Enski boltinn

„Sjáumst á Ítalíu bráðlega“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Zlatan í leik með AC á sínum tíma.
Zlatan í leik með AC á sínum tíma. vísir/getty
Zlatan Ibrahimovic hefur gefið það sterklega til kynna að hann sé á leið til AC Milan og þar af leiðandi snúa aftur í ítalska boltann eftir átta ára fjarveru.

Vísir greindi frá því í gær að enskir fjölmiðlar sögðu frá því að Zlatan hafði hafnað liðum í enska boltanum til þess að ganga í raðir AC Milan þar sem hann deildina tímabilið 2010/2011.

Í viðtali við GQ Italia gefur Svíinn sögusögnunum enn frekar undir fótinn.

„Ég mun fara til félags sem þarf að byrja vinna aftur og þarf að endurnýja söguna í baráttunni gegn öllu og öllum,“ sagði Ibrahimovic.





„Þetta snýst ekki bara um að velja lið því það þurfa einnig aðrir hlutir að ganga upp, til að mynda áhugi fjölskyldunnar minnar. Við sjáumst á Ítalíu bráðlega,“ bætti sá sænski við.

Zlatan er orðinn 38 ára gamall en hann lék með AC Milan frá 2010 til 2012. Þar lék hann tæplega 60 leiki og skoraði í þim rúmlega 40 mörk. Magnaður markaskorari.

Frá árinu 2018 hefur hann svo leikið með LA Galaxy í Bandaríkjunum en ætlar nú að rétta AC skútuna af.

Milan er í 11. sætinu, ellefu stigum á eftir fjórða sætinu sem er síðasta sætið sem gefur þátttökurétt í Meistaradeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×