ASÍ svarar meiðyrðadómi af fullri hörku Jakob Bjarnar skrifar 3. desember 2019 16:20 Drífa gefur lítið fyrir dóminn og segir Maríu Lóu njóta fyllsta trausts þrátt fyrir að hafa verið dæmd fyrir meiðyrði. visir/vilhelm „Félagar í ASÍ mega vera afskaplega stoltir af eftirlitsfólki hreyfingarinnar sem sinna erfiðum störfum í baráttunni fyrir betri vinnumarkaði. Starfsmenn í vinnustaðaeftirliti ASÍ hafa unnið þrekvirki við að gæta hagsmuna vinnandi fólks og nýtur órofa stuðnings og fulls trausts í sínum störfum,“ er haft eftir Drífu Snædal forseti Alþýðusambands Íslands í tilkynningu sem ASÍ var að senda frá sér. Tilefnið er dómur sem féll í héraði nú í dag þar sem María Lóa Friðjónsdóttir sérfræðingur í vinnustaðaeftirliti ASÍ var dæmd til að greiða 1,3 milljón króna í kostnað vegna birtingu dóms og málskostnað. Tvö ummæli hennar voru dæmd dauð og ómerk.ASÍ segist ítrekað hafa haft afskipti af Mönnum í vinnu „Alþýðusambandið leitar stöðugt leiða til að efla eftirlit enda er full ástæða til að hafa sérstakar áhyggjur af fólki af erlendum uppruna sem kemur í gegnum starfsmannaleigur á íslenskan vinnumarkað, nauðungavinna og þrælahald verður aldrei liðið á íslenskum vinnumarkaði“ segir Drífa.María Lóa. Víst er að ASÍ stendur þétt við bak hennar en hún var í dag dæmd fyrir meiðyrði.asíÍ tilkynningunni segir að ekki hafi verið tekin um það ákvörðun hvort málinu verði áfrýjað en þar er hnykkt á því að ASÍ muni aldrei líða nauðungarvinnu og þrælahald, slíkt verði aldrei liðið á íslenskum vinnumarkaði. „Eins og alkunna er þurfti ASÍ ítrekað að hafa afskipti af fyrirtækinu Menn í vinnu áður en það varð gjaldþrota. Það var vegna slæms aðbúnaðar starfsfólks og brota á kjörum þess. Frá því fyrirtækið hóf störf hafði Vinnumálastofnun það einnig til rannsóknar og var í samstarfi við bæði Vinnueftirlit ríkisins og Ríkisskattstjóra,“ segir í tilkynningunni.Umdeilanlegur dómur að mati ASÍ Í tilkynningunni er rakið að í frétt Stöðvar 2 þann 7.febrúar 2019 var opinberaður grunur um að erlendir starfsmenn fyrirtækisins Menn í vinnu hafi verið í nauðungarvinnu hjá fyrirtækinu. „Þeir séu bæði svangir, peningalausir og hræddir auk þess að búa við óásættanlegar og heilsuspillandi aðstæður á vegum fyrirtækisins. Samkvæmt dómi Héraðsdóms var stafsmanni ASÍ heimilt í þessu viðtali að vísa til þessara aðstæðna og felst í því fullnaðar viðurkenning á réttmæti þeirra ummæla. Hins vegar voru dæmd dauð og ómerk ummæli starfsmannsins um innlagnir á og úttektir af bankareikningum starfsmanna og að framkvæmdastjóri fyrirtækisins virtist hafa aðgang að bankareikningum stafsmanna sinna. Þótti dómara skorta gögn til að styðja við þessar fullyrðingar þrátt fyrir að starfsmenn hafi í frétt Stöðvar 2 sýnt viðstöddum gögn þessu til stuðnings. Heildarniðurstaða dómsins er því umdeilanleg þó ekki sé meira sagt.“ Þá segir að starfsfólk ASÍ mun hér eftir sem hingað til standa með félagsmönnum sínum og enduróma veruleika þeirra á vinnumarkaði. Til stendur að efla vinnustaðaeftirlit verkalýðshreyfingarinnar enn frekar á næstu mánuðum. Dómsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Menn í vinnu vinna meiðyrðamál gegn Maríu Lóu Nokkrir sluppu við málsókn vegna gjaldþrots fyrirtækisins. 3. desember 2019 14:01 Mest lesið Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Fleiri fréttir Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Sjá meira
