Dreifiveitum skylt að bjóða út raforkukaup vegna orkutaps Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. desember 2019 08:00 Íslensk orkumiðlun höfðaði mál gegn RARIK vegna kaupanna. vísir/vilhelm Dreifiveitur mega ekki einskorða raforkukaup sín vegna orkutaps í dreifikerfi sínu við tengd félög heldur er þeim skylt að bjóða kaupin út. Þetta er niðurstaða kærunefndar útboðsmála í máli sem Íslensk orkumiðlun höfðaði gegn RARIK og fjallað er um í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins, í dag. Þar kemur fram að viðskipti af þessu tagi nemi hundruðum milljóna króna á ári hverju. Dreifiveitur kaupi reglulega ár hvert rafmagn á raforkumarkaði til að mæta orkutapi í dreifikerfinu. Hefur RARIK einungis keypt rafmagn af dótturfélagi sínu Orkusölunni, sem starfar á sama markaði og Íslensk orkumiðlun. Kærunefndin komst að þeirri niðurstöðu að RARIK yrði að bjóða þessi raforkukaup út. „Það hafa miklir fjármunir verið að flæða á milli þessara tengdu fyrirtækja sem áður voru eitt og sama fyrirtækið og við höfum ekki fundið dæmi um jafn umfangsmikil og vísvitandi brot á lögum um opinber innkaup. Þarna er verið að losa um mjög umfangsmikil viðskipti sem mikil leynd hefur hvílt yfir,“ segir Magnús Júlíusson, framkvæmdastjóri Íslenskrar orkumiðlunar, í samtali við Fréttablaðið. Hann segir úrskurðinn hafa þá þýðingu að á dreifiveitunum hvíli sú ótvíræða skylda að fara í útboð. Það hafi hins vegar alltaf verið reynt að halda viðskiptunum innandyra hjá fyrirtækjunum. „Með því að fara ekki í útboð eru dreifiveiturnar ekki að tryggja hagkvæmustu verð á hverjum tíma en kaupa þess í stað raforku af tengdum aðilum á uppsettum verðum,“ segir Magnús. Fram kemur í Fréttablaðinu að viðskipti RARIK og Orkusölunnar séu ekki einsdæmi. Þannig hafi allar dreifiveitur, fyrir utan Veitur, keypt rafmagn af tengdu félagi, án útboðs, til að mæta dreifitapi. Orkumál Samkeppnismál Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira
Dreifiveitur mega ekki einskorða raforkukaup sín vegna orkutaps í dreifikerfi sínu við tengd félög heldur er þeim skylt að bjóða kaupin út. Þetta er niðurstaða kærunefndar útboðsmála í máli sem Íslensk orkumiðlun höfðaði gegn RARIK og fjallað er um í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins, í dag. Þar kemur fram að viðskipti af þessu tagi nemi hundruðum milljóna króna á ári hverju. Dreifiveitur kaupi reglulega ár hvert rafmagn á raforkumarkaði til að mæta orkutapi í dreifikerfinu. Hefur RARIK einungis keypt rafmagn af dótturfélagi sínu Orkusölunni, sem starfar á sama markaði og Íslensk orkumiðlun. Kærunefndin komst að þeirri niðurstöðu að RARIK yrði að bjóða þessi raforkukaup út. „Það hafa miklir fjármunir verið að flæða á milli þessara tengdu fyrirtækja sem áður voru eitt og sama fyrirtækið og við höfum ekki fundið dæmi um jafn umfangsmikil og vísvitandi brot á lögum um opinber innkaup. Þarna er verið að losa um mjög umfangsmikil viðskipti sem mikil leynd hefur hvílt yfir,“ segir Magnús Júlíusson, framkvæmdastjóri Íslenskrar orkumiðlunar, í samtali við Fréttablaðið. Hann segir úrskurðinn hafa þá þýðingu að á dreifiveitunum hvíli sú ótvíræða skylda að fara í útboð. Það hafi hins vegar alltaf verið reynt að halda viðskiptunum innandyra hjá fyrirtækjunum. „Með því að fara ekki í útboð eru dreifiveiturnar ekki að tryggja hagkvæmustu verð á hverjum tíma en kaupa þess í stað raforku af tengdum aðilum á uppsettum verðum,“ segir Magnús. Fram kemur í Fréttablaðinu að viðskipti RARIK og Orkusölunnar séu ekki einsdæmi. Þannig hafi allar dreifiveitur, fyrir utan Veitur, keypt rafmagn af tengdu félagi, án útboðs, til að mæta dreifitapi.
Orkumál Samkeppnismál Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira