Kátt í höllinni þegar Katrín hitti Elísabetu, Karl og Melaniu Trump Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. desember 2019 11:00 Katrín heilsar hér drottningunni en við hlið Elísabetar stendur Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO. Það má segja að kátt hafi verið í höllinni í gær þegar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, mætti til móttöku í Buckingham-höll í gær ásamt öðrum þjóðarleiðtogum í tilefni 70 ára afmælis Atlantshafsbandalagsins (NATO). Leiðtogafundur NATO hófst í gær í London og heldur áfram í dag. Myndavélarnar fylgdust vel með móttökunni í höllinni þar sem Katrín ræddi meðal annars við Elísabetu II og Karl prins af Wales þegar þau tóku á móti henni. Þá var Katrín í hópi kvenleiðtoga sem spjölluðu við drottninguna þegar inn í móttökusalinn var komið. Með henni í hópnum voru meðal annars Angela Merkel, kanslari Þýskalands, Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, og Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna. Hér fyrir neðan má sjá nokkur myndbönd af Katrínu í Buckingham-höll í gær. Fyrst sést hún mæta í höllina og ganga rauða dregilinn sem lagður var fyrir leiðtogana. Elísabet II Englandsdrottning og Karl Bretaprins taka á móti Katrínu. Á myndbandinu sést Katrín spjalla í góða stund við þau mæðgin en ekki heyrist vel hvað þeim fer á milli. Þó virðist sem Karl rifji upp veiðiferð til Íslands en hann hefur rennt fyrir laxi hér, meðal annars í Hofsá í Vopnafirði. Katrín spjallar við Elísabetu ásamt öðrum kvenleiðtogum. Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, spyr drottninguna hversu margir forsætisráðherrar hafi verið í Bretlandi í valdatíð hennar og svarar Elísabet því til að þeir hafi verið þrettán. Katrín svarar þá létt í bragði að forsætisráðherrar komi og fari. Þess má geta að forsætisráðherrarnir hafa verið alls fjórtán frá því að Elísabet varð drottning árið 1952 en þá var Winston Churchill búinn að vera forsætisráðherra í fjóra mánuði. Sjálf hefur hún því alls veitt þrettán umboð til að mynda ríkisstjórn, þar af einum tvisvar, Howard Wilson. Annað af Katrínu ásamt kvenleiðtogunum að ræða við drottninguna. Það er ekki með hljóði. Bretland Kóngafólk NATO Utanríkismál Tengdar fréttir Katrín ræddi við drottninguna í Buckingham-höll Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sækir nú leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins (NATO) í London. 4. desember 2019 06:45 Katrínu boðið í Buckingham-höll og í kvöldverð til Borisar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sækja leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins (NATO) en hann hefst í London í dag. 3. desember 2019 09:03 Ósætti á afmælisfundi Atlantshafsbandalagsins Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins hófst í Lundúnum í dag. Töluvert ósætti er á milli hinna ýmsu bandalagsríkja og eru Tyrkir sagðir ætla að halda fundinum í gíslingu. 3. desember 2019 19:00 Mest lesið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Fleiri fréttir Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Sjá meira
Það má segja að kátt hafi verið í höllinni í gær þegar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, mætti til móttöku í Buckingham-höll í gær ásamt öðrum þjóðarleiðtogum í tilefni 70 ára afmælis Atlantshafsbandalagsins (NATO). Leiðtogafundur NATO hófst í gær í London og heldur áfram í dag. Myndavélarnar fylgdust vel með móttökunni í höllinni þar sem Katrín ræddi meðal annars við Elísabetu II og Karl prins af Wales þegar þau tóku á móti henni. Þá var Katrín í hópi kvenleiðtoga sem spjölluðu við drottninguna þegar inn í móttökusalinn var komið. Með henni í hópnum voru meðal annars Angela Merkel, kanslari Þýskalands, Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, og Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna. Hér fyrir neðan má sjá nokkur myndbönd af Katrínu í Buckingham-höll í gær. Fyrst sést hún mæta í höllina og ganga rauða dregilinn sem lagður var fyrir leiðtogana. Elísabet II Englandsdrottning og Karl Bretaprins taka á móti Katrínu. Á myndbandinu sést Katrín spjalla í góða stund við þau mæðgin en ekki heyrist vel hvað þeim fer á milli. Þó virðist sem Karl rifji upp veiðiferð til Íslands en hann hefur rennt fyrir laxi hér, meðal annars í Hofsá í Vopnafirði. Katrín spjallar við Elísabetu ásamt öðrum kvenleiðtogum. Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, spyr drottninguna hversu margir forsætisráðherrar hafi verið í Bretlandi í valdatíð hennar og svarar Elísabet því til að þeir hafi verið þrettán. Katrín svarar þá létt í bragði að forsætisráðherrar komi og fari. Þess má geta að forsætisráðherrarnir hafa verið alls fjórtán frá því að Elísabet varð drottning árið 1952 en þá var Winston Churchill búinn að vera forsætisráðherra í fjóra mánuði. Sjálf hefur hún því alls veitt þrettán umboð til að mynda ríkisstjórn, þar af einum tvisvar, Howard Wilson. Annað af Katrínu ásamt kvenleiðtogunum að ræða við drottninguna. Það er ekki með hljóði.
Bretland Kóngafólk NATO Utanríkismál Tengdar fréttir Katrín ræddi við drottninguna í Buckingham-höll Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sækir nú leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins (NATO) í London. 4. desember 2019 06:45 Katrínu boðið í Buckingham-höll og í kvöldverð til Borisar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sækja leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins (NATO) en hann hefst í London í dag. 3. desember 2019 09:03 Ósætti á afmælisfundi Atlantshafsbandalagsins Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins hófst í Lundúnum í dag. Töluvert ósætti er á milli hinna ýmsu bandalagsríkja og eru Tyrkir sagðir ætla að halda fundinum í gíslingu. 3. desember 2019 19:00 Mest lesið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Fleiri fréttir Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Sjá meira
Katrín ræddi við drottninguna í Buckingham-höll Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sækir nú leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins (NATO) í London. 4. desember 2019 06:45
Katrínu boðið í Buckingham-höll og í kvöldverð til Borisar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sækja leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins (NATO) en hann hefst í London í dag. 3. desember 2019 09:03
Ósætti á afmælisfundi Atlantshafsbandalagsins Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins hófst í Lundúnum í dag. Töluvert ósætti er á milli hinna ýmsu bandalagsríkja og eru Tyrkir sagðir ætla að halda fundinum í gíslingu. 3. desember 2019 19:00