmenskra verkamanna væru í nauðungarvinnu á Íslandi. Ýmsir létu þung orð falla meðal annarra María Lóa Friðjónsdóttir sérfræðingur í vinnustaðaeftirliti hjá ASÍ.Í dómsorði segir að eftirfarandi ummæli hennar skuli vera dauð og ómerk:

og
„Menn í vinnu legðu inn á þá til dæmis 100.000 en færi síðan 90.000 út aftur. Ég sá þessar færslur og spurði hvernig þetta væri hægt en þá vissu þeir það ekki almennilega en að Halla Rut sem á fyrirtækið vildi alltaf fá að sjá og vita PIN númer þeirra svo það virðist sem Menn í Vinnu ehf. hafi aðgang að heimabönkum mannanna.“
Þriðju ummælin sem stefnt var vegna flokkuðust undir gildismat og þar með var Maríu Lóu frjálst að segja: „Að mínu mati er þetta nauðungarvinna og þrælahald. Þetta er mjög slæm aðstaða.“
Fyrirtækið gjaldþrota og líf fyrirsvarsmanna í rúst
„Hér er um mjög mikilvæga niðurstöðu að ræða þar sem að réttlætið sigraði að vissu leyti. Fyrirtækið situr auðvitað eftir gjaldþrota og líf fyrirsvarsmanna þess nánast í rúst, en þetta er þó gríðarlega mikilvæg viðurkenning. Dómarinn tók mjög sterkt til orða og tók afgerandi efnislega niðurstöðu, þess efnis að ekkert væri hæft í hinum hrikalegu ásökunum sem bornar voru fram í fjölmiðlum á hendur fyrirtækinu og fyrirsvarsmönnum þess,“ segir Jóhannes en hann birti færslu á Facebook þar sem hann fór yfir málið eins og það horfir við honum.
„Unni var reyndar stefnt líka en umbjóðandi minn gat ekki lagt fram tryggingu fyrir málskostnaði þegar félagið fór í þrot og því ekki hægt að halda því máli til streitu,“ segir Jóhannes.
Telur Jóhannes að þau hefðu öll verið fundin sek um meiðyrði samkvæmt þessum dómi?
„Það er flóknara mál. Einhverjir hefðu klárlega setið í súpunni, en það þyrfti að taka afstöðu til hverra ummæla fyrir sig. Eins og sjá má í dómnum þá voru tvenn ummæli ómerkt en þau þriðju metin sem gildisdómur, það er að segja mat Maríu Lóu og það er verndað af tjáningarfrelsinu.“
Uppfært
Dóminn í heild má lesa á vef dómstólsins.