„Félagar í ASÍ mega vera afskaplega stoltir af eftirlitsfólki hreyfingarinnar sem sinna erfiðum störfum í baráttunni fyrir betri vinnumarkaði. Starfsmenn í vinnustaðaeftirliti ASÍ hafa unnið þrekvirki við að gæta hagsmuna vinnandi fólks og nýtur órofa stuðnings og fulls trausts í sínum störfum,“ er haft eftir Drífu Snædal forseti Alþýðusambands Íslands í tilkynningu sem ASÍ var að senda frá sér. Tilefnið er dómur sem féll í héraði nú í dag þar sem María Lóa Friðjónsdóttir sérfræðingur í vinnustaðaeftirliti ASÍ var dæmd til að greiða 1,3 milljón króna í kostnað vegna birtingu dóms og málskostnað. Tvö ummæli hennar voru dæmd dauð og ómerk.ASÍ segist ítrekað hafa haft afskipti af Mönnum í vinnu „Alþýðusambandið leitar stöðugt leiða til að efla eftirlit enda er full ástæða til að hafa sérstakar áhyggjur af fólki af erlendum uppruna sem kemur í gegnum starfsmannaleigur á íslenskan vinnumarkað, nauðungavinna og þrælahald verður aldrei liðið á íslenskum vinnumarkaði“ segir Drífa.María Lóa. Víst er að ASÍ stendur þétt við bak hennar en hún var í dag dæmd fyrir meiðyrði.asíÍ tilkynningunni segir að ekki hafi verið tekin um það ákvörðun hvort málinu verði áfrýjað en þar er hnykkt á því að ASÍ muni aldrei líða nauðungarvinnu og þrælahald, slíkt verði aldrei liðið á íslenskum vinnumarkaði. „Eins og alkunna er þurfti ASÍ ítrekað að hafa afskipti af fyrirtækinu Menn í vinnu áður en það varð gjaldþrota. Það var vegna slæms aðbúnaðar starfsfólks og brota á kjörum þess. Frá því fyrirtækið hóf störf hafði Vinnumálastofnun það einnig til rannsóknar og var í samstarfi við bæði Vinnueftirlit ríkisins og Ríkisskattstjóra,“ segir í tilkynningunni.Umdeilanlegur dómur að mati ASÍ Í tilkynningunni er rakið að í frétt Stöðvar 2 þann 7.febrúar 2019 var opinberaður grunur um að erlendir starfsmenn fyrirtækisins Menn í vinnu hafi verið í nauðungarvinnu hjá fyrirtækinu. „Þeir séu bæði svangir, peningalausir og hræddir auk þess að búa við óásættanlegar og heilsuspillandi aðstæður á vegum fyrirtækisins. Samkvæmt dómi Héraðsdóms var stafsmanni ASÍ heimilt í þessu viðtali að vísa til þessara aðstæðna og felst í því fullnaðar viðurkenning á réttmæti þeirra ummæla. Hins vegar voru dæmd dauð og ómerk ummæli starfsmannsins um innlagnir á og úttektir af bankareikningum starfsmanna og að framkvæmdastjóri fyrirtækisins virtist hafa aðgang að bankareikningum stafsmanna sinna. Þótti dómara skorta gögn til að styðja við þessar fullyrðingar þrátt fyrir að starfsmenn hafi í frétt Stöðvar 2 sýnt viðstöddum gögn þessu til stuðnings. Heildarniðurstaða dómsins er því umdeilanleg þó ekki sé meira sagt.“ Þá segir að starfsfólk ASÍ mun hér eftir sem hingað til standa með félagsmönnum sínum og enduróma veruleika þeirra á vinnumarkaði. Til stendur að efla vinnustaðaeftirlit verkalýðshreyfingarinnar enn frekar á næstu mánuðum.
Dómsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Menn í vinnu vinna meiðyrðamál gegn Maríu Lóu Nokkrir sluppu við málsókn vegna gjaldþrots fyrirtækisins. 3. desember 2019 14:01 Mest lesið Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Fleiri fréttir Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Sjá meira
Menn í vinnu vinna meiðyrðamál gegn Maríu Lóu Nokkrir sluppu við málsókn vegna gjaldþrots fyrirtækisins. 3. desember 2019 14:01
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir